Fréttamál

Salan á Íslandsbanka

Greinar

Hæpin gögn og óljósar forsendur réðu ferðinni við einkavæðingu Íslandsbanka
FréttirSalan á Íslandsbanka

Hæp­in gögn og óljós­ar for­send­ur réðu ferð­inni við einka­væð­ingu Ís­lands­banka

Rík­is­end­ur­skoð­un ger­ir at­huga­semd­ir við flest í einka­væð­ingu 22,5 pró­senta hlut­ar rík­is­ins í Ís­lands­banka. Ekki virð­ist hafa ver­ið ástæða til að gefa 4,1 pró­senta af­slátt af mark­aðsvirði bank­ans og vís­bend­ing­ar eru um að til­boð er­lends að­ila hafi þar ráð­ið mestu.
Ætlar að gera stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd grein fyrir drættinum
FréttirSalan á Íslandsbanka

Ætl­ar að gera stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd grein fyr­ir drætt­in­um

Guð­mund­ur Björg­vin Helga­son rík­is­end­ur­skoð­andi seg­ir skýr­ing­ar á því af hverju skýrsla Rík­is­end­ur­skoð­un­ar um einka­væð­ingu á 22,5 pró­senta hlut rík­is­ins í Ís­lands­banka í mars síð­ast­liðn­um hef­ur dreg­ist verði ljós­ar þeg­ar skýrsl­an verð­ur lögð fram. Von er á því að hún verði af­hent Al­þingi í þess­um mán­uði.
Faðir Bjarna tvisvar fengið að kaupa ríkiseignir á undirverði
ÚttektSalan á Íslandsbanka

Fað­ir Bjarna tvisvar feng­ið að kaupa rík­is­eign­ir á und­ir­verði

Bene­dikt Sveins­son, fað­ir Bjarna Bene­dikts­son­ar, hef­ur tví­veg­is keypt rík­is­eign­ir á und­ir­verði í einka­væð­ing­ar­ferli. Þetta eru við­skipt­in með SR-mjöl ár­ið 1993 og kaup hans á hluta­bréf­um í Ís­lands­banka ár­ið 2022. Í báð­um til­fell­um hef­ur Rík­is­end­ur­skoð­un tek­ið söl­una á eign­un­um til rann­sókn­ar. Þor­steinn Páls­son, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, sem helst var gagn­rýnd­ur fyr­ir söl­una á SR-mjöli, seg­ir að gagn­rýn­in eigi ekki rétt á sér.
Einungis Íslandsbanki svarar hvort lánað hafi verið í einkavæðingu bankans
ViðskiptiSalan á Íslandsbanka

Ein­ung­is Ís­lands­banki svar­ar hvort lán­að hafi ver­ið í einka­væð­ingu bank­ans

Eitt af því sem er til rann­sókn­ar hjá fjár­mála­eft­ir­liti Seðla­banka Ís­lands eru mögu­leg­ar lán­veit­ing­ar frá sölu­að­il­um hluta­bréf­anna í Ís­lands­banka til kaup­end­anna. Ein­ung­is einn af ís­lensku sölu­að­il­un­um fimm svar­ar því til að hann hafi mögu­lega veitt lán fyr­ir hluta­bréf­un­um. For­stjóri Banka­sýsl­unn­ar, Jón Gunn­ar Jóns­son, hef­ur sagt að í ein­hverj­um til­fell­um hafi ver­ið lán­að.
Bankasýslan fékk bara einn flugeld: „Þetta var miðlungs raketta“
FréttirSalan á Íslandsbanka

Banka­sýsl­an fékk bara einn flug­eld: „Þetta var miðl­ungs raketta“

Banka­sýsla rík­is­ins vinn­ur nú að minn­is­blaði um þær gjaf­ir sem starfs­menn stofn­un­ar­inn­ar þáðu í að­drag­anda og í kjöl­far út­boðs á hlut­um rík­is­ins í Ís­lands­banka. Jón Gunn­ar Jóns­son, for­stjóri Banka­sýsl­unn­ar, stað­fest­ir að bara einn flug­eld­ur hafi kom­ið sem gjöf. Hann hafi ver­ið „miðl­ungs“.
„Fjármálamarkaðnum virðist því miður ekki vera treystandi“
FréttirSalan á Íslandsbanka

„Fjár­mála­mark­aðn­um virð­ist því mið­ur ekki vera treyst­andi“

Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son, formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ir að sér­fræð­ing­ar sem stjórn­völd treystu fyr­ir sölu rík­is­ins á hlut­um sín­um í Ís­lands­banki hafi brugð­ist. Hann seg­ist treysta fjár­mála­ráð­herra, Bjarna Bendikts­syni, en ekki Banka­sýslu rík­is­ins. „Ég treysti Bjarna Bene­dikts­syni,“ sagði hann.
Bjarni segist ekki hafa verið vanhæfur til að selja pabba sínum Íslandsbankahlut
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ist ekki hafa ver­ið van­hæf­ur til að selja pabba sín­um Ís­lands­banka­hlut

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra seg­ist aldrei hafa hug­að að van­hæfi sínu við sölu á eign­ar­hlut rík­is­ins í Ís­lands­banka þrátt fyr­ir að fað­ir hans væri með­al kaup­enda. Á opn­um fundi í fjár­laga­nefnd um söl­una sagði hann lög­skýr­ing­ar um van­hæfi sitt sam­kvæmt stjórn­sýslu­lög­um frá­leit­ar. „Uppistað­an af öllu því sem þú ert að telja upp er áróð­ur,“ svar­aði hann þing­manni Pírata.
Bankasýslan útilokar ekki að borga seljendum Íslandsbankabréfa 263 milljónir í „valkvæða þóknun“
FréttirSalan á Íslandsbanka

Banka­sýsl­an úti­lok­ar ekki að borga selj­end­um Ís­lands­banka­bréfa 263 millj­ón­ir í „val­kvæða þókn­un“

Í samn­ingi Banka­sýslu rík­is­ins við sölu­að­il­ana í út­boð­inu á hluta­bréf­um ís­lenska rík­is­ins í Ís­lands­banka er ákvæði um að stofn­un­in geti ákveð­ið að greiða þess­um fyr­ir­tækj­um aukaþókn­un upp á 0,5 pró­sent. Þrátt fyr­ir um­ræð­una og gagn­rýn­ina á söl­una hef­ur Banka­sýsl­an enn ekki úti­lok­að að greiða þess­um fyr­ir­tækj­um um­rædda val­kvæða þókn­un.
Seðlabanki Íslands flýtir rannsókn á útboðinu í Íslandsbanka
ViðskiptiSalan á Íslandsbanka

Seðla­banki Ís­lands flýt­ir rann­sókn á út­boð­inu í Ís­lands­banka

Banka­sýsla rík­is­ins setti fram gagn­rýni á sölu­með­ferð hluta­bréfa í Ís­lands­banka. Gagn­rýn­in beind­ist að þeim bönk­um og verð­bréfa­fyr­ir­tækj­um sem seldu hluta­bréf­in þó eng­inn einn að­ili hefði ver­ið nefnd­ur. Tals­menn þess­ara fyr­ir­tækja kjósa að tjá sig ekki um hana ut­an einn, verð­bréfa­fyr­ir­tæk­ið Foss­ar mark­að­ir, sem und­ir­strik­ar að fé­lag­ið hafi fylgt lög­um og regl­um í út­boð­inu. Seðla­bank­inn seg­ist ætla að flýta rann­sókn­inni á út­boð­inu.

Mest lesið undanfarið ár