Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

327. spurningaþraut: Hér má meðal annars sjá 2 dýrustu málverk heims

327. spurningaþraut: Hér má meðal annars sjá 2 dýrustu málverk heims

Hér er hlekkur á þraut gærdagsins.

***

Aukaspurningar:

Hér að ofan má sjá dýrasta málverk heims um þessar mundir. Það seldist á uppboði fyrir 51 milljarð króna fyrir fjórum árum. Hver málaði það?

***

Aðalspurningar:

1.   Mikil mótmæli gegn kynþáttamisrétti og -kúgun brutust út á síðasta ári eftir að svartur maður að nafni George Floyd var drepinn af lögreglumönnum í ... hvaða borg í Bandaríkjunum?

2.   Breskur fótboltamaður, leikmaður Manchester United, vakti athygli á síðasta ári fyrir herferð sem hann hóf og gekk út á að tryggja börnum ókeypis skólamáltíðir í covid-fárinu. Hvað heitir þessi ungi maður?

3.   Hvaða íslenski ráðherra vakti athygli þegar hún hitti vinkonur sínar síðastliðið sumar og ekki þótti vera nógsamlega gætt að sóttvörnum?

4.   Hvaða forsætisráðherra í Evrópu fékk covid-19 á síðasta ári og mun hafa verið mjög alvarlega veikur um tíma, jafnvel settur í öndunarvél?

5.   Hvar kom niður smástirnið eða lofsteinninn sem varð banabiti risaeðlanna fyrir 65 milljónum ára? Svarið þarf að vera þokkalega nákvæmt.

6.   Hvaða samfélagsmiðla app hugðist Donald Trump banna síðastliðið haust?

7.   Við hvað starfaði Hallgrímur Pétursson lengst af?

8.   Þegar síðast fréttist: Hver á flesta fylgjendur á Twitter hér í veröld?

9.   Þann 10. maí 1940 gerðist afdrifaríkur atburður á Íslandi. Hver var sá?

10.   Úti í hinum stóra heimi gerðist sama dag annar atburður, sem verður að viðurkennast að skipti þó öllu meira máli í hinu heimssögulega samhengi hlutanna. Hvað gerðist úti í heimi 10. maí 1940?

***

Aukaspurningar:

Hér að neðan má sjá næstdýrasta málverk í heimi. Þetta abstraktverk seldist á 41 milljarð fyrir sex árum. Það var málað árið 1955 af miðaldra hollenskum málara sem þá var reyndar fluttur til Bandaríkjanna. Verkið er kallað Interchange en hver málaði það?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Minneapolis.

2.   Rashford.

3.   Þórdís Kolbrún.

4.   Boris Johnson.

5.   Á Yucatan-skaga í Mexíkó. Hins vegar dugar „Mexíkó“ ekki eitt og sér og heldur ekki „Mexíkó-flói“..

6.   Tik tok.

7.   Hann var prestur.

8.   Obama.

9.   Bretar hernámu Ísland.

10.   Þjóðverjar gerðu árás í vesturátt — inn í Holland, Belgíu, Luxemburg og Frakkland. Ekki þarf að telja upp öll löndin, það dugar að vita af árás þýskra herja í vestur.

***

Svör við aukaspurningum:

Leonardo da Vinci málaði efra verkið, Salvator mundi, eða Frelsara heimsins.

Willem de Kooning (1904-1997) málaði neðra verkið.

***

Hér er aftur hlekkur á þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár