Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

327. spurningaþraut: Hér má meðal annars sjá 2 dýrustu málverk heims

327. spurningaþraut: Hér má meðal annars sjá 2 dýrustu málverk heims

Hér er hlekkur á þraut gærdagsins.

***

Aukaspurningar:

Hér að ofan má sjá dýrasta málverk heims um þessar mundir. Það seldist á uppboði fyrir 51 milljarð króna fyrir fjórum árum. Hver málaði það?

***

Aðalspurningar:

1.   Mikil mótmæli gegn kynþáttamisrétti og -kúgun brutust út á síðasta ári eftir að svartur maður að nafni George Floyd var drepinn af lögreglumönnum í ... hvaða borg í Bandaríkjunum?

2.   Breskur fótboltamaður, leikmaður Manchester United, vakti athygli á síðasta ári fyrir herferð sem hann hóf og gekk út á að tryggja börnum ókeypis skólamáltíðir í covid-fárinu. Hvað heitir þessi ungi maður?

3.   Hvaða íslenski ráðherra vakti athygli þegar hún hitti vinkonur sínar síðastliðið sumar og ekki þótti vera nógsamlega gætt að sóttvörnum?

4.   Hvaða forsætisráðherra í Evrópu fékk covid-19 á síðasta ári og mun hafa verið mjög alvarlega veikur um tíma, jafnvel settur í öndunarvél?

5.   Hvar kom niður smástirnið eða lofsteinninn sem varð banabiti risaeðlanna fyrir 65 milljónum ára? Svarið þarf að vera þokkalega nákvæmt.

6.   Hvaða samfélagsmiðla app hugðist Donald Trump banna síðastliðið haust?

7.   Við hvað starfaði Hallgrímur Pétursson lengst af?

8.   Þegar síðast fréttist: Hver á flesta fylgjendur á Twitter hér í veröld?

9.   Þann 10. maí 1940 gerðist afdrifaríkur atburður á Íslandi. Hver var sá?

10.   Úti í hinum stóra heimi gerðist sama dag annar atburður, sem verður að viðurkennast að skipti þó öllu meira máli í hinu heimssögulega samhengi hlutanna. Hvað gerðist úti í heimi 10. maí 1940?

***

Aukaspurningar:

Hér að neðan má sjá næstdýrasta málverk í heimi. Þetta abstraktverk seldist á 41 milljarð fyrir sex árum. Það var málað árið 1955 af miðaldra hollenskum málara sem þá var reyndar fluttur til Bandaríkjanna. Verkið er kallað Interchange en hver málaði það?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Minneapolis.

2.   Rashford.

3.   Þórdís Kolbrún.

4.   Boris Johnson.

5.   Á Yucatan-skaga í Mexíkó. Hins vegar dugar „Mexíkó“ ekki eitt og sér og heldur ekki „Mexíkó-flói“..

6.   Tik tok.

7.   Hann var prestur.

8.   Obama.

9.   Bretar hernámu Ísland.

10.   Þjóðverjar gerðu árás í vesturátt — inn í Holland, Belgíu, Luxemburg og Frakkland. Ekki þarf að telja upp öll löndin, það dugar að vita af árás þýskra herja í vestur.

***

Svör við aukaspurningum:

Leonardo da Vinci málaði efra verkið, Salvator mundi, eða Frelsara heimsins.

Willem de Kooning (1904-1997) málaði neðra verkið.

***

Hér er aftur hlekkur á þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár