Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

80. spurningaþraut: Bandaríkjaforsetar og frambjóðendur

80. spurningaþraut: Bandaríkjaforsetar og frambjóðendur

Allar spurningarnar snúast um sama efnið, eins og venjulega þegar tala spurningaþrautarinnar endar á núll. Nú eru það Bandaríkjaforsetar og frambjóðendur sem málið snýst um.

Aukaspurningar: Á myndinni hér að ofan sver einn Bandaríkjaforseti embættiseið sinn við frekar óvenjulegar aðstæður. Hver er sá?

Á neðri myndinni má sjá Bandaríkjaforseta einn heilsa hermanni, sem síðar varð forsetaefni sjálfur. Hvað heita þessir tveir menn?

En hér eru almennu spurningarnar:

1.   Hver var forsetaefni Repúblikana gegn Barack Obama árið 2012?

2.   Hvaða Bandaríkjaforseti sagði: „Herra Gorbatsjov, rífðu niður þennan múr“?

3.   Hver hefur verið Bandaríkjaforseti lengst allra?

4.   Hver er fyrsta konan sem var forsetaefni annars stóru flokkanna í Bandaríkjunum?

5.   Hversu margir Bandaríkjaforsetar hafa verið myrtir í embætti?

6.   Einn Bandaríkjaforseti fæddist í tíu þúsund manna smábæ sem heitir Hope í Arkansas árið 1946. Hver er hann?

7.   Faðir Obama forseta fæddist og dó í Afríkulandi einu. Hvaða land er það?

8.   Einn Bandaríkjaforseti hafði ekki ensku að móðurmáli. Hver var hann?

9.   Vegna kjörmannakerfisins í bandarískum stjórnmálum náði Donald Trump kjöri 2016 þótt hann fengi færri atkvæði en mótframbjóðandi hans. Það gerðist einnig árið 2000 þegar George W. Bush varð forseti þótt hann fengi færri atkvæði en ... ja, hver?

10.   Eitt af því sem gerðist á 19. öldinni var að Jón Ólafsson ritstjóri fór í heimsókn til Bandaríkjanna og lenti þar á fylleríi með Bandaríkjaforseta. Hvað hét sá forseti?

Hér eru þá svörin:

1.   Romney.

2.   Reagan.

3.   Franklin D. Roosevelt.

4.   Hillary Clinton.

5.   Fjórir.

6.   Bill Clinton.

7.   Keníu.

8.   Van Buren, forseti 1837-1841. Hann var af hollenskum ættum og hollenska var töluð á æskuheimili hans í New York-ríki.

9.   Gore.

10.   Grant.

Á efri myndinni sver Lyndon B. Johnson embættiseið.

Á neðri myndinni heilsar Nixon forseti John McCain, sem var forsetaefni Repúblikana 2008.

Hér eru spurningar frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu