Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Leikhús í landi góða fólksins

Sjálf­stæðu leik­hóp­arn­ir eru óvenju öfl­ug­ir í ár að mati Snæ­björns Brynj­ars­son­ar, en hann rýn­ir í leik­ár sem ekki hef­ur ver­ið laust við um­deild­ar sýn­ing­ar, harka­leg­ar gagn­rýn­enda­deil­ur og jafn­vel leik­hús­bölv­an­ir.

Leikhús í landi góða fólksins
Óþelló Umræðan um sýninguna Óþelló snerist lítið um Óþelló og aðallega um gagnrýnendur Óþelló. Mynd: Þjóðleikhúsið

 

Af því sem er liðið af þessu leikári standa tvær sýningar upp úr, Sóley Rós ræstitæknir og Andaðu. Báðar eru úr sjálfstæðu senunni, saga beggja verka spannar áratugi, innifelur barnsfæðingar og er flutt af tvíeyki. Það sem fær þessi tvö verk til að skara fram úr öllu öðru sem í boði hefur verið á þessu leikári er frábær frammistaða leikaranna og einfaldar, en þó djúpar sögur, sem hreyfa við manni.

Sólveig Guðmundsdóttir stimplaði sig inn sem drottning sjálfstæðu senunnar með flutningi sínum í Tjarnarbíói. Ræstitæknirinn Sóley var ótrúlega sjarmerandi, fyndin og einlæg, og ævisaga hennar sem hefði dugað í nokkur verk, hreyfði bersýnilega mjög við áhorfendum og vakti heitar umræður. Sveinn Ólafur Gunnarsson, sem lék Halla, mann hennar, var meira í stuðningshlutverki en leysti það mjög vel.

Andaðu, sem var frumsýnd nokkrum mánuðum síðar hinum megin við Ráðhúsið, í Iðnó, er þýðing á nýlegu verki eftir Duncan Macmillan. Verkið hefst …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár