Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Síðasti dagurinn til að vera laus úr sóttkví yfir hátíðirnar er 18. desember

Hafi fólk sem ætl­ar að koma heim til Ís­lands frá út­lönd­um í des­em­ber ekki í huga að eyða há­tíð­un­um í sótt­kví þarf það að kom­ið til lands­ins í síð­asta lagi 18. des­em­ber. Þetta kom fram á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna nú á tólfta tím­an­um.

Ef námsmenn og aðrir sem hyggjast koma til Íslands yfir hátíðarnar vilja komast hjá því að eyða þeim í sóttkví, þurfa þeir að vera komnir hingað til lands í síðasta lagi 18. desember. Samkvæmt farþegaspám mun farþegafjöldi hingað til lands aukast talsvert eftir því sem líður á næsta mánuð, þega nær dragi jólum.

Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna á tólfta tímanum. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, sagði að embættið væri vel undirbúið fyrir aukinn farþegafjölda til landsins. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir og Már Kristjánsson, yfirlæknir sóttvarnardeildar Landspítala, lögðu mikla áherslu á að stöðva yrði innkomu veirunnar á landamærunum, til þess að verja þann árangur sem náðst hefði í baráttunni gegn faraldrinum nú. Þeim hefur fækkað jafnt og þétt sem velja fjórtán daga sóttkví eftir komuna til landsins og flestir fara í skimun. Það er ekki síst að þakka góðu starfi landamæravarða, sagði Víðir. 

Þær takmarkanir sem nú eru í gildi í samfélaginu gilda til og með 1. desember næstkomandi. Þórólfur sagði á fundinum að hann gerði ráð fyrir að hann myndi skila tillögum um breytingar á takmörkunum í kringum næstu helgi, og jafnframt að hann myndi gera það að tillögu sinni að þær takmarkanir myndu gilda út árið. Enn fremur sagði hann í ljósi þess að vel virtist vera að ganga að ná tökum á faraldrinum væri ástæða til að slaka á takmörkunum. Hann gaf þó ekkert út um í hvaða mæli það myndi verða. 

Lýsingu á helstu atriðum sem komu fram á fundinum má lesa hér að neðan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Upplýsingafundir um Covid-19

Enginn afsláttur af sóttkvíarreglum þó smit komi upp í skólum
StreymiUpplýsingafundir um Covid-19

Eng­inn af­slátt­ur af sótt­kví­ar­regl­um þó smit komi upp í skól­um

Komi Covid smit upp í skól­um munu þeir sem út­sett­ir kunna að hafa ver­ið fyr­ir veirunni að fara í sótt­kví líkt og ver­ið hef­ur. Eng­inn af­slátt­ur verð­ur gef­inn þar á nú frem­ur en áð­ur, seg­ir Þórólf­ur Guðna­son sótt­varn­ar­lækn­ir. Mun meira er um að al­var­lega veik­ir ein­stak­ling­ar komi beint inn á spít­al­ann í inn­lögn en ver­ið hef­ur en hafi ekki við­komu á Covid-göngu­deild fyrst. Það á við um þrjá af þeim níu sjúk­ling­um sem lagst hafa inn á gjör­gæslu­deild í þess­ari bylgju far­ald­urs­ins.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár