Í gær var spurt um lokaorð frægra skáldsagna; hér er hlekkur á þær spurningar.
***
Aukaspurningar.
Sú fyrri — lítið á myndina hér að ofan. Hvað er þetta?
***
Aðalspurningar:
1. Hvaða íslenski farfugl hefur latneska fræðiheitið sterna paradisaea?
2. Guðbjörg Matthíasdóttir heitir kona ein, mjög áhrifamikil á sínu sviði á landi. Hvað er hennar svið?
3. Hvaða heimsfrægi íþróttamaður slasaðist illa í bílslysi á dögunum?
4. Hofsá og Selá heita tvær bestu laxveiðiár landsins sem báðar falla til sjávar í sama firðinum. Hvað heitir hann?
5. Katrín mikla var keisaraynja í Rússlandi á átjándu öld. Sannleikurinn er þó sá að það var ekki rússneskur dropi í æðum hennar. Langalangafi hennar var Friðrik 3. Danakonungur en að öðru leyti var hún ...?
6. Scilly-eyjar eru svolítill klasi lítilla eyja í suðvestur frá mun stærri eyju í Evrópu. Hver er sú hin stóra eyja í nágrenni Scilly-eyja?
7. Í hvaða landi var Gamal Abel Nasser forseti á sjöunda áratugnum?
8. Hverrar þjóðar er Nóbelsverðlaunahöfundurinn Jose Saramago, sem skrifaði meðal annars bókina Blinda, sem út hefur komið á íslensku?
9. Hversu mörg eru þau tungumál sem hafa formlega stöðu sem „opinber tungumál“ á Norðurlöndunum? Átt er við í þeim fimm ríkjum sem eru að fullu stjálfstæð.
10. Hvenær fara næstu Alþingiskosningar fram — að öllu óbreyttu?
***
Seinni aukaspurning:
Hver er þetta?

***
Svör við aðalspurningum:
1. Krían.
2. Útgerð. „Bissniss“ eða eitthvað annað þvíumlíkt dugar ekki, þar sem rætur hennar eru tryggilega í útgerð.
3. Tiger Woods.
4. Vopnafjörður.
5. Þýsk.
6. Bretland. Eyjan öll er kölluð Bretland, því er „England“ ekki rétt. Og þó Írland sé í nágrenninu er talað um að Scilly-eyjar séu suðvestur af hinni ónefndu eyju, svo Írland kemur þar eigi til greina.
7. Egiftalandi.
8. Portúgal.
9. Sex. Ísland, Svíþjóð og Danmörk hafa aðeins eitt opinbert tungumál hvert. Það mun ýmsum á óvart að færeyska og grænlenska teljast ekki opinber mál í Danmörku en þannig er nú það. Í Finnlandi eru tvö opinber mál, finnska og sænska. Norðmenn hafa og tvö opinber mál — norsku og samamál.
10. Í september á þessu ári. Nákvæmari dagsetningu þarf ekki.
***
Svör við aukaspurningum:
Á fyrri myndinni er granatepli, sem heitir á ýmsum erlendum málum pomegranate eða eitthvað þar um bil. Orðið kjarnepli þekkist einnig um granateplin.
Á neðri myndinni er gríska gyðjan Aþena. Allir munu vitaskuld þekkja hana af uglunni sem var einkennisdýr hennar.
***
Athugasemdir