Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

344. spurningaþraut: Hér er ein fótboltaspurning, sem snýst þó í raun um landafræði

344. spurningaþraut: Hér er ein fótboltaspurning, sem snýst þó í raun um landafræði

Þraut gærdagsins, hlekkur á hana.

***

Fyrri aukaspurning:

Á myndinni hér að ofan má sjá konu eina sem var frægur rithöfundur, heimspekingur og baráttusál. Hún lést árið 1986. Hvað hét hún?

***

Aðalspurningar:

1.   Fyrrverandi þingmaður og ráðherra hyggst snúa aftur í stjórnmálin og tekur nú fyrsta sætið á framboðslista Samfylkingar í „kraganum“ svonefnda. Hvað heitir þessi fyrrverandi ráðherra?

2.   Haukur Hilmarsson gekk sem sjálfboðaliði í hersveitir sem börðust í Sýrlandi og kostaði það hann lífið. Hvaða sveitir gekk hann til liðs við?

3.   Hvað hét hljómsveitin sem Gunnar Þórðarson var í þegar hann sló fyrst í gegn?

4.   Fyrr en síðar verður frumsýnd hér á landi kvikmyndin Alma, sem er þriðja bíómynd viðkomandi leikstjóra í fullri lengd. Áður hefur leikstjórinn gert myndirnar Á hjara veraldar og Svo á jörðu sem á himni. Hvað heitir þessi leikstjóri?

5.   Í knattspyrnusambandi Evrópu eru 55 meðlimir sem keppa á jafnréttisgrundvelli í Evrópu- og heimsmeistaramótum. Allt eru það sjálfstæð ríki nema England, Skotland, Norður-Írland og Veils sem keppa hvert fyrir sig, og svo er Kosovo enn ekki að fullu viðurkennt sem sjálfstætt ríki. En svo keppa þarna tvö lið til viðbótar, sem eru ekki sjálfstæð ríki. Hver eru þau? Nefna verður bæði.

6.   Hvað hét konan sem djákninn á Myrká hugðist kvænast?

7.   Hversu langur er Panama-skurðurinn milli Kyrrahafs og Karíbahafs? Er hann 8 metrar, 80 metrar, 800 metrar, 8 kílómetrar, 80 kílómetrar, 800 kílómetar eða 8.000 kílómetrar?

8.   Hvað er belgíski uppfinningamaðurinn Adolphe Sax þekktastur fyrir að hafa fundið upp?

9.   Nína Sæmundsson hét listakona ein, sem varð fyrir því að listaverk eftir hana var sprengt í loft upp. Hvað hét listaverkið?

10.   Hvað heitir útvarpsstöðin sem rekin er í tengslum við Morgunblaðið og önnur skyld fyrirtæki?

***

Seinni aukaspurning:

Á myndinni hér að neðan má sjá tvo karla, sem fengust við sams konar viðfangsefni, náðu báðir miklum frama á sínu sviði, voru samherjar að ýmsu leyti en þó var þeim aldrei neitt sérlega vel til vina. Hvað hétu þeir? Og já, þið þurfið að hafa bæði nöfnin rétt.

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Þórunn Sveinbjarnardóttir.

2.   Sveitir Kúrda.

3.   Hljómar.

4.   Kristín Jóhannesdóttir.

5.   Færeyjar og Gíbraltar.

6.   Guðrún. Hann kallaði hana hins vegar Garúnu.

7.   80 kílómetrar.

8.   Saxófón.

9.   Hafmeyjan. „Litla hafmeyjan“ er aftur á móti í Kaupmannahöfn.

10.   K100.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Simone de Beauvoir.

Á neðri myndinni eru þeir Sartre og Camus. Öll þrjú voru í hópi helstu rithöfunda Frakka um miðbik 20. aldar. Sartre og Camus fengu báðir Nóbelsverðlaun í bókmenntum en de Beauvoir ekki. Á óskorinni myndinni hér að neðan má sjá de Beauvoir (standandi önnur frá hægri), Picasso (fyrir ofan Camus) og fleiri franska menningarpostula.

***

Þraut gærdagsins, hlekkur á hana.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
2
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Unnið áfram með tillögu um „Sóleyjatún“ í Grafarvogi
3
Fréttir

Unn­ið áfram með til­lögu um „Sól­eyja­tún“ í Grafar­vogi

Lít­il fjöl­býl­is­hús á 2-3 hæð­um auk rað­húsa gætu ris­ið á stóru óbyggðu svæði við Rima­skóla í Grafar­vogi, sam­kvæmt til­lögu frá arki­tekta­stofu, sem um­hverf­is- og skipu­lags­ráð Reykja­vík­ur­borg­ar hef­ur ákveð­ið að áfram verði unn­ið með við skipu­lagn­ingu svæð­is­ins. Hátt í 800 und­ir­skrift­ir söfn­uð­ust í sum­ar gegn upp­bygg­ingu á reitn­um.
Sér sóknarfæri fyrir „alvöru vinstri rödd“
4
Viðtal

Sér sókn­ar­færi fyr­ir „al­vöru vinstri rödd“

Svandís Svavars­dótt­ir tel­ur að þörf sé á að sterk vinstri rödd heyr­ist á Al­þingi og treyst­ir sér til þess að hafa þá rödd VG sterka. Hún seg­ir að Sam­fylk­ing­in hafi pakk­að sterk­um vinstri­mál­um sam­an og að í því fel­ist sókn­ar­færi fyr­ir VG. Svandís tel­ur stærstu áskor­an­ir sam­tím­ans ekki þannig vaxn­ar að kapí­tal­ism­inn sé svar­ið – ef fjár­magn sé eina hreyfiafl­ið í sam­fé­lag­inu sé­um við ekki á réttri leið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ólga og uppsögn eftir aðalfund Pírata
3
Fréttir

Ólga og upp­sögn eft­ir að­al­fund Pírata

Pírat­ar vinna að sátt­ar­til­lögu sem sögð er fela í sér um­deild­ar breyt­ing­ar á fram­kvæmda­stjórn flokks­ins. Ágrein­ing­ur bloss­aði upp á milli frá­far­andi og ný­kjör­inn­ar stjórn­ar í kjöl­far kosn­ing­ar á nýrri fram­kvæmda­stjórn. Atla Þór Fann­dal, sam­skipta­stjóra Pírata var sagt upp skömmu eft­ir að­al­fund­inn. „Ég var lát­inn fara bara vegna bræði þing­flokks­ins yf­ir þess­ari nið­ur­stöðu,“ seg­ir Atli Þór. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, hafn­ar lýs­ingu Atla Þórs á at­burða­rás­inni.
Eru kannski að taka ranga hægri beygju
10
Greining

Eru kannski að taka ranga hægri beygju

Heim­ild­in fékk tvo al­manna­tengla sem eru með haus­inn á kafi í póli­tík til að pæla í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Ann­ar þeirra seg­ist telja að með því að elta orð­ræðu Mið­flokks­ins sé Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn að gera sér óleik. „Fólk er al­mennt ekki ras­ist­ar á Ís­landi,“ seg­ir Andrés Jóns­son. Björg­vin Guð­munds­son seg­ir marga Sjálf­stæð­is­menn í vanda, svo mikl­um að um­ræða sé far­in af stað um nýtt fram­boð á hægri kant­in­um. Og margt hefst með um­ræðu.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
2
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
3
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
9
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
10
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár