Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Þakklát Þorvaldi fyrir hvatninguna

Linda Ólafs­dótt­ir, teikn­ari og barna­bóka­höf­und­ur, hef­ur mynd­lýst á þriðja tug bóka. Nú fyr­ir jól­in kom út ný út­gáfa af hinum ást­sælu Blíð­finns­bók­um eft­ir Þor­vald Þor­steins­son heit­inn sem hún mynd­lýs­ir en bók­in nefn­ist Blíð­finn­ur – all­ar sög­urn­ar. Linda hitti Þor­vald þeg­ar hún var sjálf í Lista­há­skól­an­um í Reykja­vík og seg­ir hann hafa veitt sér mik­inn inn­blást­ur.

Linda Ólafsdóttir hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir myndlýsingar sínar en hún segir ástríðu sína fyrir teikningu hafa byrjað á unga aldri. Hún tekur á móti mér í björtum bílskúr í Laugardalnum, við hliðina á heimili hennar, sem hún er búin að umbreyta í vinnustofu.

Hraður vöxtur á greininni

„Ég er ein af þessum manneskjum sem hefur alltaf verið teiknandi,“ útskýrir hún. „Það kom aldrei neitt annað til greina hjá mér en að vinna við eitthvað tengt teikningu. Ég fór í myndlistarnám hérna heima í Listaháskóla Íslands en ég fann kannski ekki alveg hvar ég var í myndlistinni. Eftir BA-gráðuna fór ég í mastersnám til San Francisco og lærði þar sérstaklega myndlýsingar (e. illustration) og þar varð það alveg augljóst hvar ég vildi vera, að vinna sem teiknari meira en í myndlist. Teiknarar eru eiginlega svona mitt á milli hönnunar og myndlistar. Og mér finnst fínt að vera þar,“ …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár