Aukaspurningar:
Á myndinni að ofan, hver er konan?
Á myndinni að neðan, hvað er þetta?
Og aðalspurningar:
1. Hvað heitir forseti Frakklands?
2. Hvað hét forsetinn sem hann leysti af hólmi?
3. Í hvaða heimsálfu er ríkið Belize?
4. Hvað eru photon og gluon? Svarið þarf ekki að vera hárnákvæmt.
5. Empire State byggingin í New York-borg í Bandaríkjunum er ein þekktasta bygging heimsins og var lengi hæsta mannvirki heims. En af hverju er nafnið „Empire State“ dregið?
6. Spánverjar urðu heimsmeistarar í fótbolta karla í fyrsta sinn 2010. Hvað hét markvörðurinn í því liði?
7. „Andið eðlilega“ heitir kvikmynd sem frumsýnd var 2018 og kveikti bæði athygli og lof. Hver leikstýrði myndinni?
8. Hörður Grímsson heitir lögreglumaður nokkur, hávaxinn, kannski svolítið hryssingslegur í fasi en þó vitaskuld með hjarta úr gulli. Hann er reyndar ekki alvöru manneskja heldur skáldsagnapersóna sem kemur við sögu í mörgum skáldsögum eftir ... ja, hvern?
9. Einu sinni vildi svo til að Jesúa frá Nasaret mætti í brúðkaup og veislugestir urðu uppiskroppa með vín. Hann var þá ekki í vandræðum með að breyta vatni í vín og gat gleðin svo haldið áfram. En hvar var brúðkaupið haldið?
10. Árið 1917 lauk Kristín Ólafsdóttir áfanga nokkrum í Reykjavík sem engin kona á Íslandi hafði áður lokið. Hver var hann?

1. Emmanuel Macron.
2. Francois Hollande.
3. Norður-Ameríku. „Mið-Ameríku“ er rangt svar, þar sem engin heimsálfa heitir því nafni.
4. Öreindir í atómkjarna. Photon nefnist ljóseind á íslensku og gluon límeind, en það dugar að vita að þetta séu smákvikindi einhver innan í atómum.
5. New York-ríki. „Empire State“ er gælunafn ríkisins frá gamalli tíð.
6. Iker Casillas.
7. Ísold Uggadóttir.
8. Stefán Mána.
9. Kana.
10. Hún lauk fyrst kvenna háskólaprófi hér á landi. Hún varð um leið fyrsta konan sem lauk læknanámi á Íslandi.
Konan á efri myndinni er dansarinn Isadora Duncan.
Á neðri myndinni er hluti brasilíska fánans, sem lítur annars svona út í heild:

En gætið svo að því, að einmitt hérna er linkur yfir á þrautina frá í gær.
Athugasemdir