Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

335. spurningaþraut: Tölur og jöklar og Fástus

335. spurningaþraut: Tölur og jöklar og Fástus

Þrautin frá í gær.

— — —

Fyrri aukaspurning:

Hvaða dýr má sjá á efri myndinni?

— — —

Aðalspurningar:

1.   Tölurnar okkar alkunnu — 0, 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8 og 9 — eru kenndar við hvaða þjóð eða tungu?

2.   Tölurnar I, II, III, IV, V, VI, VII, IX, X og svo framvegis eru hins vegar sagðar vera ...?

3.   Hvað nefndist kvarðinn sem jarðskjálftar voru mældir á? 

4.   Masters, PGA, US Open, British Open. Hvað er þetta fernt?

5.   Hvað heitir tímarit Jöklarannsóknarfélags Íslands?

6.   Hver skrifaði skáldsöguna Kristnihald undir jökli?

7.   Í fornum skjölum íslenskum er verð á jörðum yfirleitt mælt í svokölluðum „hundruðum“. Í þeim tilfellum var um að ræða svonefnt „stórt hundrað“ sem var öllu stærri en hin venjulega eining hundrað. Hversu stórt var stórt hundrað?

8.   Hún var sögð hafa andlit sem „hleypir þúsund skipum til sjávar“ — og þá í þeirri merkingu að þúsund skip, full af prúðum dátum, komu til aðstoðar þegar henni hafði verið rænt og eiginmaður hennar leitaði í örvæntingu að henni. Hver var hún?

9.   Sá sem samdi línuna um andlitið og skipin þúsund var Christopher Marlowe, enskur leikritahöfundur, samtímamaður Shakespeares. Hann samdi meðal annars frægt leikrit um Doktor Faustus, en um hann eru til sögur í mörgum löndum. Hvað gerði Doktor Faustus helst sér til frægðar?

10.   Þjóðverji einn samdi líka leikrit um Doktor Faustus, leikritið hans heitir einfaldlega Faust. Þjóðverji þessi var upp á sitt besta kringum 1800 og var geysilega dáður af öllum Þjóðverjum — hann orti líka fjölda ljóða, samdi skáldsöguna Raunir Werthers unga og fleira. Hvað hét þessi rómaði þýski skáldmæringur?

— — —

Síðari aukaspurning:

Á myndinni hér að neðan er Emma Corrin. Hún fékk fyrir fáeinum vikum Golden Globe verðlaun fyrir besta leik í sjónvarpsseríu. Fyrir hvaða hlutverk fékk hún verðlaunin sín?

— — —

Svör við aðalspurningum:

1.   Arabískar.

2.   Rómverskar.

3.   Richter. Raunar er búið að betrumbæta kvarða Richters svo verulega að vísindamenn nota nafn hans ekki nútildags.

4.   Risamótin svokölluðu (Majors) í golfi. Ekki dugar að segja bara golfmót.

5.   Jökull.

6.   Halldór Laxness.

7.   120.

8.   Helena fagra.

9.   Seldi sál sína djöflinum.

10.   Goethe.

— — —

Svör við aukaspurningum:

Rándýrið á efri myndinni er jagúar.

Ef þið hafið giskað á hlébarða, þá fæst ekkert stig fyrir það, enda er um tvær aðskildar tegundir að ræða.

Fljótt á litið eru jagúarar og hlébarðar vissulega líkir en eitt óyggjandi ráð til að greina á milli þeirra er þetta:

Jagúarar hafa örlitlar svarta punkta inni í stóru „deplunum“ á skinni sínu, en hlébarðar ekki.

Og hún Emma Corrin á neðri myndinni var verðlaunuð fyrir að leika Díönu prinsessu eins og ljóst má vera.

— — —

Og aftur þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár