Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Vítahringurinn í Íran

Ír­an er ríki sem hef­ur ver­ið áber­andi í fjöl­miðl­um und­anar­ið án þess að mik­ið sé reynt að kafa und­ir yf­ir­borð­ið. Ótti við að styrj­öld brjót­ist út á svæð­inu fer vax­andi og mörg ólík hags­muna­öfl hafa hag af því að kynda bál­ið, allt frá klerk­um í Sádi-Ar­ab­íu til hnetu­bænda í Kali­forn­íu. Inn­byrð­is er ír­anskt sam­fé­lag oft mót­sagna­kennt og þjóð­in er djúpt klof­in í af­stöðu sinni til nú­tím­ans, um­heims­ins og þeirra brenn­andi vanda­mála sem blasa við í ná­inni fram­tíð. Það er þó stríð­ið, sem sí­fellt vof­ir yf­ir, sem á end­an­um kem­ur í veg fyr­ir fram­far­ir.

Íranir eru í dag rúmlega 80 milljónir og eru afkomendur Persa en veldi þeirra ríkti yfir stórum hluta Asíu í meira en tvö þúsund ár. Einn mikilvægasti atburður í sögu íslam sem trúarbragða varð snemma á 16. öld þegar Persaveldi tók formlega upp sjía-íslam sem opinbera trú. Fyrir vikið er Íran óumdeild menningarleg og trúarleg miðstöð allra sjía-múslima í heiminum en þeir eru um sjöundi hluti allra múslima og alls rúmlega 200 milljónir talsins í dag. 

Í pólitísku umróti í byrjun 20. aldar tókst herforingja að nafni Reza Pahlavi að ræna völdum í hinu ört hnignandi veldi og ríkti sem sjálfskipaður keisari þrátt fyrir að eiga ekkert tilkall til þess titils. Sonur hans, Mohammed Reza Pahlavi, tók við völdum á fimmta áratugnum fyrir tilstilli Breta, sem höfðu mikilla hagsmuna að gæta í olíuiðnaði landsins og litu á nýja kónginn sem sinn mann.

Hann innleiddi umfangsmiklar efnahagsumbætur og breytingar á …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár