Þótt skammtímaáhrif Covid og efnahagskreppunnar af hennar völdum gæti valdið tímabundinni kulnun á húsnæðismarkaði, eru allar líkur á að húsnæðisuppbygging komi til með að ná sér fljótlega aftur. Metfjöldi íbúða hefur verið í byggingu í Reykjavík á undanförnum fimm árum, eða liðlega 1000 að meðaltali á ári. Um þessar mundir eru um 8000 nýjar íbúðir í kortunum, og það aðeins í Reykjavík. Hin margumtalaða þétting byggðar í höfuðborginni er að raungerast með nýjum byggingarreitum og jafnvel heilum hverfum innan borgarinnar. Sem dæmi má nefna nýja byggð við Efstaleiti, hverfi sem er í uppbyggingu við Hlíðarenda, ný íbúabyggð í Vogahverfi, þéttingarreitur við Orkuhúsið og framkvæmdir á Kringlureit og mikið af nýju húsnæði á Kirkjusandi, svo eitthvað sé nefnt. En hvað gerist nú? Hefur veiran áhrif á framtíðarhorfur í húsnæðismálum, eða réttara sagt, efnahagskreppan sem er nú þegar hafin? Hafa þarfir og kröfur fólks um húsnæði breyst? Halda bæjarfélög á borð við …
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.
Skipulag og húsnæði eftir heimsfaraldur
Þétting byggðar er komin til að vera og sömuleiðis fólksfjölgun í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins, ef marka má sérfræðinga sem Stundin ræddi við um húsnæðisuppbyggingu og borgarskipulag. Atvinnuhúsnæði verður sveigjanlegra og sömuleiðis verður mikilvægt að nýta þau rými sem fyrir eru og finna þeim nýjan tilgang ef þess þarf. Grænni áherslur verða ríkjandi. Í þessum öðrum hluta af þremur verður litið nánar á skipulagsmál og húsnæðisuppbyggingu.
Athugasemdir