Þessi færsla er meira en 6 ára gömul.

Fóstureyðingar bjarga og bæta líf

Fóstureyðingar bjarga og bæta líf

Á Íslandi þykja það sjálfsögð mannréttindi að konur hafi öruggt aðgengi að löglegum fóstureyðingum. Það er þó ekki algjör samhugur meðal fólks á jörðinni hvort og undir hvaða kringumstæðum fóstureyðingar eru réttlætanlegar. Sé þungunin afleiðing nauðgunar og/eða ef konan er mjög ung að aldri þykir það oft vera réttmæt ástæða þess að gangast undir fóstureyðingu. Eins er fóstureyðing gjarnan álitin vera réttmæt ef fóstrið er greint með alvarlegan galla og lífsgæði og lífslíkur þess eru metin vera lítil. Slíkar ástæður eru þó ekki nauðsynlegar til þess að konur á Íslandi geti gengist undir fórstureyðingu heldur er litið svo á, réttilega, að konur ráði sínu lífi og líkama sjálfar og þær taki sjálfstæða ákvörðun um hvort fóstureyðing í líkama þeirra eigi sér stað. Þrátt fyrir þetta frelsi er engin ástæða að ætla að konur taki slíka ákvörðun af neinu sem litast af léttúð og oft tekin eftir samtal við fagaðila.

 

Í sumum löndum, aðallega í þróunarríkjum og/eða þar sem stefnur eru markaðar af trúarbrögðum, eru fóstureyðingar bannaðar með nær öllu eða þurfa sæta miklum skorðum. Í þessum löndum er jafnframt gjarnan skert aðgengi að upplýsingum og  getnaðarvörnum. Slík bönn koma, augljóslega, ekki í veg fyrir að konur gangist undir fóstureyðingar. Margar konur, sem af hvaða ástæðu sem er, hugnast ekki að ganga með fóstrið að fæðingu eru tilbúnar að taka miklar áhættur til þess að losa sig við fóstrið. Þessar áhættur eru meðal annars að vera dæmd samkvæmt lögum í fangelsi, fá sýkingar eða slasast alvarlega af aðgerðinni sem stundum getur leitt til dauða. Áætlað er að tugþúsindir kvenna deyji árlega vegna ólöglegra fóstureyðinga og milljónir kvenna slasist, oft varanlega og alvarlega, vegna ólöglegra fóstureyðinga.

Fyrir utan að setja líf kvenna í hættu þá eru lög sem banna fóstureyðingar ekki til þess fallin að fækka fóstureyðingum. Þannig eru um 30 fóstureyðingar á hverjar 1000 konur í mörgum löndum Afríku og Suður-Ameríku. Til samanburðar þá eru um 12 fóstureyðingar á hverjar 1000 konur í mörgum löndum Evrópu þar sem fóstureyðingar eru leyfðar undir flestum kringumstæðum. Þessi háa tala fóstureyðinga í ríkjum Afríku og Suður-Ameríku er að líkum mikið tilkomin vegna fjölda óviljaðra þunganna en milljónir kvenna á þessum svæðum vilja geta komið í veg fyrir þunganir en skortir upplýsingar og aðbúnað til þess.

Það vakti mikla athygli þegar bókin Freakonomics kom út 2005 að þar var sýnt fram á sterka tengingu milli lækkun í glæpatíðni og lögleiðingu fóstureyðinga í New York borg. Rökin voru meðal annars þau að með lögleiðingu fóstureyðinga þá áttu mæður sem lifðu við bágar aðstæður, svo sem fátækt og fíkniefnaneyslu, greiðara aðgengi að fóstureyðingum. Það hafði þær afleiðingar að þessar konur eignuðust færri börn, börn sem hefðu annars verið í miklum áhættuhóp að lenda öfugum megin við lögin. Þannig að í kjölfar lögleiðingar fóstureyðinga skapaði þjóðfélagið færri glæpamenn og þannig lækkaði glæpatíðnin til muna. 

Þó svo að fóstur sem kona gengur með sé af tegundinni Homo sapiens þá, sér í lagi ef meðgangan er ekki komin langt á leið, er það langt frá því að vera meðvituð lífvera eða fullmótaður einstaklingur. Sem dæmi þá er fullorðið svín með miklu meiri meðvitund um lífið og hefur miklu meiri vitsmuna- og einstaklingseinkenni heldur en nokkurra vikna mennskt fóstur. Þrátt fyrir það þá er nær enginn sem berst gegn fóstureyðingum sem sér siðferðislega vankanta á því að drepa meðvituð og lifandi svín í milljóna tali. Eins og það eitt að vera með DNA úr Homo sapiens gefi manni skilyðrislausan rétt til að fæðast en sé maður með DNA af annarri dýrategund, þótt það sé merkilega líkt manninum, þá eigi maður ekki einu sinni rétt á að lifa.

Það kann að skjótast skökku við í fyrstu að það að eyða fóstri bjargi og bæti líf, eins og titillinn segir til um, en þegar gögnin eru skoðuð þá liggur það ljóst fyrir. Það gildir þó eingöngu ef fóstureyðingarnar eru löglegar. Bann gegn fóstureyðingum leiðir til fjölda ólöglegra fóstureyðinga sem sjálf leiða til dauða þúsundra kvenna og þær milljónir kvenna sem ekki deyja af slíkri aðgerð hljóta oft varanlegan skaða af. Þar fyrir utan eru bönn gegn fóstureyðingum árás á öryggi og frelsi kvenna sem eiga á hættu að sæta skömm, fordómum og glæpavæðingu fyrir það eitt að eyða fóstri. Fóstri sem hefur lítilla eða jafnvel engra hagsmuna að gæta á meðan konan hefur verulegra hagsmuna að gæta. Það er siðferðislega augljóst að undir öllum slíkum kringumstæðum ættu hagsmunir konunnar að vera virtir. Bönn gegn fóstureyðingum er óásættanleg aðför að frelsi og sjálfsákvörðunarrétti kvenna og slíkum ákvörðunum ber að fordæma og mótmæla.

 

Mæta á Austurvöll í dag klukkan 17:30 

Það að pólska ríkisstjórnin sé að reyna að koma á fót verulega ströngum fóstureyðingarlögum, sem bannar jafnvel fóstureyðingar fórnarlamba nauðganna, er forkastanlegt. Við getum því sent skýr skilaboð að tími feðraveldis þar sem karlmenn taka ákvarðanir um hvað konur megi og eigi að gera við líkamann sinn sé að líða undir lok. Það gerum við með því að mæta á Austurvöll í dag klukkan 17:30 og sýnum þannig pólskum, sem og milljónum annarra, systrum okkar samstöðu að slík ólög séu ekki liðin.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Ára­móta­heit­in: 3. Að hætta að drekka áfengi

Við ára­mót er vin­sælt að stíga á stokk og strengja þess heit að hætta ein­hverju eða byrja á ein­hverju. Hér er pist­ill handa þeim sem lang­ar til að hætta að drekka áfengi en það er eng­inn skort­ur á ástæð­um og rök­um fyr­ir slíkri ákvörð­un. Alkó­hól er ávana­bind­andi efni og neysl­an er samof­in sam­skipt­um í sam­fé­lag­inu, það telst því tölu­verð áskor­un...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
2
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Hung­ur­leik­ar Pútíns grimma

Sá at­burð­ur sem mun líma ár­ið 2022 í minni mann­kyns er inn­rás og stríð Vla­dimírs Pútíns gegn Úkraínu. Árás­ar­stríð sem ,,keis­ar­inn“ í Kreml (Pútín for­seti ræð­ur nán­ast öllu í Rússlandi), hóf þann 24. fe­brú­ar á þessu ári og sendi þar með her sinn, sem sagð­ur var á  ,,æf­ingu“, til inn­rás­ar á helstu vina­þjóð Rússa. Lít­ið er um vina­þel, eins og...
Stefán Snævarr
3
Blogg

Stefán Snævarr

FÆЭING ÞJÓЭAR. And­óf gegn rúss­neskri menn­ing­ar­heimsvalda­stefnu

Heim­spek­ing­ur­inn Heg­el mun segja ein­hvers stað­ar að mæli­kvarði á það hvort  hóp­ur manna telj­ist þjóð sé hvort hann er til­bú­inn til að verja lönd sín vopn­um. Vilji Úkraínu­manna til að verja sig gegn inn­rás Rússa sýn­ir alla vega að þeir líta á sig sér­staka þjóð, gagn­stætt því sem Pútín harð­ráði held­ur. Skoð­anakann­an­ir, sem gerð­ar hafa ver­ið eft­ir her­nám Krímskaga 2014,...
Stefán Snævarr
4
Blogg

Stefán Snævarr

Skópu Gyð­ing­ar nú­tím­ann?

Fræg er sú kenn­ing Max We­bers að kapí­tal­ism­inn hafi orð­ið til sem óætl­uð af­leið­ing af mót­mæl­enda­trú. Ann­ar þýsk­ur fræði­mað­ur, Werner Sombart,  skrif­aði mik­inn doðrant um Gyð­inga og efna­hags­líf­ið, Die Ju­den und das Wirtschafts­le­ben. Gyð­ing­arn­ir skópu nú­tíma kapí­tal­isma, stað­hæfði hann og  var þó ekki Gyð­ing­ur (frem­ur hið gagn­stæða, hann sner­ist á sveif með Hitler 1933). Hann benti á að Gyð­ing­ar hefði...
Lífsgildin
5
Blogg

Lífsgildin

Barna­mála­ráð­herra vs. dóms­mála­ráð­herra

For­varn­ir styðj­ast við lög og reglu­gerð­ir um hvað er leyfi­legt og bann­að og hvar mörk­in liggja. Til­slök­un á regl­um sem tengj­ast alkó­hóli geta þurrk­að út ár­ang­ur sem hef­ur feng­ist með for­vör­un. Nefna má að í könn­un ár­ið 1995 kom fram að 80% tí­undu bekk­inga höfðu smakk­að áfengi. Ný könn­un sýn­ir að 30% tí­undu bekk­inga hafa smakk­að áfengi. Þessi ár­ang­ur get­ur...

Nýtt efni

Fiskari eða sjómaður? Orð eru ekki bara orð
Ólína Þorvarðardóttir
Aðsent

Ólína Þorvarðardóttir

Fisk­ari eða sjómað­ur? Orð eru ekki bara orð

Ólína Kjer­úlf Þor­varð­ar­dótt­ir svar­ar grein Ei­ríks Rögn­valds­son­ar þar sem hann fjall­aði um gagn­rýni þeirra sem hafa lát­ið í sér heyra vegna þess að orð­ið „fisk­ari“ var tek­ið upp í lög­gjöf í stað orðs­ins „fiski­mað­ur“.
Hvað þýða róttækar kerfisbreytingar?
Guðrún Schmidt
Aðsent

Guðrún Schmidt

Hvað þýða rót­tæk­ar kerf­is­breyt­ing­ar?

Guð­rún Schmidt, sér­fræð­ing­ur hjá Land­vernd, skrif­ar um kerf­is­breyt­ing­ar á tím­um lofts­lags­vanda. „Breyt­ing­ar sem mann­kyn­ið, sér­stak­lega hinn vest­ræni heim­ur, þarf að fara í eru mikl­ar, rót­tæk­ar og djúp­ar,“ skrif­ar Guð­rún.
„Þetta snýst um það hvernig bæ við ætlum að skilja eftir fyrir börnin okkar“
ViðtalJarðefnaiðnaður í Ölfusi

„Þetta snýst um það hvernig bæ við ætl­um að skilja eft­ir fyr­ir börn­in okk­ar“

Þýska sements­fyr­ir­tæk­ið Heidel­berg vill byggja verk­smiðju sem er á stærð við fyr­ir­hug­að­an þjóð­ar­leik­vang inni í miðri Þor­láks­höfn. Fram­kvæmd­in er um­deild í bæn­um og styrk­veit­ing­ar þýska Heidel­bergs til fé­laga­sam­taka í bæn­um hafa vak­ið spurn­ing­ar um hvort fyr­ir­tæk­ið reyni að kaupa sér vel­vild. Bæj­ar­full­trú­inn Ása Berg­lind Hjálm­ars­dótt­ir vill ekki að Þor­láks­höfn verði að verk­smiðju­bæ þar sem mó­berg úr fjöll­um Ís­lands er hið nýja gull.
Við erum sennilega búin að tapa
Þórður Snær Júlíusson
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Við er­um senni­lega bú­in að tapa

Tæki­fær­ið til að leið­rétta það rang­læti sem sjáv­ar­út­vegs­kerf­ið fel­ur í sér er lík­leg­ast far­ið. Þau sem hagn­ast mest á kerf­inu eru bú­in að vinna. Þau eru fá­veld­ið sem rík­ir yf­ir okk­ur.
Stjórnvöldum verði heimilt að afla gagna um farsæld barna við gerð mælaborðs
Fréttir

Stjórn­völd­um verði heim­ilt að afla gagna um far­sæld barna við gerð mæla­borðs

Stjórn­völd vinna að gerð mæla­borðs um far­sæld barna. Svo það verði að veru­leika tel­ur mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­ið nauð­syn­legt að inn­leiða sér­stök lög sem heim­ila stjórn­völd­um að afla gagna um líð­an, vel­ferð og far­sæld barna.
Nota barnabætur til að vinna niður vanskil á leigu
Fréttir

Nota barna­bæt­ur til að vinna nið­ur van­skil á leigu

Rekstr­ar­töl­ur Bjargs íbúða­fé­lags benda til að fólk noti barna­bæt­ur til greiða nið­ur van­skil á leigu­greiðsl­um. Sömu töl­ur sýna að van­skil hafa auk­ist veru­lega síð­asta hálfa ár­ið. Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formað­ur VR og vara­formað­ur stjórn­ar Bjargs, vill að Al­þingi setji neyð­ar­lög sem stöðvi hækk­un leigu­greiðslna.
Trans fólk mun alltaf verða til
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir
Pistill

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir

Trans fólk mun alltaf verða til

Skoð­un ein­hvers á ver­ald­ar­vefn­um um kyn mitt mun ekki koma til með að breyta neinu um hver ég er.
Útilokaður frá fótbolta í rúma níu mánuði vegna veðmála
Fréttir

Úti­lok­að­ur frá fót­bolta í rúma níu mán­uði vegna veð­mála

Fyrr­ver­andi leik­mað­ur Aft­ur­eld­ing­ar fær ekki að spila fót­bolta á kom­andi keppn­is­tíma­bili, vegna veð­mála hans á fót­bolta á síð­asta sumri. Aga- og úr­skurð­ar­nefnd KSÍ seg­ir hann hafa brot­ið gegn grund­vall­ar­reglu með veð­mál­um á leiki sem hann sjálf­ur tók þátt í.
Orðaleikur dómsmálaráðherra
Eiríkur Rögnvaldsson
Pistill

Eiríkur Rögnvaldsson

Orða­leik­ur dóms­mála­ráð­herra

Mál­fars­legi að­gerðasinn­inn og mál­fræð­ing­ur­inn Ei­ríku Rögn­valds­son velt­ir fyr­ir sér orðanotk­un og hug­tök­um í um­ræð­unni og rýn­ir í hugs­un­ina sem þau af­hjúpa.
„Mig langar að búa í íbúð með herbergi“
Viðtal

„Mig lang­ar að búa í íbúð með her­bergi“

Tveir dreng­ir hafa ver­ið á ver­gangi ásamt föð­ur sín­um í Reykja­vík frá því síð­asta sum­ar og haf­ast nú við í hjól­hýsi. Fé­lags­ráð­gjafi kom því til leið­ar að þeir fengju að vera þar áfram eft­ir að vísa átti þeim af tjald­svæð­inu í októ­ber. Ax­el Ay­ari, fað­ir drengj­anna, seg­ir lít­ið um svör hjá borg­inni varð­andi hvenær þeir kom­ist í við­un­andi hús­næði. „Þetta er ekk­ert líf fyr­ir strák­ana mína.“
Meirihluti íbúa telur stórfyrirtækið reyna að kaupa sér velvild með fjárstyrkjum
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Meiri­hluti íbúa tel­ur stór­fyr­ir­tæk­ið reyna að kaupa sér vel­vild með fjár­styrkj­um

Þýska sements­fyr­ir­tæk­ið ver pen­ing­um í styrk­veit­ing­ar í Ölfusi til að reyna að auka vel­vild íbúa í sinn garð í að­drag­anda bygg­ing­ar möl­un­ar­verk­smiðju í Þor­láks­höfn. Þetta er mat meiri­hluta íbúa í sveit­ar­fé­lag­inu, sam­kvæmt könn­un sem Maskína gerði fyr­ir Heim­ild­ina. Tals­mað­ur Heidel­bergs, Þor­steinn Víg­lunds­son. hef­ur lýst and­stæðri skoð­un í við­töl­um um styrk­ina og sagt að það sé af og frá að þetta vaki fyr­ir þýska fyr­ir­tæk­inu.
Rannsóknin á Íslandsbanka snýst um kaup starfsmanna hans á hlutabréfum ríkisins
GreiningSalan á Íslandsbanka

Rann­sókn­in á Ís­lands­banka snýst um kaup starfs­manna hans á hluta­bréf­um rík­is­ins

Af­ar lík­legt er að fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­banka Ís­lands birti ít­ar­lega grein­ar­gerð eða skýrslu um rann­sókn­ina á að­komu Ís­lands­banka að út­boði hluta­bréfa rík­is­ins í hon­um í fyrra. For­dæmi er fyr­ir slíku. Það sem Ís­lands­banki hræð­ist hvað mest í rann­sókn­inni er ekki yf­ir­vof­andi fjár­sekt held­ur birt­ing nið­ur­staðna rann­sókn­ar­inn­ar þar sem at­burða­rás­in verð­ur teikn­uð upp með ít­ar­leg­um hætti.