Fréttamál

Rannsókn á SÁÁ

Greinar

Stjórnendur SÁÁ bera ábyrgð á þjónustunni en ekki starfsfólkið segir forstjóri SÍ
Fréttir

Stjórn­end­ur SÁÁ bera ábyrgð á þjón­ust­unni en ekki starfs­fólk­ið seg­ir for­stjóri SÍ

María Heim­is­dótt­ir, for­stjóri Sjúkra­trygg­inga seg­ir að nið­ur­staða í máli SÁÁ sé feng­in eft­ir ít­ar­lega skoð­un og SÍ hafi ver­ið skylt að til­kynna mál­ið til hér­aðssak­sókn­ara. Ábyrgð á þjón­ust­unni sé al­far­ið stjórn­enda SÁÁ en ekki ein­stakra starfs­manna. Hún seg­ir af­ar ómak­legt að Ari Matth­ías­son, starfs­mað­ur Sjúkra­trygg­inga hafi ver­ið dreg­inn inn í um­ræð­una og sak­að­ur um ómál­efna­leg sjón­ar­mið.
Stjórn SÁÁ lýsir fullu trausti til framkvæmdastjórnar SÁÁ
Fréttir

Stjórn SÁÁ lýs­ir fullu trausti til fram­kvæmda­stjórn­ar SÁÁ

Auka­fundi stjórn­ar SÁÁ sem boð­að var til vegna nið­ur­stöðu Sjúkra­trygg­inga Ís­lands lauk rétt í þessu. Á fund­in­um var lýst yf­ir fullu trausti á fram­kvæmda­stjórn SÁÁ, stjórn­end­ur og starfs­fólk sam­tak­anna. Í álykt­un sem sam­þykkt var seg­ir með­al ann­ars, sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar, að að­gerð­ir SÍ gegn SÁÁ hafi ver­ið yf­ir­drifn­ar og rýri traust al­menn­ings á sam­tök­un­um.
Segja yfirlýsinguna ekki í nafni alls starfsfólks SÁÁ
Fréttir

Segja yf­ir­lýs­ing­una ekki í nafni alls starfs­fólks SÁÁ

Yf­ir­lýs­ing frá starfs­fólki SÁÁ var ekki bor­in und­ir allt starfs­fólk sam­tak­anna áð­ur en hún var send til fjöl­miðla í gær, sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar. „Hún var skrif­uð fyr­ir okk­ar hönd án okk­ar vit­und­ar,“ seg­ir starfs­mað­ur sem Stund­in ræddi við. Fleira starfs­fólk sem rætt var við tók í sama streng en aðr­ir sögð­ust treysta stjórn SÁÁ til að tala fyr­ir hönd starfs­fólks enda sé það gert í góðri trú.
SÁÁ sendi gríðarlegt magn af „tilhæfulausum reikningum“
Fréttir

SÁÁ sendi gríð­ar­legt magn af „til­hæfu­laus­um reikn­ing­um“

Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands segja að ekk­ert í svör­um SÁÁ breyti þeirri nið­ur­stöðu að sam­tök­in hafi sent gríð­ar­legt magn af til­hæfu­laus­um reikn­ing­um. SÍ hafi lengi ver­ið í „al­geru myrkri“ um til­urð þeirra og eðli og þeir því ver­ið greidd­ir í góðri trú. Þá sé með­ferð SÁÁ á sjúkra­skrám „aug­ljós brot á lög­um“.
Stjórn SÁÁ boðuð á aukafund vegna kröfu Sjúkratrygginga um 174 milljóna króna endurgreiðslu
Fréttir

Stjórn SÁÁ boð­uð á auka­fund vegna kröfu Sjúkra­trygg­inga um 174 millj­óna króna end­ur­greiðslu

Nokkr­ir í 48 manna að­al­stjórn SÁÁ gagn­rýna að hafa ekki feng­ið að sjá bréf eft­ir­lits­deild­ar Sjúkra­trygg­inga Ís­lands þar sem gerð­ar eru al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við þús­und­ir reikn­inga frá SÁÁ. Sam­tök­un­um er gert að end­ur­greiða Sjúkra­trygg­ing­um 174 millj­ón­ir króna. Ein­ar Her­manns­son, formað­ur SÁÁ, hef­ur boð­að stjórn sam­tak­anna á auka­fund í næstu viku vegna máls­ins.
Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um 174 milljónir í endurgreiðslu
Fréttir

Sjúkra­trygg­ing­ar krefja SÁÁ um 174 millj­ón­ir í end­ur­greiðslu

Eft­ir­lits­deild Sjúkra­trygg­inga Ís­lands ger­ir al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við þús­und­ir reikn­inga frá SÁÁ. Dæmi sé um að ráð­gjafi hafi hringt í skjól­stæð­ing til að til­kynna lok­un göngu­deilda en skráð sím­tal­ið sem ráð­gjafa­við­tal og rukk­að Sjúkra­trygg­ing­ar í sam­ræmi við það. Mál­ið er kom­ið inn á borð Land­lækn­is. Formað­ur SÁÁ seg­ir fram­kvæmda­stjórn­ina hafna nið­ur­stöðu Sjúkra­trygg­inga og kall­ar hana „til­efn­is­laus­ar ásak­an­ir“.

Mest lesið undanfarið ár