Linda Ólafsdóttir hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir myndlýsingar sínar en hún segir ástríðu sína fyrir teikningu hafa byrjað á unga aldri. Hún tekur á móti mér í björtum bílskúr í Laugardalnum, við hliðina á heimili hennar, sem hún er búin að umbreyta í vinnustofu.
Hraður vöxtur á greininni
„Ég er ein af þessum manneskjum sem hefur alltaf verið teiknandi,“ útskýrir hún. „Það kom aldrei neitt annað til greina hjá mér en að vinna við eitthvað tengt teikningu. Ég fór í myndlistarnám hérna heima í Listaháskóla Íslands en ég fann kannski ekki alveg hvar ég var í myndlistinni. Eftir BA-gráðuna fór ég í mastersnám til San Francisco og lærði þar sérstaklega myndlýsingar (e. illustration) og þar varð það alveg augljóst hvar ég vildi vera, að vinna sem teiknari meira en í myndlist. Teiknarar eru eiginlega svona mitt á milli hönnunar og myndlistar. Og mér finnst fínt að vera þar,“ …
Athugasemdir