Gerendur kynferðisofbeldis fara huldu höfði í íslensku samfélagi þrátt fyrir að kynferðisbrot séu það algeng að talað er um nauðgunarmenningu. Birtingarmyndir nauðgunarmenningar eru meðal annars þær að ofbeldi er normalíserað, þolendur gerðir ábyrgir og gerendur afsakaðir. Þolendur ofbeldis hafa á undanförnum árum varpað ljósi á áhrif og afleiðingar ofbeldis og fjölmargar birtingarmyndir þess á meðan gerendur gangast sjaldan við gjörðum sínum. Ein af helstu óskum þolenda ofbeldis eru að gerendur þeirra gangist við brotinu, taki ábyrgð og afleiðingum og breyti hegðun sinni til frambúðar. Almenn fordæming og opinber umræða um ofbeldi hjálpar til við að uppræta það og styður við að gerendur hætti að beita ofbeldi. Sérfræðingar sem rætt var við voru á því að að raddir gerenda þyrftu að heyrast og sér í lagi þegar ekki væri um yfirklór eða réttlætingar að ræða. Eftirfarandi umfjöllun er eftir frásögn geranda sem dæmdur er fyrir nauðgun. Þar sem um frásögn geranda …
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.
„Ég er dæmdur fyrir nauðgun”
Ungur strákur var dæmdur fyrir að hafa nauðgað vinkonu sinni. Hann gekkst við gjörðum sínum og játaði brot sitt fyrir dómi. Hér veitir hann innsýn í hans eigin upplifun af brotinu, hugsunum í kjölfar þess og viðhorfum hans til eigin gjörða. Sérfræðingar sem koma að málefnum þolenda og gerenda eru flestir á þeirri skoðun að umræðan sé mikilvæg, þó að það sé viðkvæmt að ræða við gerendur.
Athugasemdir