Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hverfastemningin heillar

Í af­ar fal­legu stein­uðu húsi á Víði­mel í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur býr Sigrún Guð­munds­dótt­ir en hún er ann­ar eig­enda Pastel blóma­stúd­íó. Sigrún tók vel á móti blaða­manni og ljós­mynd­ara í skemmti­legri bjartri íbúð þar sem úir og grú­ir af áhuga­verð­um mun­um og and­inn er hlý­leg­ur.

Hverfastemningin heillar

Sigrún flutti inn í september í fyrra en bjó áður hinum megin í Vesturbænum við Seltjarnarnesið. „Ég flutti inn til kærastans míns sem er búinn að eiga þessa íbúð og búa í henni í fimmtán ár. Hún hentar okkur einstaklega vel, er stærri en sú sem ég var í en með okkur býr dóttir mín og strákurinn hans. Þetta er besta mögulega staðsetningin fyrir okkur enda er dóttir mín, Matthildur, í Melaskóla.“

Íbúðin er töluvert stór og afar björt og státar af einstaklega fallegum gluggum. Aðspurð um hennar eftirlætisstað í íbúðinni nefnir hún stofuna. „Mér finnst svo gott að sitja þar og slappa af en stofan er mjög björt og það er svo fallegt útsýni út um gluggana. Við erum öll sem búum hér með okkar eftirlætisstaði.“

Sankar að sér hlutum með sögu

Mikið er af áhugaverðum hlutum á heimilinu en Sigrún segir kærasta sinn vera mikinn safnara. Þegar hún …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár