Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Ný færsla: Svör Sjálfstæðisflokks

Ný færsla: Svör Sjálfstæðisflokks

Það liggur í augum uppi að laun kennara þurfa að vera með þeim hætti að þau endurspegli bæði mikilvægi stéttarinnar og laði hæfileikaríkt og fjölbreytt fólk til starfa.

 

Hér koma loks svör Sjálfstæðisflokks. Þá hafa svör allra flokka verið birt. Svörin bárust frá Sigurbirni Ingimundarsyni framkvæmdastjóra þingflokks Sjálfstæðismanna.

Skoðið eldri svör hér: 

Eldri svör: PíratarBjört framtíðFramsóknVGDögunViðreisn & Samfylking.

 

Hefur flokkurinn sett sér stefnu sem komið getur að gagni við að afstýra hinu alvarlega ástandi sem ríkir í kjaramálum kennara og atgervisflótta úr kennarastétt? Hver er hún? Ef ekki, hvers vegna ekki?

Það liggur í augum uppi að laun kennara þurfa að vera með þeim hætti að þau endurspegli bæði mikilvægi stéttarinnar og laði hæfileikaríkt og fjölbreytt fólk til starfa.

Undir forystu Sjálfstæðisflokksins á þessu kjörtímabili hafa kennarar fengið verulegar kjarabætur. Í tilfelli framhaldsskólakennara hafa laun hækkað um 43% þegar fyrri hluti árs 2016 er borinn saman við fyrri hluta árs 2013. Samhliða styttingu framhaldsskólanáms hefur verið komið til móts við nýliðunarþörf, en betur má ef duga skal.

 

Hvað varðar grunn- og leikskólakennara þá eru málefni þeirra og kjarasamningar á borði sveitarfélaga.

Það er mikilvægt að halda áfram á þessari braut við lausn á þessari áskorun. Með verulegri kjarabót hefur Sjálfstæðisflokkurinn sýnt vilja sinn í verki til þess að mæta nýliðunarvanda í kennarastéttinni og auka veg og virðingu hennar.

 

Mun flokkurinn beita sér fyrir eða samþykkja lög þess efnis að tekjustofnar sveitarfélaga verði styrktir í því skyni að bæta megi kjör kennara?

 

Sjálfstæðisflokkurinn bendir á að tekjustofnar sveitarfélaga hafa styrkst verulega samhliða launahækkunum hjá almenningi og hækkandi fasteignamati. Með þessu hafa útsvarstekjur og fasteignagjöld hækkað. Þá hefur aukið umsvif í atvinnulífinu orðið til þess að sveitarfélög njóta aukinna tekna af fasteignagjöldum atvinnurekenda.

Sjálfstæðisflokkurinn hyggst ekki auka álögur á almenning á næsta kjörtímabili, hvort sem er í formi útsvars eða annarra tekjustofna hins opinbera. Sjálfstæðisflokkurinn telur æskilegt að sveitarfélög forgangsraði í þágu lögbundinna verkefna og sinni grunnþjónustu með sómasamlegum hætti, en ráðstafi síður opinberu fé til veigaminni verkefna. Það hefur því miður ekki verið raunin hjá öllum sveitarfélögum til þessa.

 

Fari svo að sveitarfélög telji sig ekki geta boðið ásættanleg kjör kemur til greina af ykkar hálfu að setja lög á kjarabaráttu kennara og munuð þið veita slíkum lögum stuðning?

Sjálfstæðisflokkurinn telur beitingu laga í kjarabaráttu ekki til þess fallna að leysa ágreining um kjaramál til lengri tíma litið. Beiting laga í kjarabaráttu kemur því ekki til greina nema brýnir almannahagsmunir krefjist þess og að samningsleið hafi verið fullreynd.

 

Fari svo að ríkisstjórn setji lög á kjarabaráttu kennara, munuð þið samþykkja slík lög innihaldi þau sérstaka fyrirvara sem ætlað er að halda kjörum kennara áfram hlutfallslega lágum, t.d. í því skyni að viðhalda stöðugleika á vinnumarkaði. 

Kjarabarátta kennara verður að mati Sjálfstæðisflokksins aldrei slitin úr samhengi við mikilvægi stéttarinnar eða kjör annarra launþega hins opinbera. Sjálfstæðisflokkurinn telur að einstökum stéttum hins opinbera skuli ekki hampað umfram aðrar án mats á því hvort breytingar á starfi, starfsþróun í ljósi samfélagsbreytinga eða faglegrar ábyrgðar gefi tilefni til þess.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.