Í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, er verið að leggja lokahönd á uppsetningu Chromo Sapiens, umfangsmikla og ævintýralega innsetningu listakonunnar Hrafnhildar Arnardóttur. Hún er einnig þekkt undir nafninu Shoplifter, sem festist við hana þegar fólk misheyrði erfitt íslenskt eiginnafnið í New York þar sem hún býr og starfar. Hrafnhildur hefur um árabil kannað og unnið með mannshárið og tákngildi þess og hefur öðlast fjölmargar viðurkenningar fyrir verk sín. Tengsl hennar við tískuheiminn eru sterk og hún hefur meðal annars unnið náið með tónlistarkonunni Björk.
Þegar ég geng inn í listasafnið inn úr haglélinu er mér vísað beint inn í einhvers konar hlýtt hellismynni á jarðhæð. Þar er ég hreinlega gengin inn í listaverkið, eða nánar tiltekið einn af þremur hlutum verksins, þrjú rými alsett gervihári í mismunandi litum sem hreinlega virðast anda og bærast og umlykja mig á meðan magnþrungin drunutónlist hljómar í eyrum. Ein fyrsta tilfinning mín er að vilja strjúka …
Athugasemdir