Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

„Uppgjörið“ í Framsóknarflokknum

Sigurður Ingi hefur loks skriðið undan feldi og skorað Sigmund á hólm. Alltof seint auðvitað. Þetta hefur auðvitað blasað við lengi. Gunnar Bragi hefur verið fremsti andstæðingur forsætisráðherrans í nokkrar vikur og hefur nagað stoðirnar undan honum við hvert tækifæri. Sigmundur sjálfur hefur tæklað málið af sinni alkunnu smekkvísi: „Sigurður Ingi, heitir hann það ekki, er hann ekki bara einhver leppur?“

Heimsmynd Sigmundar er afar einföld. Og að hluta til er hann hugsjónamaður. Ég held það þurfi ekki að efast um það. Hann trúir því í alvöru að hann hafi tekið almannahagsmuni fram yfir sína eigin. Og þótt hagsmundir Sigmundar og ættingja liggi um allar koppagrundir eins og slagæðar eftir þjóðarlíkamanum þá hefur maður ekki á tilfinningunni að hann sé hálfdrættingur Bjarna Ben í frændhygli. Og Bjarni er nóta bene enn oddviti stærsta stjórnmálaflokksins þrátt fyrir það að bláæðarnar séu stíflaðar af bitlingum hans.

Sigmundur hefur eitthvað fylgi innan Framsóknarflokksins. Það er ósköp einfalt – og það er ekki alveg sjálfgefið að flokknum muni farnast betur eftir uppgjör nú milli Sigurðar og Sigmundar. Flokkurinn gæti sem best klofnað í átökum. Og það vegna þess að forsætisráðherra tekur að sér keisaramorð þrátt fyrir að hafa sjálfur engan átakanlegan pólitískan metnað.

Ef Sigmundur er klókur hefur hann einn leik á hendi. Hann getur einfaldlega hrópað „Et tu, Brute?“ – og lýst sorg sinni og furðu á því að ríkiserfingi hans skuli, af öllum mönnum, lýsa yfir vilja sínum til að kljúfa Framsóknarflokkinn og steypa í innanbúðarerjur á gríðarviðkvæmu pólitísku augnabliki. Og svo getur hann „tekið almannahagsmuni fram yfir sína eigin“ og sært fram annan lepp: Lilju Alfreðsdóttur.

Sigurður Ingi verður þá í þeirri stöðu að standa í vegi fyrir yfirlýstri vonarstjörnu flokksins og mylja hana í duftið eða að tapa eða stíga til hliðar og hverfa inn í pólitískt myrkur. Sigmundur mun sitja spakur í smá tíma vitandi það að Lilja mun halda áfram að fylgja Sigmundarlínunni við varðveislu „almannahagsmuna“. Sjálfur verður hann píslarvottur. Og höfundur glæsilegrar sigurfléttu. Pabbi hans mun eiga erfitt með að stilla sig um að taka símann frá fjölmiðlum.

Sigmundur væri þar með búinn að tryggja sér pólitíska framtíð, kjósi hann svo. Flokkurinn mun jafnvel fá meira fylgi með Lilju en Sigurði Inga – og áhrifavald Sigmundar verður gríðarsterkt. 

Hann mun trúa því að hugsjón hans lifi áfram og hann hafi bjargað Framsóknarflokknum frá klofningi. Sigurður Ingi verður búinn að vera – sama hvort hann vinnur eða tapar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.