Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

80. spurningaþraut: Bandaríkjaforsetar og frambjóðendur

80. spurningaþraut: Bandaríkjaforsetar og frambjóðendur

Allar spurningarnar snúast um sama efnið, eins og venjulega þegar tala spurningaþrautarinnar endar á núll. Nú eru það Bandaríkjaforsetar og frambjóðendur sem málið snýst um.

Aukaspurningar: Á myndinni hér að ofan sver einn Bandaríkjaforseti embættiseið sinn við frekar óvenjulegar aðstæður. Hver er sá?

Á neðri myndinni má sjá Bandaríkjaforseta einn heilsa hermanni, sem síðar varð forsetaefni sjálfur. Hvað heita þessir tveir menn?

En hér eru almennu spurningarnar:

1.   Hver var forsetaefni Repúblikana gegn Barack Obama árið 2012?

2.   Hvaða Bandaríkjaforseti sagði: „Herra Gorbatsjov, rífðu niður þennan múr“?

3.   Hver hefur verið Bandaríkjaforseti lengst allra?

4.   Hver er fyrsta konan sem var forsetaefni annars stóru flokkanna í Bandaríkjunum?

5.   Hversu margir Bandaríkjaforsetar hafa verið myrtir í embætti?

6.   Einn Bandaríkjaforseti fæddist í tíu þúsund manna smábæ sem heitir Hope í Arkansas árið 1946. Hver er hann?

7.   Faðir Obama forseta fæddist og dó í Afríkulandi einu. Hvaða land er það?

8.   Einn Bandaríkjaforseti hafði ekki ensku að móðurmáli. Hver var hann?

9.   Vegna kjörmannakerfisins í bandarískum stjórnmálum náði Donald Trump kjöri 2016 þótt hann fengi færri atkvæði en mótframbjóðandi hans. Það gerðist einnig árið 2000 þegar George W. Bush varð forseti þótt hann fengi færri atkvæði en ... ja, hver?

10.   Eitt af því sem gerðist á 19. öldinni var að Jón Ólafsson ritstjóri fór í heimsókn til Bandaríkjanna og lenti þar á fylleríi með Bandaríkjaforseta. Hvað hét sá forseti?

Hér eru þá svörin:

1.   Romney.

2.   Reagan.

3.   Franklin D. Roosevelt.

4.   Hillary Clinton.

5.   Fjórir.

6.   Bill Clinton.

7.   Keníu.

8.   Van Buren, forseti 1837-1841. Hann var af hollenskum ættum og hollenska var töluð á æskuheimili hans í New York-ríki.

9.   Gore.

10.   Grant.

Á efri myndinni sver Lyndon B. Johnson embættiseið.

Á neðri myndinni heilsar Nixon forseti John McCain, sem var forsetaefni Repúblikana 2008.

Hér eru spurningar frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár