Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

72. spurningaþraut: Aldrei þessu vant þarf ekki hárnákvæmt svar við einni spurningunni

72. spurningaþraut: Aldrei þessu vant þarf ekki hárnákvæmt svar við einni spurningunni

Aukaspurningar:

Á myndinni að ofan, hver er konan?

Á myndinni að neðan, hvað er þetta?

Og aðalspurningar:

1.   Hvað heitir forseti Frakklands?

2.   Hvað hét forsetinn sem hann leysti af hólmi?

3.   Í hvaða heimsálfu er ríkið Belize?

4.   Hvað eru photon og gluon? Svarið þarf ekki að vera hárnákvæmt.

5.   Empire State byggingin í New York-borg í Bandaríkjunum er ein þekktasta bygging heimsins og var lengi hæsta mannvirki heims. En af hverju er nafnið „Empire State“ dregið?

6.   Spánverjar urðu heimsmeistarar í fótbolta karla í fyrsta sinn 2010. Hvað hét markvörðurinn í því liði?

7.   „Andið eðlilega“ heitir kvikmynd sem frumsýnd var 2018 og kveikti bæði athygli og lof. Hver leikstýrði myndinni?

8.   Hörður Grímsson heitir lögreglumaður nokkur, hávaxinn, kannski svolítið hryssingslegur í fasi en þó vitaskuld með hjarta úr gulli. Hann er reyndar ekki alvöru manneskja heldur skáldsagnapersóna sem kemur við sögu í mörgum skáldsögum eftir ... ja, hvern?

9.   Einu sinni vildi svo til að Jesúa frá Nasaret mætti í brúðkaup og veislugestir urðu uppiskroppa með vín. Hann var þá ekki í vandræðum með að breyta vatni í vín og gat gleðin svo haldið áfram. En hvar var brúðkaupið haldið?

10.   Árið 1917 lauk Kristín Ólafsdóttir áfanga nokkrum í Reykjavík sem engin kona á Íslandi hafði áður lokið. Hver var hann?

1.   Emmanuel Macron.

2.   Francois Hollande.

3.   Norður-Ameríku. „Mið-Ameríku“ er rangt svar, þar sem engin heimsálfa heitir því nafni.

4.   Öreindir í atómkjarna. Photon nefnist ljóseind á íslensku og gluon límeind, en það dugar að vita að þetta séu smákvikindi einhver innan í atómum.

5.   New York-ríki. „Empire State“ er gælunafn ríkisins frá gamalli tíð.

6.   Iker Casillas.

7.   Ísold Uggadóttir.

8.   Stefán Mána.

9.   Kana.

10.   Hún lauk fyrst kvenna háskólaprófi hér á landi. Hún varð um leið fyrsta konan sem lauk læknanámi á Íslandi.

Konan á efri myndinni er dansarinn Isadora Duncan.

Á neðri myndinni er hluti brasilíska fánans, sem lítur annars svona út í heild:

En gætið svo að því, að einmitt hérna er linkur yfir á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár