Ljósmyndir af svæðum sem ýmist er búið að raska eða eyðileggja, með virkjunum eins og áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar eða eru í bið- eða orkunýtingarflokki Rammaáætlunar og því í hættu hvað mögulegar virkjanaframkvæmdir varðar eru settar fram á nýrri sýningu.
AfhjúpunPlastið fundið
6
Íslenska plastsyndin fundin í Svíþjóð
Stundin fann allt að 1.500 tonn af íslensku plasti sem hefur legið óhreyft í um fimm ár í vöruhúsi í Svíþjóð. Allt plastið var sagt endurunnið eða endurnýtt samkvæmt tölfræði Úrvinnslusjóðs og var íslenskum endurvinnslufyrirtækjum greitt um hundrað milljónir króna fyrir að senda það í endurvinnslu. Fyrrverandi umhverfisráðherra segir Úrvinnslusjóð bera ábyrgð á að íslenskt plast sé í raun endurunnið. Plastið sligar palestínska flóttamannafjölskyldu í Svíþjóð sem greiðir nú fyrir úrvinnslu á því.
Fréttir
Frumkvöðull í endurnýtingu heldur ótrauður áfram í jaðarsamfélaginu við Reykjavík
Í meira en hálfa öld hefur Valdi safnað föllnum hjólkoppum, gert við þá og sellt þá til endurnýtingar. Hann heldur ótrauður áfram, þrátt fyrir kreppu í bransanum og þótt hann hafi ekki fengið neina Covid-styrki. Valdi og bróðir hans lýsa lífinu í „jaðarsamfélaginu“ við mörk Reykjavíkur, sem nú er að ganga í endurnýjun lífdaga.
Menning
Epli á Íslandi eru táknmynd heimsendis
Karl Ágúst Þorbergsson listamaður fjallar um tengsl epla og heimsendis í hugvekju sinni fyrir viðburðaröðina Sjálfbær samruni – samtal lista og vísinda um sjálfbærni. Hann segir eplarækt á Íslandi vera táknmynd heimsendis því ekki væri hægt að rækta epli hér á landi nema vegna hamfarahlýnunar.
FréttirEndurvinnsla á Íslandi
7
Stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs segir af sér
Laufey Helga Guðmundsdóttir, skipaður stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs af umhverfisráðherra, hefur sagt af sér. Alþingi óskaði eftir því að ríkisendurskoðun rannsakaði starfsemi sjóðsins. Sjóðurinn veltir milljörðum króna á ári hverju.
ErlentPandóruskjölin
Pandóruskjölin: Efnafyrirtæki flutti pening í skattaskjól eftir mengunarslys
Gögn úr Pandóruskjölunum sýna að Bernard de Laguiche faldi eign sína í Solvay efnarisanum á meðan sótt var að fyrirtækinu fyrir að menga grunnvatn á Ítalíu og í Bandaríkjunum.
FréttirEndurvinnsla á Íslandi
Sex milljarða gas- og jarðgerðarstöð Sorpu uppfyllir ekki kröfur starfsleyfis
Úrgangurinn sem fer í GAJA inniheldur eingöngu 70% lífrænan úrgang, en bæði finnst plast og þungmálmar í moltunni. Umhverfisstofnun segir að eingöngu mætti taka við lífrænum úrgangi. Stöðin verður ekki starfrækt frekar á þessu ári.
GreiningLoftslagsbreytingar
Enginn fer í stríð
Mótmæli gegn hamfarahlýnun hafa ekki skilað róttækum breytingum af hálfu stjórnvalda og atvinnulífsins. Hvenær æsast leikar?
FréttirEndurvinnsla á Íslandi
Molta úr sex milljarða verksmiðju Sorpu of mikið menguð af þungmálmum
Allt að tuttugu sinnum meira magn þungmálma er í moltu frá Sorpu en staðlar segja um. Ætluðu að dreifa moltunni um íslenska náttúru. Endurvinnsluhlutfall Íslendinga er langt undir viðmiðum.
Fréttir
Sigmundur Davíð: Besta aðgerðin í loftslagsmálum að Ísland losi sem mest
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir nýja skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar skrifaða af „aktívistum“. Stefna íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum muni fela í sér mestu frelsisskerðingu í áratugi og lífskjaraskerðingu.
FréttirLaxeldi
Starfsmaður Arctic Fish hringdi í Veigu og snupraði hana fyrir myndir af afmynduðum eldislöxum
Kajakræðarinn Veiga Grétarsdóttir tók upp söguleg myndskeið af afmynduðum eldislöxum í sjókvíum í Arnarfirði og Dýrafirði. Starfsmaður Arctic Fish og oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði, Daníel Jakobsson, hringdi í Veigu og snupraði hana eftir að RÚV birti frétt um málið um helgina.
RannsóknEndurvinnsla á Íslandi
Misheppnað „töfrabragð“ Sorpu
Molta, framleidd í nýrri stöð Sorpu, reyndist plastmenguð og stóðst ekki kröfur, eins og sérfræðingar ítrekað vöruðu við. Upplýsingunum var haldið frá almenningi og moltan sögð „lofa góðu“. Ísland endurvinnur sorp minnst allra Norðurlanda.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
8
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Viðtal
6
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.