Flokkur

Viðskipti

Greinar

Júlíus Vífill svarar fyrir sig: Fjárkúgun og falsanir – leynipeningarnir eiga sig sjálfir
Spurt & svaraðPanamaskjölin

Júlí­us Víf­ill svar­ar fyr­ir sig: Fjár­kúg­un og fals­an­ir – leyni­pen­ing­arn­ir eiga sig sjálf­ir

Júlí­us Víf­ill Ingvars­son svar­aði spurn­ing­um Stund­ar­inn­ar um fund sem hann átti, þar sem var lýst hvernig forð­ast ætti skatt­greiðsl­ur. Hann lýsti því að pen­ing­arn­ir í sjóði hans á af­l­ands­svæði ættu sig sjálf­ir. Hér­aðssak­sókn­ari rann­sak­ar nú þessi við­skipti vegna gruns um skattsvik og pen­inga­þvætti. Upp­taka af fund­in­um hef­ur ver­ið birt og er hún hluti rök­stuðn­ings hér­aðssak­sókn­ara fyr­ir því að Sig­urði G. Guð­jóns­syni er mein­að að vera lög­mað­ur Júlí­us­ar Víf­ils, vegna gruns um að­ild hans. Júlí­us Víf­ill sagði upp­tök­una vera fals­aða.
Leyniflétta Júlíusar Vífils rakin upp
RannsóknPanamaskjölin

Leyniflétta Júlí­us­ar Víf­ils rak­in upp

Borg­ar­full­trú­inn fyrr­ver­andi, Júlí­us Víf­ill Ingvars­son, sem er til rann­sókn­ar hjá hér­aðssak­sókn­ara vegna „rök­studds gruns“ um stór­felld skattsvik og pen­inga­þvætti, sagði í sam­tali við Stund­ina að pen­ing­ar, sem hann geymdi á af­l­ands­svæði ættu sig sjálf­ir, og að upp­taka af sam­tali hans og Sig­urð­ar G. Guð­jóns­son­ar lög­manns, um hvernig forð­ast mætti að greiða skatt af þeim, væri föls­uð. Júlí­us Víf­ill hef­ur kom­ið með eng­ar eða vill­andi skýr­ing­ar, auk þess að neita að upp­lýsa um mál­ið.
Fall íslenskra fjölmiðla og hjálpin frá hagsmunaaðilum
ÚttektFjölmiðlamál

Fall ís­lenskra fjöl­miðla og hjálp­in frá hags­muna­að­il­um

Erfitt rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla ger­ir það að verk­um að til þess að halda úti fjöl­mennri rit­stjórn þurfa fjöl­miðl­ar að reiða sig á fjár­sterka að­ila til að nið­ur­greiða ta­prekst­ur fé­lags­ins. Ís­lensk stjórn­völd hafa ekki sýnt vilja til að styrkja sjálf­stæða blaða­mennsku, þrátt fyr­ir að for­sæt­is­ráð­herra hafi sagt fjöl­miðla lít­ið ann­að en skel vegna mann­eklu og fjár­skorts. Nefnd um rekstr­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla hef­ur enn ekki skil­að inn til­lög­um til ráð­herra.
Leigurisar kaupa upp heil fjölbýlishús á höfuðborgarsvæðinu
FréttirLeigumarkaðurinn

Leig­uris­ar kaupa upp heil fjöl­býl­is­hús á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Leigu­fé­lag­ið Heima­vell­ir hef­ur keypt að minnsta kosti fimm heil­ar blokk­ir í bygg­ingu á höf­uð­borg­ar­svæð­in. Fé­lag­ið hagn­að­ist um 1,1 millj­arð á hálfu ári. Formað­ur Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu seg­ir þetta slæma þró­un og þá hef­ur Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið var­að við sam­þjöpp­un á leigu­mark­aði.
Banki Margeirs slapp við skuld við ríkið með viðskiptum í skattaskjóli
FréttirPanamaskjölin

Banki Mar­geirs slapp við skuld við rík­ið með við­skipt­um í skatta­skjóli

Mar­geir Pét­urs­son, fjár­fest­ir og stofn­andi MP bank­ans sál­uga, var um­svifa­mik­ill við­skipta­vin­ur panömsku lög­manns­stof­unn­ar Mossack Fon­seca um ára­bil sam­kvæmt Pana­maskjöl­un­um. Af­l­ands­fé­lag í huldu eign­ar­haldi átti lyk­il­þátt í við­skiptafléttu sem fól í sér að banki í eigu Mar­geirs gerði upp skuld við ís­lenska rík­ið eft­ir að af­l­ands­fé­lag­ið keypti kröf­ur af ís­lensk­um líf­eyr­is­sjóð­um.
Sótt að Pressunni vegna 90 milljóna skuldar: Björn Ingi flytur inn í 320 fermetra einbýlishús
FréttirFjölmiðlamál

Sótt að Press­unni vegna 90 millj­óna skuld­ar: Björn Ingi flyt­ur inn í 320 fer­metra ein­býl­is­hús

Björn Ingi Hrafns­son leig­ir ein­býl­is­hús sem er í eigu fé­lags á Möltu sem er einn hlut­hafa eign­ar­halds­fé­lags­ins Borg­un­ar. Mála­ferli gegn Press­unni ehf. vegna rúm­lega 90 millj­óna láns, sem veitt var til að kaupa DV ehf. 2014, hafa ver­ið þing­fest. Eig­andi skuld­ar Press­unn­ar ehf. vill ekki ræða mál­ið en stað­fest­ir að það sé vegna van­gold­inn­ar skuld­ar.
Kári um brjóstaskurðaðgerðirnar: „Það er verið að galopna á einkavæðingu íslensks heilbrigðiskerfis“
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Kári um brjósta­skurð­að­gerð­irn­ar: „Það er ver­ið að gal­opna á einka­væð­ingu ís­lensks heil­brigðis­kerf­is“

Kári Stef­áns­son, for­stjóri Ís­lenskr­ar erfða­grein­ing­ar, hafn­aði sam­vinnu við Klíník­ina vegna kvenna með BRAC-stökk­breyt­ing­una ár­ið 2014. Kára hugn­að­ist ekki að einka­fyr­ir­tæki myndi ætla að fram­kvæma fyr­ir­byrggj­andi skurð­að­gerð­ir á kon­um sem eru arf­ber­ar fyr­ir stökk­breyt­ing­una sem vald­ið get­ur krabba­meini. Nú hef­ur Klíník­in hins veg­ar feng­ið leyfi til að gera fyr­ir­byggj­andi að­gerð­ir á kon­um með BRAC-stökk­breyt­ing­una.

Mest lesið undanfarið ár