Þessi færsla er meira en 5 ára gömul.

Að vera étinn lifandi

Að vera étinn lifandi

Sennilega leggja ekki margir hugann að því dags daglega hvernig þeir myndu helst vilja deyja en líklega eru fáir sem myndu kjósa það að vera étnir lifandi. Það er samt nákvæmlega það sem margir eru nákvæmlega að gera við sjálfan sig ef marka má boðskap heimildarmynarinnar Eating You Alive sem verður sýnd á Vegan Film Fest núna á fimmtudaginn 24. janúar.

Eating You Alive er heimildarmynd frá árinu 2018 sem skoðar tengsl sjúkdóma og matarins sem við borðum. Um er að ræða lífstílssjúkdóma á borð við sykursýki, krabbamein, og hjartasjúkdóma. Sjúkdóma sem eru stór byrði á heilbrigðiskerfinu, hertaka líf fjölskyldna og eru helsti valdi dauða okkar.

Samkvæmt heimildum myndarinnar er helsti orsakavaldurinn að þessum skaðlegu sjúkdómum maturinn sem við borðum og þá einna helst matur sem kemur úr dýraríkinu; dýraprótein og dýrafita. Viðbrögð læknastéttarinnar til þess að takast á við þessa sjúkdóma er margskonar, til að mynda skurðaðgerðir eins og hjartaþræðingar eða lyfjameðhöndlun til þess að lækka kólestról og blóðþrýsting. Nú hefur risið upp hópur lækna sem benda á að hér sé eingöngu verið að tækla einkenni en ekki neitt gert til þess að ráðast að orsökum til þess að reyna lækna eða fyrirbyggja þessa sjúkdóma. Samt sé slík lausn fyrir hendi sem felur einfaldlega það í sér að borða heilkjarna plöntumiðað fæði (e. whole food plant based diet). Með slíku mataræði megi draga verulega, ef ekki algjörlega, úr lyfjanotkun og draga úr einkennum sjúkdóma og jafnvel láta þá ganga til baka.

Myndin leggur mikinn áfellisdóm yfir almennri læknamenntun sem leggur lítið upp úr næringarfræði og gerir lækna illa undirbúna til þess að takast á við þessa sjúkdóma á skilvirkan hátt. Með þessu móti þá er sjúkdómunum, sem og sölu lyfjanna sem ætlað er til að takast á við þá, viðhaldið. Hvers vegna mæla læknar oft með því að fólk með of hátt kólestról taki inn kólestróllækkandi lyf en leggja nær aldrei til að það borði fæðu sem inniheldur ekkert kólestról?

Þó myndin einblíni á Bandaríkin þá á hún einnig erindi við Ísland. Íslendingar eru að deyja úr sömu sjúkdómum á Bandaríkjamenn og menntun læknanna okkar er, að minnsta kosti að hluta til, sambærileg. Mikið af þessu kann að hljóma ótrúlega og áróðurskennt þannig að nú er mál að skella sér í bíó og dæma fyrir sig sjálfur. Komið í bíó og heyrið reynslusögur venjulegs fólks af þessari einföldu en um leið áhrifamiklu leið til þess að ná bata. Komið í bíó og hlustið á hvað læknar sem hafa kynnt sér mátt næringar á heilsu hafa að segja eftir margra ára rannsóknir og reynslu. Í bónus fáið þið svo að sjá þekkt fólk á borð við Penn Jilette, James Cameron og Samuel L. Jackson leggja orð í belg.

Eating You Alive verður sýnd í sal 1 í Bíó Paradís fimmtudaginn 24. janúar klukkan 20:00. Sýningin er hluti af Vegan Film Fest í boði Samtaka grænkera á Íslandi í tilefni af Veganúar 2019.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni