Alþjóðlegi baráttudagur kvenna hefur verið haldinn hátíðlegur þann áttunda mars í meira en heila öld. Upphaflega sneru kröfur kvenna að kosningarétti og samstöðu verkakvenna en í dag hefur hvert ár sitt þema. Í ár er þemað „Choose To Challenge“, sem vekur máls á kynjahlutdrægni og kynbundnu ójafnrétti en er jafnframt hannað til að fagna vinnu og afrekum kvenna - líkt og Karolinu Polak (mynd). Karolina er pólsk verkakona sem hefur búið og starfað hér í tíu ár, unnið sig upp, og er nýlega orðin aðstoðarverslunarstjóri í stórri matvöruverslun vestur í bæ.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir