Hrefna Rósa Sætran, kokkur, býr draumahúsinu sínu í gamla Skerjafirðinum. Þar blandast saman nokkrir stílar en húsið er í senn úr steypu, tré og bárujárni. Fyrirhugaðar eru miklar breytingar á húsinu en að sögn Hrefnu er hugmyndin að leyfa því að þróast með heimilisfólknu.
Ilmurinn af nýbakaðri peru- og rababaraböku fylla vitin þegar gengið er inn á heimili Hrefnu Rósu. Bertram Skuggi þriggja ára og Hrafnhildur Skugga tveggja ára dansa í kringum mömmu sína og iða í skinninu eftir fyrsta bita. Heimilisfaðirinn, Björn Árnason ljósmyndari, er fjarri góðu gamni en að sögn Hrefnu notar hann hvert tækifæri til að stelast í veiði á sumrin.
AðstoðarkonaHrafnhildur Skugga aðstoðar mömmu sinni í eldhúsinu.
Mynd: Karl Petersson
Jöfn skiptiÞrátt fyrir að vera kokkur, veitingahúsaeigandi og fyrrverandi meðlimur í kokkalandsliðinu segist Hrefna ekki alltaf elda á heimilinu. „Ég elda ef það þarf að vera eitthvað fljótlegt eða ef við viljum eitthvað mjög fínt. Bjössi gefur sér tíma í eldamennskuna og vill helst hægelda matinn í nokkra klukkutíma.“
Mynd: Karl Petersson
Hrefna og HrafnhildurHrafnhildur fylgir móður sinni á eftir hvert fótmál.
Mynd: Karl Petersson
Fjörugt heimiliÞað er ætíð líf og fjör á heimilinu að sögn Hrefnu. Þegar þessi mynd var tekin var Bertram að reyna að fá mömmu sína líka upp á stofuborð.
Mynd: Karl Petersson
StofanHrefna og Björn gerðu stofuna hlýlegri með því að mála og setja upp gólf og loftlista. Ljósakrónan er í miklu eftirlæti en hana fékk Hrefna í Húsi fiðrildanna á Skúlagötunni.
Mynd: Karl Petersson
Stellið frá ömmuHrefna Rósa erfði þetta matarstell frá ömmu sinni en það var notað í giftingu þeirrar síðarnefndu snemma á síðustu öld.
Mynd: Karl Petersson
Hrefna og Björn keyptu íbúðina fyrir rúmum fjórum árum, þá barnlaus. „Mig langaði alltaf að búa í þessu hverfi. Héðan er einungis tuttugu mínútna labb í bæinn, en samt er eins og maður sé úti í sveit. Þegar ég kom hingað inn fann ég það strax að hérna vildi ég búa,“ segir Hrefna. Þau byrjuðu á því að kaupa neðri hæðina, sem er rúmlega hundrað fermetrar, en keyptu nýlega efri hæðina að auki. Þar munu bætast við um fimmtíu
Athugasemdir