Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hægt að bólusetja meginþorra þjóðarinnar á fyrri helmingi næsta árs

Bú­ið er að tryggja bólu­efni fyr­ir meira en alla ís­lensku þjóð­ina með samn­ing­um við fjög­ur lyfja­fyr­ir­tæki. Bú­ið er að und­ir­rita tvö samn­inga og stutt í að hinir tveir klárist. Tal­ið er að hægt verði að bólu­setja meg­in­hluta þjóð­ar­inn­ar á næstu þrem­ur til fimm mán­uð­um.

Talið er að hægt verði að bólusetja meginþorra þjóðarinnar á næstu þremur til fimm mánuðum. Búið er að tryggja bóluefni fyrir meira en alla íslensku þjóðina þó enn eigi eftir að skrifa undir samninga við tvö fyrirtæki þar um. Þetta kom fram í máli Ástu Valdi­mars­dótt­ur, ráðu­neyt­is­stjóra í Heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis nú fyrir skemmstu. 

Pfizer lyfjafyrirtækið mun fá markaðsleyfi í Evrópu fyrir bóluefni sitt í dag, að öllu óbreyttu. Á milli jóla og nýárs munu berast hingað til landa tíu þúsund skammtar af bóluefni fyrirtækisins, rétt eins og til allra annarra landa innan ESB og EES. Unnið er að því að skipuleggja bólusetningu landsmanna. 

Samkvæmt plani Pfizer munu Íslendingar fá 50 þúsund skammta af bóluefni Pfizer fram í mars mánuð, sem dugar til að bólusetja 25 þúsund manns. Þá er vonast eftir að Moderna fái markaðsleyfi í Evrópu 6. janúar næstkomandi og þá mun skýrast hversu hratt Ísland fær bóluefni frá því fyrirtæki. 

Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, sagði einnig að bóluefni muni koma mjög þétt á markað á næstunni, stutt sé í bóluefni frá fyrirtækjunum Jansen og AstraZenica. Því þurfi að horfa til þess einnig að Íslandi muni berast bóluefni frá þeim fyrirtækjum. Þá sé einnig mikilvægt að horfa til þess hvernig öðrum þjóðum Evrópu muni takast til við bólusetningar, því það muni gagnast efnahagslífi álfunnar allrar og þar með okkar. 

   

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Upplýsingafundir um Covid-19

Enginn afsláttur af sóttkvíarreglum þó smit komi upp í skólum
StreymiUpplýsingafundir um Covid-19

Eng­inn af­slátt­ur af sótt­kví­ar­regl­um þó smit komi upp í skól­um

Komi Covid smit upp í skól­um munu þeir sem út­sett­ir kunna að hafa ver­ið fyr­ir veirunni að fara í sótt­kví líkt og ver­ið hef­ur. Eng­inn af­slátt­ur verð­ur gef­inn þar á nú frem­ur en áð­ur, seg­ir Þórólf­ur Guðna­son sótt­varn­ar­lækn­ir. Mun meira er um að al­var­lega veik­ir ein­stak­ling­ar komi beint inn á spít­al­ann í inn­lögn en ver­ið hef­ur en hafi ekki við­komu á Covid-göngu­deild fyrst. Það á við um þrjá af þeim níu sjúk­ling­um sem lagst hafa inn á gjör­gæslu­deild í þess­ari bylgju far­ald­urs­ins.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár