„Ég hitti Alex fyrst til þess að bjóða honum aðstoð við fjármálin en hann urraði á mig,“ segir Valur Bjarnason félagsráðgjafi, sem starfaði lengi vel á Laugarás, meðferðargeðdeild Landspítalans fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 25 ára með alvarlega geðrofssjúkdóma á byrjunarstigi. Þar tók Valur á móti Alex Guðjónssyni, ungum strák sem glímdi við alvarleg veikindi vegna geðklofa. Alex lenti á geðdeild eftir sjálfsvígstilraun sem var tilkomin vegna ranghugmynda og dvaldi mánuðum saman inni á lokaðri deild. Í gegnum úrræði sem Valur tók þátt í að innleiða á Laugarási átti Alex eftir að öðlast annað og betra líf.
Úrræðið sem um ræðir byggir á IPS-hugmyndafræðinni og krefst þess að heilbrigðiskerfið, félagsráðgjafi og atvinnuráðgjafi vinni saman að því marki að koma ungu fólki með alvarlega geðsjúkdóma aftur út á atvinnumarkað og í samkeppnishæf störf. Rík ástæða var til að bregðast við …
Athugasemdir