Flokkur

Umhverfið

Greinar

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Guðbrandur þurfti púst til að hjálpa sér við að anda út af kísilverksmiðjunni
ViðskiptiÁhrif kísilvers United Silicon

Guð­brand­ur þurfti púst til að hjálpa sér við að anda út af kís­il­verk­smiðj­unni

Ari­on banki hyggst opna aft­ur kís­il­verk­smiðj­una í Helgu­vík sem hef­ur ver­ið lok­uð í tæpt ár. All­ir bæj­ar­full­trú­ar í Reykja­nes­bæ hafa lýst sig and­víga opn­un­inni og 350 at­huga­semd­ir bár­ust frá íbú­um í bæn­um. Guð­brand­ur Ein­ars­son', bæj­ar­full­trúi og þing­mað­ur VIð­reisn­ar, lýs­ir áhrif­um verk­smiðj­unn­ar á heilsu­far sitt og út­skýr­ir hvers vegna má ekki opna hana aft­ur.
Íslenska plastsyndin fundin í Svíþjóð
AfhjúpunPlastið fundið

Ís­lenska plast­synd­in fund­in í Sví­þjóð

Stund­in fann allt að 1.500 tonn af ís­lensku plasti sem hef­ur leg­ið óhreyft í um fimm ár í vöru­húsi í Sví­þjóð. Allt plast­ið var sagt end­urunn­ið eða end­ur­nýtt sam­kvæmt töl­fræði Úr­vinnslu­sjóðs og var ís­lensk­um end­ur­vinnslu­fyr­ir­tækj­um greitt um hundrað millj­ón­ir króna fyr­ir að senda það í end­ur­vinnslu. Fyrr­ver­andi um­hverf­is­ráð­herra seg­ir Úr­vinnslu­sjóð bera ábyrgð á að ís­lenskt plast sé í raun end­urunn­ið. Plast­ið slig­ar palestínska flótta­manna­fjöl­skyldu í Sví­þjóð sem greið­ir nú fyr­ir úr­vinnslu á því.
Frumkvöðull í endurnýtingu heldur ótrauður áfram í jaðarsamfélaginu við Reykjavík
Fréttir

Frum­kvöð­ull í end­ur­nýt­ingu held­ur ótrauð­ur áfram í jað­ar­sam­fé­lag­inu við Reykja­vík

Í meira en hálfa öld hef­ur Valdi safn­að fölln­um hjól­kopp­um, gert við þá og sellt þá til end­ur­nýt­ing­ar. Hann held­ur ótrauð­ur áfram, þrátt fyr­ir kreppu í brans­an­um og þótt hann hafi ekki feng­ið neina Covid-styrki. Valdi og bróð­ir hans lýsa líf­inu í „jað­ar­sam­fé­lag­inu“ við mörk Reykja­vík­ur, sem nú er að ganga í end­ur­nýj­un lífdaga.
Endurnýja vatnslagnir í skólanum til öryggis eftir að blý mældist í vatninu
Fréttir

End­ur­nýja vatns­lagn­ir í skól­an­um til ör­ygg­is eft­ir að blý mæld­ist í vatn­inu

Reykja­nes­bær hef­ur ákveð­ið að flýta end­ur­nýj­un á vatns­lögn­um í Háa­leit­is­skóla á Ás­brú, þar sem Stund­in mældi blý­meng­un í drykkjar­vatni í síð­asta mán­uði. Bæj­ar­stjór­inn og skóla­stjór­inn segja að­gerð­irn­ar ekki tengj­ast um­fjöll­un­ar Stund­ar­inn­ar. „Þær fram­kvæmd­ir voru ein­ung­is færð­ar fram­ar í röð­inni til að slá á alla varnagla,“ seg­ir bæj­ar­stjór­inn.

Mest lesið undanfarið ár