Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ég er jafn brotakenndur og samfélagið

Sjón er að brjót­ast út úr tíma í rúmi og er þriðji höf­und­ur­inn sem val­inn hef­ur ver­ið í Fram­tíð­ar­bóka­safn sem verð­ur opn­að ár­ið 2114 í Osló. Í við­tali við Frið­riku Benónýs­dótt­ur ræð­ir Sjón um dauð­leik­ann, sköp­un­ina, svig­rúm­ið, fram­tíð­ina og les­and­ann eina sem skipt­ir máli.

Sjón er ekki lengur unga uppreisnargjarna súrrealistaskáldið sem hreif fólk í hlutverki Johnny Triumph með Sykurmolunum í lok síðustu aldar. Hann verður virðulegri með hverju árinu, ráðsett skáld sem hugsar sig lengur um áður en hann svarar spurningum blaðamanna og vegur orð sín betur. Hann er margverðlaunaður fyrir skáldsögur sínar sem þýddar hafa verið á um 40 tungumál, var tilnefndur til Óskarsverðlauna sem textahöfundur í Dancer in the Dark, virt líbrettóskáld fjögurra ópera og nú síðast var hann þriðji rithöfundurinn sem var valinn af skosku listakonunni Katie Peterson til að leggja til verk í Framtíðarbókasafnið, sem opnað verður í Osló árið 2114. Það er því engin furða að það gusti um hann þegar hann mætir á Kaffi Vest á rigningarmorgni í síðustu viku uppdubbaður í skáldagallann; tvídfrakka og sixpensara. Það er þó stutt í strákslegt, næstum feimnislegt brosið og undir virðulegu yfirborðinu glittir í strákinn sem sextán ára gamall seldi blásaklausum samferðamönnum í strætó sína fyrstu ljóðabók á meðan þeir áttu sér ekki undankomu auðið.

Við erum reyndar ekki hér til að ræða nein bernskubrek, síðasta bindið í þríleiknum sem hófst með Augu þín sáu  þín sáu mig og er gefið út í einu bindi með þeirri sögu og sögunni Með titrandi tár, sem kom út 2001, undir nafninu Codex 1962. Hvaða merkingu það heiti hefur skýrist þegar líður á viðtalið en ég byrja á að spyrja skáldið hvort 22 ár séu ekki ansi langur tími til að skrifa einn þríleik.

„Það er dálítið langur tími til að klára eina bók, það má segja það,“ svarar hann og glottir. „En það hefur svo sem tekið fólk lengri tíma að skrifa bækur og það miklu minni bækur, þannig að þetta er ekkert einstakt, auk þes sem ég hef skrifað nokkrar aðrar bækur í millitíðinni. Ég ætlaði reyndar alltaf að klára þennan þríleik nokkuð þétt, en svo voru aðstæður bæði í lífinu og hugmyndaheiminum þannig að þetta fór svona. Eftir að annað bindið kom 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu