72. spurningaþraut: Aldrei þessu vant þarf ekki hárnákvæmt svar við einni spurningunni

72. spurningaþraut: Aldrei þessu vant þarf ekki hárnákvæmt svar við einni spurningunni

Aukaspurningar:

Á myndinni að ofan, hver er konan?

Á myndinni að neðan, hvað er þetta?

Og aðalspurningar:

1.   Hvað heitir forseti Frakklands?

2.   Hvað hét forsetinn sem hann leysti af hólmi?

3.   Í hvaða heimsálfu er ríkið Belize?

4.   Hvað eru photon og gluon? Svarið þarf ekki að vera hárnákvæmt.

5.   Empire State byggingin í New York-borg í Bandaríkjunum er ein þekktasta bygging heimsins og var lengi hæsta mannvirki heims. En af hverju er nafnið „Empire State“ dregið?

6.   Spánverjar urðu heimsmeistarar í fótbolta karla í fyrsta sinn 2010. Hvað hét markvörðurinn í því liði?

7.   „Andið eðlilega“ heitir kvikmynd sem frumsýnd var 2018 og kveikti bæði athygli og lof. Hver leikstýrði myndinni?

8.   Hörður Grímsson heitir lögreglumaður nokkur, hávaxinn, kannski svolítið hryssingslegur í fasi en þó vitaskuld með hjarta úr gulli. Hann er reyndar ekki alvöru manneskja heldur skáldsagnapersóna sem kemur við sögu í mörgum skáldsögum eftir ... ja, hvern?

9.   Einu sinni vildi svo til að Jesúa frá Nasaret mætti í brúðkaup og veislugestir urðu uppiskroppa með vín. Hann var þá ekki í vandræðum með að breyta vatni í vín og gat gleðin svo haldið áfram. En hvar var brúðkaupið haldið?

10.   Árið 1917 lauk Kristín Ólafsdóttir áfanga nokkrum í Reykjavík sem engin kona á Íslandi hafði áður lokið. Hver var hann?

1.   Emmanuel Macron.

2.   Francois Hollande.

3.   Norður-Ameríku. „Mið-Ameríku“ er rangt svar, þar sem engin heimsálfa heitir því nafni.

4.   Öreindir í atómkjarna. Photon nefnist ljóseind á íslensku og gluon límeind, en það dugar að vita að þetta séu smákvikindi einhver innan í atómum.

5.   New York-ríki. „Empire State“ er gælunafn ríkisins frá gamalli tíð.

6.   Iker Casillas.

7.   Ísold Uggadóttir.

8.   Stefán Mána.

9.   Kana.

10.   Hún lauk fyrst kvenna háskólaprófi hér á landi. Hún varð um leið fyrsta konan sem lauk læknanámi á Íslandi.

Konan á efri myndinni er dansarinn Isadora Duncan.

Á neðri myndinni er hluti brasilíska fánans, sem lítur annars svona út í heild:

En gætið svo að því, að einmitt hérna er linkur yfir á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár