Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hinar funheitu norðurslóðir

Eru norð­ur­slóð­ir hið nýja villta vest­ur þar sem all­ir mega leika laus­um hala? Slík­ar full­yrð­ing­ar voru til um­ræðu á norð­ur­slóða­ráð­stefn­unni Arctic Frontiers í Tromsø í Nor­egi í byrj­un fe­brú­ar. Ina Eirik­sen Sørei­de, ut­an­rík­is­ráð­herra Nor­egs, hafn­ar slík­um full­yrð­ing­um, en áhugi Kín­verja, sem ekk­ert land eiga á þess­um slóð­um, hef­ur vak­ið marg­ar spurn­ing­ar.

Hvernig varð kaldasta svæði heims skyndilega það heitasta? Hér er ekki verið að tala um eiginlegan hita  sem mældur er í hitastigum með mælitækjum, heldur um aðdráttarafl og hernaðarlegt mikilvægi. Eru norðurslóðir hið nýja villta vestur þar sem allir mega leika lausum hala?  Kannski er ekki svo langsótt að kalla norðurslóðirnar funheitt svæði, eins og gert er í fyrirsögn þessarar greinar, því að þar mælist hlýnun loftslags um tvöfalt meiri en annars staðar í heiminum.

Um þetta og margt annað var rætt á norðurslóðaráðstefnunni Arctic Frontiers, sem haldin var í Tromsø í Noregi í síðustu viku. Yfirskrift ráðstefnunnar, sem hefur verið haldin frá árinu 2006, var The Power of Knowledge, eða Máttur þekkingarinnar. 

Fjöldi stjórnmálamanna, sérfræðinga og hagsmunaaðila víða að úr heiminum tóku þar til máls og málflutningurinn einkenndist að miklu leyti af því að nauðsynlegt væri að komast að nýju samkomulagi um norðurslóðir; að styðjast við núverandi regluverk væri …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár