Gunnar Hersveinn rithöfundur skrifar um gildin í lífinu, samfélaginu og náttúrunni meðal annars út frá því markmiði að efla borgaravitund og gagnrýna og skapandi hugsun.
Sumarið 2018 birti ég greinina Að raska ósnertum verðmætum. Núna sumarið 2021 kemur næsti kafli í sama anda sem nefnist Að raska óbyggðu víðerni. Tilefnið er meðal annars Óbyggðaskráning á vegum innlendra náttúruverndarsamtaka í samstarfi við breska vísindamenn sem beita alþjóðlegri aðferð við kortlagningu víðerna. Spurt er um þátt kærleikans við að eignast trúnað og vináttu lands. Víðerni...
Hvað getum við gert fyrir Palestínu?
Jafnvel þótt átakasaga Ísraela og Palestínumanna sé kölluð hin fullkomna deila, því hún er „annað hvort eða ...“ og engin lausn hefur dugað vegna þess að Ísrael vill ekki hætta við hernámið, þá er engin leið að vera sama eða líta undan. Hvað getum við gert? Vopnahlé í þessu máli er að flestu leyti svikahlé og friðarferli í þessu samhengi...
Ekki líta undan, ekki gefast upp!
Stjórnvöld í Ísrael sæta gagnrýni fyrir harðæri, ofbeldi, kúgun, loftárásir, eyðileggingu, morð á borgurum og varnarlausum börnum. Þó að nú væri, þau eru að fremja stríðsglæpi, þau eru að drepa til að stela húsum og landi af þjáðri*1 þjóð, einstaklingum og börnum. Gegndarlausar og mannskæðar árásir standa yfir á Gazasvæðinu. Hversu göfugt er það á Alþjóðaári friðar og trausts...
Alþjóðaár friðar og trausts 2021
Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst 2021 sem alþjóðaár friðar og trausts í heiminum. Verkefnið felst m.a. í því að þróa vináttusamband þjóða en brýnt er að leysa deilur eftir friðsamlegum leiðum og koma í veg fyrir að næstu kynslóðir þurfi að glíma við afleiðingar af stríðum. Eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er friður og réttlæti eða að stuðla að...
Stafrófskver Heillaspora
Ljósmynd/Elsa Björg Magnúsdóttir Bókin Heillaspor – gildin okkar (JPV mars 2020) eignaðist fljótlega afkvæmi því fram spratt hugmynd um að gefa hverjum bókstaf lífsgildi. Íslenska stafrófið telur 32 stafi auk fjögurra alþjóðlegra. Til varð stafrófskver Heillaspora en því er ætlað að kynna lesendum mikilvæg lífsgildi. Yfirskriftin Stafrófskvera Heillaspora er Gjöf til allra barna og þeirra sem unna börnum og...
Guð skapaði ekki Manninn
Goðsögur, arfsögur og sköpunarsögur geta haft áhrif um aldir á viðhorf kynslóða, jafnvel þótt vísindin hafi gert grein fyrir uppruna lífsins og mannkyns. Stundum eru margar sköpunarsögur á kreiki innan sömu menningar, sögur sem hafa hafa orðið undir eða viðteknar. Strax á fyrstu síðum Biblíunnar birtast tvær sköpunarsögur. Genesis, eða fyrsta Mósebók, hefst á sköpunarsögu sem er sögð í örstuttum...
Viljum við skaða flóttabörn?
Góðvild er þjóðgildi Nýsjálendinga sagði Jacinda Arden forsætisráðherra. Einfalt og hnitmiðað þótt íhaldssamir bölsýnismenn kalli það óraunsæja draumóra. Oft er spurt: Hvernig verðum við hamingjusöm? Svarið er viðamikið en þó er vitað að: Enginn verður hamingjusamur með því að hugsa einungis um sjálfan sig – heldur með því að gefa af sjálfum sér, gefa öðrum og sýna þeim góðvild. Það...
Að skrifa fyrir börn og fullorðna
Hvers vegna skrifa rithöfundar fyrir börn? Að skrifa texta sem jafnt fullorðnir og börn skilja áreynslulaust krefst aukavinnu og einhvers aga en það er einnig skemmtilegt verkefni. Allt efni sem ekki er nauðsynlegt verður aukaefni sem þurrkast út. Langar setningar þarf að stytta og endurtekningar hverfa. Heilu kaflarnir, efnisþættir og hliðarefni verður eftir í möppum og margskonar sköpunarverk þurfa að...
Láttu núna reyna á mátt mildinnar
Ég var að lesa bókina Um mildina eftir Lucius Annaeus Senecu og áttaði mig umsvifalaust á að þessi stóíska dyggð gæti hjálpað okkur til að leysa þann hnút sem staða hælisleitenda á Íslandi er í núna. Það væri þess virði að hugsa um þetta mál með hjálp Senecu en í vikunni á að senda fimm barnafjölskyldur á flótta gegn vilja...
Ekki rangt að endursenda þau ekki
Mynd/Börn hælisleitenda og fjölskyldur sem þrá að vera hér bíða endursendingar/ GH Það er ekki ólöglegt að hætta við að senda hælisleitendur á Íslandi til Grikklands eða Ítalíu, þótt þeir hafi vernd þar. Það er ekki heldur siðferðilega rangt að bjóða þeim efnislega meðferð og vernd á Íslandi. Það er alls ekkert rangt við það að hætta við að...
Hvernig líður þér Maní?
MYND: DAVÍÐ ÞÓR EINSEMD er sammannlegur sannleikur sem býr í hverju hjarta. Allir ættu því að geta sett sig í spor íranska transdrengsins Maní Shahidi sem óttast einangrun og ofbeldi og þráir hlutdeild í því öryggi sem við erum stolt af hér á Íslandi. Einsemd einstaklinga ræðst af því trausti sem þeir skynja frá öðrum og til annarra. Útskúfun úr...
Öryggi barna er ofar öðrum hagsmunum
Ég hef skrifað, ásamt a.m.k 18 þúsund öðrum, undir yfirlýsingu gegn brottvísun barns og fjölskyldu frá Íslandi. „Við undirrituð skorum á íslensk stjórnvöld að virða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og hætta við brottvísun Muhammeds Zohair Faisal og fjölskyldu hans þann 3. febrúar.“ Barnið býr hér við öryggi, vináttu, menntun, velvild og kærleika. Allt sómasamlegt fólk vill að það verði hér áfram...
Kjörin veisla fyrir bókaklúbba
Sagan Veisla í greninu veitir lesendum tækifæri til að ræða muninn á vinsamlegum og fjandsamlegum samskiptum og mannréttindi barnsins. Bæði er hægt að ræða það sem birtist í bókinni og einnig það sem skortir. Um að gera er að ræða verkið út frá nokkrum forsendum. Þessi bók hentar að mínu mati óumræðanlega vel í bókaklúbbum allra landsmanna. Sagan sem höfundurinn, Juan...
Forsjálni - þjóðgildi Íslendinga fyrir 2020?
Sjaldan afrekrar ein stund margra daga forsómun – er málsháttur sem merkir einfaldlega það sama og hann segir: Sjaldan vinnst það upp á skammri stund sem lengi hefur verið vanrækt. Orðið afrek vekur athygli. Afrek kallar á forsjálni, að undirbúa jarðveginn af kostgæfni. Þessi málsháttur getur átt erindi til einstaklinga og samfélags á marga vegu. Einstaklingar sem vilja gera vel...
Einmanaleikinn er barningur
Dauðinn er barningurKhaled KalifaAngústúra 2019. Lesendur bókarinnar Dauðinn er barningur eftir sýrlenska höfundinn Khaled Khalifa fá íhugunarefni þegar lestri lýkur: Að gera einmanaleikanum skil. Eftir að hafa lesið og hugsað um byltinguna og stríðið í Sýrlandi, óttann, brostnar vonir, ástir, hugrekki, hugleysi, dauðann og hlutskipti mannsins í veröldinni bætist við allt um lykjandi forvitni um einmanaleikann. Spurningin „Hvers vegna verður...
Hetjuleg hunangsveiði milli heimkynna
HunangsveiðiSoffía BjarnadóttirAngústúra 2019. Ef til vill er vandasamt að lýsa því nákvæmlega yfir um hvað bókin, Hunangsveiði eftir Soffíu Bjarnadóttur, er. En þó er óhætt að fullyrða að áhrifin af lestrinum eru djúp og áhrifarík fyrir lesandann. Aðalsöguhetjan Silva stefndi sennilega einhvern tíma á dæmigert borgarlíf í skilgreindri atvinnu og í sambandi við týpískan karlmann. Innra með henni knýja þó á...
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
2
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Viðtal
10
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
6
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Fréttir
10
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
Hlal Jarah, eigandi veitingastaðarins Mandi hefur verið ákærður fyrir að ráðast með barsmíðum á Kefsan Fatehi á annan dag jóla 2020. Upptökur sýna Hlal slá Kefsan í höfuðið og sparka í hana. Sjálf lýsir hún ógnunum, morðhótunum og kynferðislegri áreitni af hendi Hlal og manna honum tengdum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.