Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Kæru konu til land­lækn­is, vegna van­rækslu, mistaka og ótil­hlýði­legr­ar fram­komu þerap­ist­ans Kjart­ans Pálma­son­ar, var vís­að frá á þeim grund­velli að hann beri ekki lög­vernd­að starfs­heiti. Hann falli af þeim sök­um ekki und­ir verksvið embætt­is­ins. Marg­ar kon­ur kvört­uðu und­an fram­komu manns­ins til fyrr­um vinnu­veit­enda sem brugð­ust seint við. For­menn fag­fé­laga sál­fræð­inga og fé­lags­ráð­gjafa lýsa yf­ir áhyggj­um vegna starfa þeirra sem veita að­stoð vegna per­sónu­legra vanda­mála og jafn­vel sál­rænna kvilla, en hafa ekki form­lega mennt­un til að styðj­ast við.

Hjónin Sigríður og Gunnar voru á viðkvæmum stað í sínu sambandi þegar þau gerðu sér grein fyrir því að ef hjónaband þeirra ætti að halda þyrftu þau að leita sér aðstoðar. Þau voru komin á fertugsaldur og höfðu verið saman frá tvítugu. Sigríður lýsir því þannig að það hafi komið fyrir þeirra samband eins og svo margra annarra, að lítið var eftir af því annað en vinskapurinn. „Á þessum tíma var sambandið okkar orðið að engu, við vorum bara vinir. Við rákum okkar fína heimili saman en höfðum algjörlega fjarlægst. Kunningjakona mín benti mér á Kjartan Pálmason þerapista og sagði mér að hann væri að gera góða hluti í vinnu með pör.“

Þau pöntuðu sér tíma í hjónabandsráðgjöf hjá Kjartani og þeim leist báðum strax vel á hann. Það gladdi Sigríði að Kjartan næði vel til mannsins hennar, enda hafði Gunnar verið skeptískur á ráðgjöfina, enda ekki vanur að ræða …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár