Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

344. spurningaþraut: Hér er ein fótboltaspurning, sem snýst þó í raun um landafræði

344. spurningaþraut: Hér er ein fótboltaspurning, sem snýst þó í raun um landafræði

Þraut gærdagsins, hlekkur á hana.

***

Fyrri aukaspurning:

Á myndinni hér að ofan má sjá konu eina sem var frægur rithöfundur, heimspekingur og baráttusál. Hún lést árið 1986. Hvað hét hún?

***

Aðalspurningar:

1.   Fyrrverandi þingmaður og ráðherra hyggst snúa aftur í stjórnmálin og tekur nú fyrsta sætið á framboðslista Samfylkingar í „kraganum“ svonefnda. Hvað heitir þessi fyrrverandi ráðherra?

2.   Haukur Hilmarsson gekk sem sjálfboðaliði í hersveitir sem börðust í Sýrlandi og kostaði það hann lífið. Hvaða sveitir gekk hann til liðs við?

3.   Hvað hét hljómsveitin sem Gunnar Þórðarson var í þegar hann sló fyrst í gegn?

4.   Fyrr en síðar verður frumsýnd hér á landi kvikmyndin Alma, sem er þriðja bíómynd viðkomandi leikstjóra í fullri lengd. Áður hefur leikstjórinn gert myndirnar Á hjara veraldar og Svo á jörðu sem á himni. Hvað heitir þessi leikstjóri?

5.   Í knattspyrnusambandi Evrópu eru 55 meðlimir sem keppa á jafnréttisgrundvelli í Evrópu- og heimsmeistaramótum. Allt eru það sjálfstæð ríki nema England, Skotland, Norður-Írland og Veils sem keppa hvert fyrir sig, og svo er Kosovo enn ekki að fullu viðurkennt sem sjálfstætt ríki. En svo keppa þarna tvö lið til viðbótar, sem eru ekki sjálfstæð ríki. Hver eru þau? Nefna verður bæði.

6.   Hvað hét konan sem djákninn á Myrká hugðist kvænast?

7.   Hversu langur er Panama-skurðurinn milli Kyrrahafs og Karíbahafs? Er hann 8 metrar, 80 metrar, 800 metrar, 8 kílómetrar, 80 kílómetrar, 800 kílómetar eða 8.000 kílómetrar?

8.   Hvað er belgíski uppfinningamaðurinn Adolphe Sax þekktastur fyrir að hafa fundið upp?

9.   Nína Sæmundsson hét listakona ein, sem varð fyrir því að listaverk eftir hana var sprengt í loft upp. Hvað hét listaverkið?

10.   Hvað heitir útvarpsstöðin sem rekin er í tengslum við Morgunblaðið og önnur skyld fyrirtæki?

***

Seinni aukaspurning:

Á myndinni hér að neðan má sjá tvo karla, sem fengust við sams konar viðfangsefni, náðu báðir miklum frama á sínu sviði, voru samherjar að ýmsu leyti en þó var þeim aldrei neitt sérlega vel til vina. Hvað hétu þeir? Og já, þið þurfið að hafa bæði nöfnin rétt.

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Þórunn Sveinbjarnardóttir.

2.   Sveitir Kúrda.

3.   Hljómar.

4.   Kristín Jóhannesdóttir.

5.   Færeyjar og Gíbraltar.

6.   Guðrún. Hann kallaði hana hins vegar Garúnu.

7.   80 kílómetrar.

8.   Saxófón.

9.   Hafmeyjan. „Litla hafmeyjan“ er aftur á móti í Kaupmannahöfn.

10.   K100.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Simone de Beauvoir.

Á neðri myndinni eru þeir Sartre og Camus. Öll þrjú voru í hópi helstu rithöfunda Frakka um miðbik 20. aldar. Sartre og Camus fengu báðir Nóbelsverðlaun í bókmenntum en de Beauvoir ekki. Á óskorinni myndinni hér að neðan má sjá de Beauvoir (standandi önnur frá hægri), Picasso (fyrir ofan Camus) og fleiri franska menningarpostula.

***

Þraut gærdagsins, hlekkur á hana.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár