Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Karlmennska í krísu um allan heim“

Hat­ursorð­ræða, hót­an­ir á net­inu og kyn­ferð­isof­beldi í formi hrellikláms hafa ver­ið tölu­vert í um­ræð­unni á Norð­ur­lönd­un­um að und­an­förnu. Lít­ið þið á kyn­bund­ið of­beldi í net­heim­um sem vanda­­mál og ef já, hvernig má nálg­ast drengi og karl­menn til að stemma stigu við vand­an­um? Þór­dís Elva Þor­valds­dótt­ir ræddi við ein­hverja þekkt­ustu hugs­uði heims í jafn­rétt­is­mál­um.

Eftir að hafa skrifað, unnið og barist gegn kynbundnu ofbeldi í áraraðir var ekki laust við að ég fylltist auðmýkt í návist tveggja risa á þessu sviði. Þann 6. nóvember, í hjarta Stokkhólms, stigu hugsuðirnir Michael Kaufman og Jackson Katz á svið á ráðstefnu um leiðir til að draga úr ofbeldi drengja og karla gegn stúlkum og konum. Á löngum afrekalist þeirra er meðal annars að stofna til jafnréttisátaks í 80 löndum, þróa stefnu Sameinuðu þjóðanna gegn kynferðislegri áreitni, laða milljónir áhorfenda að skjánum í TED fyrirlestrum og vinna með bandaríska hernum að því að draga úr kynbundnu ofbeldi. Svíar vita svo sannarlega hvert þeir eiga að snúa sér í leit að sérfræðiþekkingu. Ráðstefnan, sem var haldin af Stokkhólmsléni, kvennaathvarfsbandalaginu Unizon og samtökunum Karlmenn fyrir jafnrétti í Svíþjóð, var þéttsetin og báru biðlistar vitni um að færri komust að en vildu. Í fyrirlestrum sínum lögðu bæði Kaufman og Katz áherslu á að kynbundið ofbeldi sé ekki kvennamál heldur karlamál og kölluðu eftir þátttöku karla í að binda enda á það. En hvernig birtist þessi málaflokkur þeim á stafrænni öld? Nú þegar samskipti fólks fara í vaxandi mæli fram á netinu, hverjar eru birtingarmyndir kynbundins ofbeldis í netheimum? Áhugasöm og eilítið „star-struck“ settist ég niður með Kaufman og Katz.

ISIS þrífst á eitraðri karlmennsku

Michael Kaufman: Í fyrsta lagi, þegar við hugsum um ofbeldi gegn konum, þá dettur okkur í hug einhver sem er barin eða nauðgað. Okkur dettur í hug mansal og kynfæralimlestingar. Allt er þetta rétt, en löngu eftir að líkamlegu sárin gróa stendur andlega ofbeldið eftir, særindin, óttinn og niðurlægingin. Með tilliti til eðlis internetsins eru afleiðingarnar enn djúpstæðari því óttanum og niðurlægingunni sem er slett framan í brotaþolana er nú sjónvarpað til heimsbyggðarinnar. Því miður er oft talað um þetta sem eins 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár