Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

344. spurningaþraut: Hér er ein fótboltaspurning, sem snýst þó í raun um landafræði

344. spurningaþraut: Hér er ein fótboltaspurning, sem snýst þó í raun um landafræði

Þraut gærdagsins, hlekkur á hana.

***

Fyrri aukaspurning:

Á myndinni hér að ofan má sjá konu eina sem var frægur rithöfundur, heimspekingur og baráttusál. Hún lést árið 1986. Hvað hét hún?

***

Aðalspurningar:

1.   Fyrrverandi þingmaður og ráðherra hyggst snúa aftur í stjórnmálin og tekur nú fyrsta sætið á framboðslista Samfylkingar í „kraganum“ svonefnda. Hvað heitir þessi fyrrverandi ráðherra?

2.   Haukur Hilmarsson gekk sem sjálfboðaliði í hersveitir sem börðust í Sýrlandi og kostaði það hann lífið. Hvaða sveitir gekk hann til liðs við?

3.   Hvað hét hljómsveitin sem Gunnar Þórðarson var í þegar hann sló fyrst í gegn?

4.   Fyrr en síðar verður frumsýnd hér á landi kvikmyndin Alma, sem er þriðja bíómynd viðkomandi leikstjóra í fullri lengd. Áður hefur leikstjórinn gert myndirnar Á hjara veraldar og Svo á jörðu sem á himni. Hvað heitir þessi leikstjóri?

5.   Í knattspyrnusambandi Evrópu eru 55 meðlimir sem keppa á jafnréttisgrundvelli í Evrópu- og heimsmeistaramótum. Allt eru það sjálfstæð ríki nema England, Skotland, Norður-Írland og Veils sem keppa hvert fyrir sig, og svo er Kosovo enn ekki að fullu viðurkennt sem sjálfstætt ríki. En svo keppa þarna tvö lið til viðbótar, sem eru ekki sjálfstæð ríki. Hver eru þau? Nefna verður bæði.

6.   Hvað hét konan sem djákninn á Myrká hugðist kvænast?

7.   Hversu langur er Panama-skurðurinn milli Kyrrahafs og Karíbahafs? Er hann 8 metrar, 80 metrar, 800 metrar, 8 kílómetrar, 80 kílómetrar, 800 kílómetar eða 8.000 kílómetrar?

8.   Hvað er belgíski uppfinningamaðurinn Adolphe Sax þekktastur fyrir að hafa fundið upp?

9.   Nína Sæmundsson hét listakona ein, sem varð fyrir því að listaverk eftir hana var sprengt í loft upp. Hvað hét listaverkið?

10.   Hvað heitir útvarpsstöðin sem rekin er í tengslum við Morgunblaðið og önnur skyld fyrirtæki?

***

Seinni aukaspurning:

Á myndinni hér að neðan má sjá tvo karla, sem fengust við sams konar viðfangsefni, náðu báðir miklum frama á sínu sviði, voru samherjar að ýmsu leyti en þó var þeim aldrei neitt sérlega vel til vina. Hvað hétu þeir? Og já, þið þurfið að hafa bæði nöfnin rétt.

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Þórunn Sveinbjarnardóttir.

2.   Sveitir Kúrda.

3.   Hljómar.

4.   Kristín Jóhannesdóttir.

5.   Færeyjar og Gíbraltar.

6.   Guðrún. Hann kallaði hana hins vegar Garúnu.

7.   80 kílómetrar.

8.   Saxófón.

9.   Hafmeyjan. „Litla hafmeyjan“ er aftur á móti í Kaupmannahöfn.

10.   K100.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Simone de Beauvoir.

Á neðri myndinni eru þeir Sartre og Camus. Öll þrjú voru í hópi helstu rithöfunda Frakka um miðbik 20. aldar. Sartre og Camus fengu báðir Nóbelsverðlaun í bókmenntum en de Beauvoir ekki. Á óskorinni myndinni hér að neðan má sjá de Beauvoir (standandi önnur frá hægri), Picasso (fyrir ofan Camus) og fleiri franska menningarpostula.

***

Þraut gærdagsins, hlekkur á hana.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu