Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Bóluefni tefst og lengra þar til hjarðónæmi næst

Lengra er þang­að til hjarð­ónæmi næst gegn Covid-19 held­ur en von­ast var til. Ástæð­an er sú að færri skammt­ar af bólu­efni munu koma til lands­ins held­ur en von var á næstu vik­ur, vegna hrá­efn­is­skorts hjá lyfja­fyr­ir­tæk­inu Pfizer. Bólu­setn­ing mun samt sem áð­ur lík­lega hefjast milli jóla og ný­árs.

Ekki munu nema um fimm þúsund skammtar af bóluefni gegn Covid-19 veirunni berast til landsins í fyrstu sendingu. Sú sending er væntanleg á næstu dögum og vonast er til að hægt verði að byrja að bólusetja framlínustarfsfólk, um eitt þúsund manns, og aldraða, um þrjú til fjögur þúsund manns, milli jóla og nýárs. Næsta sending kemur í janúar eða febrúar og mun innihalda um átta þúsund skammta. Hjarðónæmi verður væntanlega ekki náð fyrr en um mitt næsta ár eða seinni part ársins. 

Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Þar kom fram að Ísland hefði gert samninga um að fá 85 þúsund skammta af bóluefni frá lyfjafyrirtækinu Pfizer en vegna hráefnisskorts seinkaði framleiðslu fyrirtækisins á bóluefninu. Óvíst væri hvenær næstu skammtar af bóluefninu myndu berast, eftir þá átta þúsund skammta sem berast eiga í upphafi næsta árs. 

Þá sagði Þórólfur að ekki væri hægt að reikna með að fá önnur bóluefni fyrr en um mitt næsta ár, en Ísland hefur auk samningana við Pfizer tryggt sér bóluefni frá Moderna og AstraZeneca. Fyrrnefnda bóluefnið verður tekið til afgreiðslu af Lyfjastofnun Bandaríkjanna í dag og er búist við að notkun þess verði heimiluð. 

Alma Möller landlæknir sagði markmið bólusetningar vera að ná hjarðónæmi og til þess að svo mætti verða þyrfti að bólusetja 65 prósent þjóðarinnar. Í ljósi vandkvæða við framleiðslu Pfizer á bóluefni sínu og þess að ekki væri búist við öðrum bóluefnum á næstunni er líklegt að hjarðónæmi náist ekki hér á landi fyrr en í fyrsta lagi um mitt næsta ár og jafnvel ekki fyrr en á seinni hluta ársins. 

Ingileif Jónsdóttir, pró­fess­or við lækna­deild Há­skóla Ís­lands og deild­ar­stjóri hjá Ís­lenskri erfða­grein­ingu, sagði að þrátt fyrir flýtiafgreiðslu á bóluefni Pfizer og mögulega annarra bóluefna væru þau fullkomlega jafn örugg og önnur bóluefni. Gríðarlega mikill ávinningur væri af því fyrir flesta einstaklinga og samfélagið allt að fá bólusetningu. Ávinningurinn væri miklu meiri en áhættan, þó alltaf gætu komið upp aukaverkanir. Þær aukaverkanir sem væru alvarlegar væru hins vegar afar sjaldgæfar, mögulega einn á móti hálfri til einni milljón. Þá sýndu bólefni Pfizer og Moderna mikið öryggi og mikla vernd, 94-95 prósent vernd gegn veirunni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Upplýsingafundir um Covid-19

Enginn afsláttur af sóttkvíarreglum þó smit komi upp í skólum
StreymiUpplýsingafundir um Covid-19

Eng­inn af­slátt­ur af sótt­kví­ar­regl­um þó smit komi upp í skól­um

Komi Covid smit upp í skól­um munu þeir sem út­sett­ir kunna að hafa ver­ið fyr­ir veirunni að fara í sótt­kví líkt og ver­ið hef­ur. Eng­inn af­slátt­ur verð­ur gef­inn þar á nú frem­ur en áð­ur, seg­ir Þórólf­ur Guðna­son sótt­varn­ar­lækn­ir. Mun meira er um að al­var­lega veik­ir ein­stak­ling­ar komi beint inn á spít­al­ann í inn­lögn en ver­ið hef­ur en hafi ekki við­komu á Covid-göngu­deild fyrst. Það á við um þrjá af þeim níu sjúk­ling­um sem lagst hafa inn á gjör­gæslu­deild í þess­ari bylgju far­ald­urs­ins.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár