Bókabræður – í minningu skapandi bókaútgefanda
Viðtal

Bóka­bræð­ur – í minn­ingu skap­andi bóka­út­gef­anda

Á unglings­ár­um fékk ég vinnu á bókala­ger Vöku-Helga­fells fyr­ir jól­in. Þar var eldri mað­ur í blá­um vinnusloppi sem príl­aði eins og apa­kött­ur upp him­in­háa bóka­rekka og tefldi þess á milli. Þarna voru líka tveir bræð­ur, oft í eins föt­um, sem að­stoð­uðu hann við að moka bók­um út í jóla­bóka­flóð­ið: Kjart­an Örn og Ragn­ar Helgi. For­eldr­ar þeirra ráku Vöku-Helga­fell; Ólaf­ur Ragn­ars­son, fyrr­ver­andi frétta­mað­ur, og El­ín Bergs, sem var svo smart í buxna­dragt að mér fannst hún vera Mar­lene Dietrich.
„Hvarflaði aldrei að okkur að börnunum hefði verið stolið“
Viðtal

„Hvarfl­aði aldrei að okk­ur að börn­un­um hefði ver­ið stol­ið“

Ing­unn Unn­steins­dótt­ir Kristen­sen, sem var ætt­leidd frá Sri Lanka ár­ið 1985, seg­ir að margt bendi til að hún sé fórn­ar­lamb man­sals. For­eldr­ar henn­ar segja til­hugs­un­ina um að hafa óaf­vit­andi tek­ið þátt í man­sali hrylli­lega, aldrei hafi hvarfl­að að þeim að börn­un­um hefði ver­ið stol­ið. Þau vilja að yf­ir­völd skipi rann­sókn­ar­nefnd sem velti öll­um stein­um við.
Endurheimti hamingjuna með aðstoð og breyttu hugarfari
Hamingjan

End­ur­heimti ham­ingj­una með að­stoð og breyttu hug­ar­fari

Eva Hrund Ein­ars­dótt­ir gekk á vegg fyr­ir mörg­um ár­um en hún upp­lifði kuln­un með­al ann­ars vegna of­þjálf­un­ar. Hún fékk alls kon­ar hjálp til að kom­ast yf­ir ástand­ið og end­ur­heimta ham­ingj­una. „Helsti lær­dóm­ur­inn var að læra að segja nei, að lifa í nú­inu, nýta tím­ann með þeim sem mað­ur elsk­ar sem og verja tím­an­um í hluti sem veita manni já­kvæða orku.“
Hvenær byrjarðu að hugsa sjálfstætt?
Viðtal

Hvenær byrj­arðu að hugsa sjálf­stætt?

Natasha S. er al­in upp í Moskvu og mennt­að­ur blaða­mað­ur. Hún kom fyrst til Ís­lands fyr­ir tíu ár­um síð­an, dvaldi hér á landi um ára­bil og hélt því næst til Sví­þjóð­ar þar sem hún bjó um skeið. Hún rit­stýrði og átti verk í ljóða­safn­inu Póli­fón­ía af er­lend­um upp­runa, en ljóð­in voru eft­ir fjór­tán höf­unda af er­lend­um upp­runa, bú­setta á Ís­landi, og verk­ið þótti marka tíma­mót í ís­lensk­um bók­mennt­um. Þeg­ar stríð­ið braust út í Úkraínu byrj­aði Natasha að skrifa – á ís­lensku. Og hlaut bók­mennta­verðlun Tóm­as­ar Guð­munds­son­ar fyr­ir bók­ina Mál­taka á stríðs­tím­um.
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Viðtal

„Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
Ég fór að hugsa um sjálfa mig og sinna sjálfri mér betur
Viðtal

Ég fór að hugsa um sjálfa mig og sinna sjálfri mér bet­ur

Elísa­bet Jök­uls­dótt­ir rit­höf­und­ur hef­ur upp­lif­að ham­ingju og óham­ingju. Gleði og sorg­ir. Hún upp­lifði með­al ann­ars mikla óham­ingju þeg­ar hún var lögð í einelti í grunn­skóla, þeg­ar hún var í of­beld­is­sam­bandi og þeg­ar hún flutti úr hús­inu sínu í Vest­ur­bæn­um þar sem svo margt hafði gerst. Elísa­bet fann aft­ur ham­ingju­til­finn­ing­una með sín­um leið­um.
Fyrrverandi forsætisráðherra Namibíu: „Íslensk stjórnvöld ollu okkur vonbrigðum“
ViðtalSamherjaskjölin í 1001 nótt

Fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Namib­íu: „Ís­lensk stjórn­völd ollu okk­ur von­brigð­um“

Fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Namib­íu er ósátt­ur við að ís­lensk stjórn­völd hafi ekki boð­ið fram að­stoð sína eft­ir að upp komst um fram­göngu Sam­herja í land­inu. Hann tap­aði for­mannsslag og hætti í póli­tík eft­ir um­deild­ar kosn­ing­ar inn­an flokks­ins, þar sem grun­ur leik­ur á að pen­ing­ar frá Sam­herja hafi ver­ið not­að­ir til að greiða fyr­ir at­kvæði.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Ferðalag Sjóns með verkfæratöskuna sína
Viðtal

Ferða­lag Sjóns með verk­færa­tösk­una sína

Rit­höf­und­ur­inn Sjón gaf ný­lega út rit­safn með öll­um bók­un­um sín­um frá ár­inu 1978. Í við­tali við Stund­ina ræð­ir hann um rit­safn­ið og líf sitt sem skrif­andi manns. „Og ég held að fólk hafi jafn­vel hald­ið að ég myndi kannski ekk­ert halda áfram að skrifa skáld­sög­ur eða hvað um mig yrði. Í sjálfu sér var ég ekki viss um það held­ur sjálf­ur.“
Fjallgöngur veita hamingju
Hamingjan

Fjall­göng­ur veita ham­ingju

Jó­hanna Fríða Dal­kvist seg­ir að sér finn­ist að fólk geti ekki alltaf ver­ið „sky high“; það sé ekki ham­ingj­an að vera alltaf ein­hvers stað­ar á bleiku skýi. Hún seg­ir að fólk þurfi að kunna og ákveða hvernig það ætli að bregð­ast við ef það finn­ur fyr­ir óham­ingju. Það þurfi að ákveða að vinna sig út úr því og tala um hlut­ina. Fjall­göng­ur hjálp­uðu Jó­hönnu Fríðu í kjöl­far sam­bands­slita á sín­um tíma og síð­an hef­ur hún geng­ið mik­ið á fjöll og er meira að segja far­in að vinna sem far­ar­stjóri í auka­vinnu.
Opnaði sig um Covid-túr og hætti í mótmælaskyni
ViðtalMartröðin á Júllanum

Opn­aði sig um Covid-túr og hætti í mót­mæla­skyni

Sjón­varps­við­tal við Arn­ar Gunn­ar Hilm­ars­son, skip­verja á Júlí­usi Geir­munds­syni ÍS, vakti mikla at­hygli fyr­ir tveim­ur ár­um. Hann lýsti þar nöt­ur­legri mán­að­ar­langri sjó­ferð áhafn­ar­inn­ar, veikri af Covid. Arn­ar sagði upp störf­um í mót­mæla­skyni við fram­göngu út­gerð­ar­inn­ar stuttu seinna. Hann seg­ir nýj­ar upp­lýs­ing­ar styrkja sig í þeirri trú að áhöfn­in hafi ver­ið mis­not­uð af út­gerð­inni.
Maður varð heill
Hamingjan

Mað­ur varð heill

Guð­mund­ur Andri Thors­son seg­ir að þeg­ar eitt­hvað kem­ur upp á í líf­inu verði mað­ur bara að standa á fæt­ur aft­ur, hrista sig og halda áfram. Það að vinna úr hlut­un­um á já­kvæð­an hátt sé alltaf ákvörð­un. Guð­mund­ur Andri og eig­in­kona hans gátu ekki eign­ast barn og ákváðu því að ætt­leiða og eiga tvær upp­komn­ar dæt­ur. Þeg­ar hann hafi feng­ið eldri dótt­ur­ina í fang­ið þá hafi hann orð­ið heill.

Mest lesið undanfarið ár