Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

80. spurningaþraut: Bandaríkjaforsetar og frambjóðendur

80. spurningaþraut: Bandaríkjaforsetar og frambjóðendur

Allar spurningarnar snúast um sama efnið, eins og venjulega þegar tala spurningaþrautarinnar endar á núll. Nú eru það Bandaríkjaforsetar og frambjóðendur sem málið snýst um.

Aukaspurningar: Á myndinni hér að ofan sver einn Bandaríkjaforseti embættiseið sinn við frekar óvenjulegar aðstæður. Hver er sá?

Á neðri myndinni má sjá Bandaríkjaforseta einn heilsa hermanni, sem síðar varð forsetaefni sjálfur. Hvað heita þessir tveir menn?

En hér eru almennu spurningarnar:

1.   Hver var forsetaefni Repúblikana gegn Barack Obama árið 2012?

2.   Hvaða Bandaríkjaforseti sagði: „Herra Gorbatsjov, rífðu niður þennan múr“?

3.   Hver hefur verið Bandaríkjaforseti lengst allra?

4.   Hver er fyrsta konan sem var forsetaefni annars stóru flokkanna í Bandaríkjunum?

5.   Hversu margir Bandaríkjaforsetar hafa verið myrtir í embætti?

6.   Einn Bandaríkjaforseti fæddist í tíu þúsund manna smábæ sem heitir Hope í Arkansas árið 1946. Hver er hann?

7.   Faðir Obama forseta fæddist og dó í Afríkulandi einu. Hvaða land er það?

8.   Einn Bandaríkjaforseti hafði ekki ensku að móðurmáli. Hver var hann?

9.   Vegna kjörmannakerfisins í bandarískum stjórnmálum náði Donald Trump kjöri 2016 þótt hann fengi færri atkvæði en mótframbjóðandi hans. Það gerðist einnig árið 2000 þegar George W. Bush varð forseti þótt hann fengi færri atkvæði en ... ja, hver?

10.   Eitt af því sem gerðist á 19. öldinni var að Jón Ólafsson ritstjóri fór í heimsókn til Bandaríkjanna og lenti þar á fylleríi með Bandaríkjaforseta. Hvað hét sá forseti?

Hér eru þá svörin:

1.   Romney.

2.   Reagan.

3.   Franklin D. Roosevelt.

4.   Hillary Clinton.

5.   Fjórir.

6.   Bill Clinton.

7.   Keníu.

8.   Van Buren, forseti 1837-1841. Hann var af hollenskum ættum og hollenska var töluð á æskuheimili hans í New York-ríki.

9.   Gore.

10.   Grant.

Á efri myndinni sver Lyndon B. Johnson embættiseið.

Á neðri myndinni heilsar Nixon forseti John McCain, sem var forsetaefni Repúblikana 2008.

Hér eru spurningar frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár