Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Trump lýsir yfir sigri, þvert á talningu

Nið­ur­stöð­ur for­seta­kosn­inga vest­an­hafs liggja ekki fyr­ir og at­kvæði úr póst­kosn­ingu eru mörg ótal­in. Engu að síð­ur seg­ist Don­ald Trump for­seti hafa unn­ið og boð­ar bar­áttu fyr­ir hæsta­rétti.

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa sigrað kosningarnar, þrátt fyrir að talningu sé langt frá því lokið í mörgum lykilríkjum sem valda úrslitum um hvaða frambjóðandi vinnur. Hann segist munu berjast fyrir hæstarétti til að vinna kosningarnar.

Tilkynnti Trump þetta í ræðu fyrir stuðningsmönnum sínum rétt í þessu. Fréttamenn í sjónvarpi leiðréttu málflutning hans samstundis eftir að honum var lokið, en niðurstöður kosninganna liggja ekki fyrir og munu líklega ekki gera með óformlegum hætti fyrr en á næstu dögum.

„Þetta eru svik gegn bandarískum almenningi, þetta er þjóðarskömm, við erum tilbúin til að vinna þessar kosningar og, í hreinskilni, unnum við þessar kosningar,“ sagði forsetinn.

Sagði Trump að hæstiréttur gæti þurft að skera úr um niðurstöðuna, en árið 2000 stöðvaði rétturinn endurtalningu atkvæða í Flórída þegar George W. Bush og Al Gore börðust um forsetaembættið. Trump skipaði nýlega nýjan dómara við réttinn, Amy Coney Barrett, eftir andlát Ruth Bader Ginsburg. Þykir Barrett íhaldssöm og nýtur hún stuðnings Repúblikanaflokks forsetans.

Ungir stuðningsmenn TrumpÞessir krakkar og foreldrar þeirra létu vel í sér heyra við kjörstað í Miami.
Black Lives MatterTyrone Carter, fyrrum NFL leikmaður, ásamt ungum stuðningsmönnum Joe Biden.

Ekki verður skorið úr um sigurvegara í ríkjunum Pennsylvania og Michigan fyrr en í vikulok, en Joe Biden, frambjóðandi Demókrata þarf að ná árangri þar til að tryggja sér sigurinn. CBS fréttastofan tilkynnti rétt í þessu að Biden hefði unnið í ríkinu Virginia. Wisconsin og Georgia eru einnig í spilinu fyrir báða frambjóðendur. Mjótt er því á mununum og óvíst hvor frambjóðendanna vinnur þar til atkvæði úr póstkosningu hafa verið talin.

Joe Biden og Jill BidenForsetaframbjóðandinn og eiginkona hans í Chase Center í Wilmington í nótt.
Donald Trump og Melania TrumpForsetinn og eiginkona hans í Hvíta húsinu snemma í morgun.

Samkvæmt öllum helstu fréttastofum hefur Trump unnið í Flórída, Texas og Ohio.  Alls þarf frambjóðandi að hljóta 270 kjörmenn til þess að vinna, en fjöldi þeirra er mismunandi eftir ríkjum. Fréttastofur vestanhafs segja Biden nú hafa fengið 225 kjörmenn, en Trump 213.

Stuðningsmenn BidenÁhyggjufullir stuðningsmenn Joe Biden fylgjast með úrslitum kosninganna á risaskjá við Hvíta húsið í nótt.
FagnaðarlætiStuðningsmenn Trump fagna á kosningavöku í skotfæraversluninni Huron Vally Guns í Michigan í nótt.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár