Íranir eru í dag rúmlega 80 milljónir og eru afkomendur Persa en veldi þeirra ríkti yfir stórum hluta Asíu í meira en tvö þúsund ár. Einn mikilvægasti atburður í sögu íslam sem trúarbragða varð snemma á 16. öld þegar Persaveldi tók formlega upp sjía-íslam sem opinbera trú. Fyrir vikið er Íran óumdeild menningarleg og trúarleg miðstöð allra sjía-múslima í heiminum en þeir eru um sjöundi hluti allra múslima og alls rúmlega 200 milljónir talsins í dag.
Í pólitísku umróti í byrjun 20. aldar tókst herforingja að nafni Reza Pahlavi að ræna völdum í hinu ört hnignandi veldi og ríkti sem sjálfskipaður keisari þrátt fyrir að eiga ekkert tilkall til þess titils. Sonur hans, Mohammed Reza Pahlavi, tók við völdum á fimmta áratugnum fyrir tilstilli Breta, sem höfðu mikilla hagsmuna að gæta í olíuiðnaði landsins og litu á nýja kónginn sem sinn mann.
Hann innleiddi umfangsmiklar efnahagsumbætur og breytingar á …
Athugasemdir