327. spurningaþraut: Hér má meðal annars sjá 2 dýrustu málverk heims

327. spurningaþraut: Hér má meðal annars sjá 2 dýrustu málverk heims

Hér er hlekkur á þraut gærdagsins.

***

Aukaspurningar:

Hér að ofan má sjá dýrasta málverk heims um þessar mundir. Það seldist á uppboði fyrir 51 milljarð króna fyrir fjórum árum. Hver málaði það?

***

Aðalspurningar:

1.   Mikil mótmæli gegn kynþáttamisrétti og -kúgun brutust út á síðasta ári eftir að svartur maður að nafni George Floyd var drepinn af lögreglumönnum í ... hvaða borg í Bandaríkjunum?

2.   Breskur fótboltamaður, leikmaður Manchester United, vakti athygli á síðasta ári fyrir herferð sem hann hóf og gekk út á að tryggja börnum ókeypis skólamáltíðir í covid-fárinu. Hvað heitir þessi ungi maður?

3.   Hvaða íslenski ráðherra vakti athygli þegar hún hitti vinkonur sínar síðastliðið sumar og ekki þótti vera nógsamlega gætt að sóttvörnum?

4.   Hvaða forsætisráðherra í Evrópu fékk covid-19 á síðasta ári og mun hafa verið mjög alvarlega veikur um tíma, jafnvel settur í öndunarvél?

5.   Hvar kom niður smástirnið eða lofsteinninn sem varð banabiti risaeðlanna fyrir 65 milljónum ára? Svarið þarf að vera þokkalega nákvæmt.

6.   Hvaða samfélagsmiðla app hugðist Donald Trump banna síðastliðið haust?

7.   Við hvað starfaði Hallgrímur Pétursson lengst af?

8.   Þegar síðast fréttist: Hver á flesta fylgjendur á Twitter hér í veröld?

9.   Þann 10. maí 1940 gerðist afdrifaríkur atburður á Íslandi. Hver var sá?

10.   Úti í hinum stóra heimi gerðist sama dag annar atburður, sem verður að viðurkennast að skipti þó öllu meira máli í hinu heimssögulega samhengi hlutanna. Hvað gerðist úti í heimi 10. maí 1940?

***

Aukaspurningar:

Hér að neðan má sjá næstdýrasta málverk í heimi. Þetta abstraktverk seldist á 41 milljarð fyrir sex árum. Það var málað árið 1955 af miðaldra hollenskum málara sem þá var reyndar fluttur til Bandaríkjanna. Verkið er kallað Interchange en hver málaði það?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Minneapolis.

2.   Rashford.

3.   Þórdís Kolbrún.

4.   Boris Johnson.

5.   Á Yucatan-skaga í Mexíkó. Hins vegar dugar „Mexíkó“ ekki eitt og sér og heldur ekki „Mexíkó-flói“..

6.   Tik tok.

7.   Hann var prestur.

8.   Obama.

9.   Bretar hernámu Ísland.

10.   Þjóðverjar gerðu árás í vesturátt — inn í Holland, Belgíu, Luxemburg og Frakkland. Ekki þarf að telja upp öll löndin, það dugar að vita af árás þýskra herja í vestur.

***

Svör við aukaspurningum:

Leonardo da Vinci málaði efra verkið, Salvator mundi, eða Frelsara heimsins.

Willem de Kooning (1904-1997) málaði neðra verkið.

***

Hér er aftur hlekkur á þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár