Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

320. spurningaþraut: Lokaorð frægra bóka — og lokasenur tveggja bíómynda

320. spurningaþraut: Lokaorð frægra bóka — og lokasenur tveggja bíómynda

Hlekkur á þrautina í gær.

***

Fyrir þrjátíu dögum spurði ég um upphafsorð frægra skáldsagna. Þá komu fram eindregnar óskir (ja, frá einum manni allavega!) um að endurtaka leikinn en spyrja þá um lokaorð skáldsagna en ekki upphafsorð. Og hér er sú þraut komin. Myndaspurningarnar snúast aftur á móti um lokasenur frægra kvikmynda.

Sú fyrri:

Skoðið myndina hér að ofan. Hvaða bíómynd endar svona?

***

Aðalspurningar eru allar eins. Hvaða bók endar svona:

1.   „Hann elskaði Stóra bróður.“

2.   „Linur Björn.“

3.   „Afar fáir skipbrotsmenn geta hrósað sér af því að hafa lifað svo lengi við hrakninga á sjó eins og hr. Patel og enginn í félagskap við fullorðinn Bengaltígur.“

4.  „Í stað þess að ausa salti í plógförin að fornum sið komu nú til skjalanna tveir þrekvaxnir menn með prjónahúfur, þeir komu á gamalli dráttarvél með aftanívagn og eftir að hafa kastað nokkrum rekum moldar lögðu þeir grænt torf yfir reitinn þar sem Gamla húsið stóð ...“

5.   „Eru einhverjar spurningar?“

6.   „Eftir eru aðeins nokkrir vængbreiðir nöturlegir mávar á sveimi, fuglar vetrarins, þeir hinir sömu sem verptu eggjum sínum á naktar klettasyllurnar í vor.“

7.   „Ég hljóp með vindinn blásandi framan í mig og með bros eins breitt og Pansjer-dalur á vörunum. Ég hljóp.“

8.  „Dýrin úti litu frá svíni til manns og frá manni til svíns og aftur frá svíni til manns en nú þegar var ógjörningur að segja hver væri hvað.“

9.   Rétt er að taka fram að ég er ekki viss um að mjög margir hafi í rauninni lesið þau lokaorð frægrar sögu sem hér fylgja á eftir. Með því að skoða textann vel ætti þó að vera hægt að giska á hvað hér er á ferð:  — „Að lokum sá hún fyrir sér hvernig þessi sama litla systir myndi í framtíðinni vera orðin fullorðin kona og hvernig henni myndi lánast gegnum öll sín fullorðinsár að halda í einfalt og ástríkt barnshjartað, og hvernig hún myndi safna kringum sig öðrum litlum börnum og augu þeirra myndu blika af ákafa og spennu yfir ótal skrýtnum sögum, kannski jafnvel draumum frá [TILTEKNU LANDI] frá því fyrir löngu, og hún myndi upplifa með þeim allar þeirra einföldu sorgir og líka finna með þeim hinar einföldu gleðistundir og muna eftir því þegar hún var sjálf barn og sumardagarnir svo hamingjuríkir.“

10.   „Síðan héldu þau áfram.“

***

Seinni myndaspurning:

Eftir mikinn atgang og heilmikinn kulda og blóð, þá endar fræg glæpamynd frá 1996 með þeirri friðsælu og hlýlegu senu sem sést á skjáskotinu hér að neðan. Hvaða mynd er það?

***

Svör við aðalspurningum. Ekki er nauðsynlegt að þekkja höfundana, þótt ég tilgreini þá hér.

1.   1984 eftir George Orwell.

2.   101 Reykjavík eftir Hallgrím Helgason.

3.   Life of Pi eftir Yann Martel.

4.   Gulleyjan eftir Einar Kárason.

5.   Saga þernunnar eftir Margaret Atwood.

6.   Salka Valka eftir Halldór Laxness.

7.   Flugdrekahlauparinn eftir Khaled Hosseini.

8.   Animal Farm eftir George Orwell.

9.   Lísa í Undralandi eftir Lewis Carroll.

10.   Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness.

***

Svör  við myndaspurningum:

Efri myndin sýnir lokaskot Apaplánetunnar frá 1968.

Neðri myndin er lokaskotið úr Fargo þeirra Coen-bræðra.

***

Aftur hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár