Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Skipulag og húsnæði eftir heimsfaraldur

Þétt­ing byggð­ar er kom­in til að vera og sömu­leið­is fólks­fjölg­un í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­um höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, ef marka má sér­fræð­inga sem Stund­in ræddi við um hús­næð­is­upp­bygg­ingu og borg­ar­skipu­lag. At­vinnu­hús­næði verð­ur sveigj­an­legra og sömu­leið­is verð­ur mik­il­vægt að nýta þau rými sem fyr­ir eru og finna þeim nýj­an til­gang ef þess þarf. Grænni áhersl­ur verða ríkj­andi. Í þess­um öðr­um hluta af þrem­ur verð­ur lit­ið nán­ar á skipu­lags­mál og hús­næð­is­upp­bygg­ingu.

Skipulag og húsnæði eftir heimsfaraldur

Þótt skammtímaáhrif Covid og efnahagskreppunnar af hennar völdum gæti valdið tímabundinni kulnun á húsnæðismarkaði, eru allar líkur á að húsnæðisuppbygging komi til með að ná sér fljótlega aftur.  Metfjöldi íbúða hefur verið í byggingu í Reykjavík á undanförnum fimm árum, eða liðlega 1000 að meðaltali á ári. Um þessar mundir eru um 8000 nýjar íbúðir í kortunum, og það aðeins í Reykjavík. Hin margumtalaða þétting byggðar í höfuðborginni er að raungerast með nýjum byggingarreitum og jafnvel heilum hverfum innan borgarinnar. Sem dæmi má nefna nýja byggð við Efstaleiti, hverfi sem er í uppbyggingu við Hlíðarenda, ný íbúabyggð í Vogahverfi, þéttingarreitur við Orkuhúsið og framkvæmdir á Kringlureit og mikið af nýju húsnæði á Kirkjusandi, svo eitthvað sé nefnt. En hvað gerist nú? Hefur veiran áhrif á framtíðarhorfur í húsnæðismálum, eða réttara sagt, efnahagskreppan sem er nú þegar hafin? Hafa þarfir og kröfur fólks um húsnæði breyst? Halda bæjarfélög á borð við …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lífið í borginni eftir Covid 19

Menningarstarf þarf einfaldara og þéttara stuðningsnet
GreiningLífið í borginni eftir Covid 19

Menn­ing­ar­starf þarf ein­fald­ara og þétt­ara stuðn­ingsnet

Tón­listar­fólk, tón­leikastað­ir, skemmtikraft­ar, íþrótta­fé­lög, leik­hús, veit­inga­hús og bar­ir standa af­ar illa í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins. Fyr­ir fólk og at­vinnu­grein­ar sem byggj­ast að mestu leyti á því að fólk komi sam­an til að eiga skemmti­leg­ar stund­ir, voru sam­komutak­mark­an­ir aug­ljós­lega skell­ur, sem enn sér ekki fyr­ir end­ann á. Þó má greina létti og mikla bjart­sýni. En hvað er hægt að gera til að vernda þessa ómiss­andi þætti borg­ar­sam­fé­lags­ins?

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu