Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Hinseginbréf, eða þegar ég kom út úr skápnum í kennslustund

Ég auglýsti hér á blogginu eftir hinseginbréfum fyrir stuttu síðan. Ég fékk dálítið af bréfum og er innilega þakklátur fyrir þau. Takk! Takk! Ég setti þau saman í litla rafbók sem mig langar að deila með ykkur. Þið getið sótt hana hér. Þið megið endilega gauka þessu að samfélagsfræðikennurum – sem mega svo endilega nota þetta í kennslu. Ef einhverjir samfélagsfræðikennarar eru ekki komnir í samfélagsfræðikennarahópinn á Fb ættu þeir að bæta úr því.

Þar sem bréfin eru ekki hugverk mín er óheimilt að dreifa þeim með öðrum hætti eða þiggja gjald fyrir þau. En það er sjálfsagt að nota þau í kennslu. Hér er kennsluhugmynd (það sem ég gerði):

Áður en ég afhenti bókina (notaði Showbie) tók ég stutta kennslustund. Þar byrjaði ég á að spyrja hve margir nemendur væru örvhentir eins og ég. Það voru örfáir. Síðan stóð ég fyrir framan bekkinn og dró djúpt andann og sagðist vera hommi.

Það vakti auðvitað töluverð viðbrögð. Flestir voru furðu lostnir, einhverjir flissuðu.

Þá tókum við umræðuna. Ég sagði að ég væri hvorki hommi né örventur og spurði hvers vegna enginn hefði kippt sér upp við það að ég væri hið síðarnefnda. Við ræddum líka hvort og þá hvernig mynd þeirra af mér hefði breyst við það að ég hefði sagt þessi þrjú orð.

Þá fræddumst við aðeins um tvíhyggju og litróf mannkynsins.

Seinna í tímanum bauð ég nemendum að smakka kóríander. Hluti mannkyns finnur víst ógeðslegt bragð af því. Í tímanum voru það nokkrir nemendur. Ég endaði á því að benda á að nemendur hefðu jafnmikið um það að segja hvort þeir fyndu sápubragð af kóríander og því hvaða kynhneigð þeir hefðu.

Næsta skref var að láta nemendur lesa bréfin í bókinni.

Þá fengum við Samtökin 78 í heimsókn með kynningu.

Við enduðum svo á að nemendur skrifuðu bréfin „Elsku þú“. Uppleggið var að ímynda sér hinsegin ungling sem væri að pæla í að koma út úr skápnum. Þessi unglingur væri að velta því fyrir sér hvað öðrum þætti. Þessi bréf áttu að segja honum það.

Aftast í bókinni eru nokkrar tilvitnanir í bréfin, t.d.:

„Það er of mikið hatur í heiminum og of lítið hugrekki. Þú myndir vinna þér inn virðingu mína.“

Loks áttu nemendur sjálfir að gefa sér einkunnir fyrir bréfið.

Það fannst þeim lang erfiðast.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.