Við erum á leiðinni frá flugvellinum í Targumures að kastalaþorpinu Sighisoara. Þokan er þykk og leigubílstjórinn brunar svo hratt að ég sekk aftur í sætið. Hann reykir, býður mér rettu, ég hristi höfuðið og vona að hann líti út á fjallaveginn sem mér finnst allt of skrykkjóttur. Og þá sé ég veruna stökkva í veg fyrir okkur. „Úlfur!“ hrópa ég en veran er horfin strax aftur inn í myrkrið. Þrátt fyrir að leigubílstjórinn skilji ekki bofs í ensku og mig gruni hann sé nærri heyrnarlaus endurtek ég: „Wolf.“
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.
Snæbjörn Brynjarsson
Á slóðum Drakúla greifa
Árið 2013 fóru rithöfundarnir Snæbjörn Brynjarsson og Kjartan Yngvi Björnsson á fæðingarstað Drakúla. Ferðin til Transylvaníu uppfyllti allar klisjur, strax fyrsta dag sáust úlfar og lokanóttina réðust leðurblökur á þá, en helsta vandamálið var að finna veitingastað sem framreiddi mat sem innihélt ekki vatnsþynntar skinkur.
Athugasemdir