Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Starfsfólk launalaust fjórum mánuðum eftir gjaldþrot Sternu

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­ið Sterna var sett í gjald­þrot í mars og starfs­fólk­inu sagt upp, en síð­an var gjald­þrot­ið dreg­ið til baka. Fjór­um mán­uð­um síð­ar hafa fjöl­marg­ir ekki enn feng­ið laun eða upp­sagn­ar­frest borg­að­an frá fyr­ir­tæk­inu. Starf­andi fram­kvæmda­stjóri neit­ar því ekki að fyr­ir­tæk­ið sé hugs­an­lega að skipta um kenni­tölu.

Þegar Sterna, ferðaþjónustufyrirtækið með kríumerkið, lýsti yfir gjaldþroti 4. mars síðastliðinn skelfdi það ferðaþjónustuna. Fyrirtækið hafði verið rekið frá árinu 2002 og var vottað sem fyrsta flokks þjónustuaðili af TripAdvisor árin 2015–2019. Gjaldþrotið skall svo fljótt á að sumir starfsmenn fréttu ekki af því fyrr en nokkrum vinnudögum síðar.

Nokkrum dögum síðar var sett á samkomubann og því horfðu á annan tug starfsmanna fram á að ganga inn í COVID-19 faraldurinn atvinnulausir, en gjaldþrotið tengdist ekki veirunni. Skiptastjóri þrotabúsins sagði öllu starfsfólkinu upp, en mikill fjöldi verktaka vann þar. Vegna gjaldþrots voru laun í uppsagnarfresti tryggð af ábyrgðarsjóði launa. En tveimur vikum síðar var beiðni um gjaldþrotaskipti dregin til baka og því hvarf ríkisábyrgðin af launakröfum starfsfólksins.

Nú, rúmum fjórum mánuðum síðar, hefur fyrrverandi starfsfólk ekki enn fengið uppsagnarfrest sinn útborgaðan. Þar að auki skuldar fyrirtækið mörgu starfsfólki enn vangoldin laun frá febrúar og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Réttindabrot á vinnumarkaði

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár