Aðili

Norðurál

Greinar

Norðurál fjármagnaði áróðursherferð gegn Landsvirkjun
Rannsókn

Norð­ur­ál fjár­magn­aði áróð­urs­her­ferð gegn Lands­virkj­un

Norð­ur­ál fjár­magn­aði og skipu­lagði áróð­urs­her­ferð sem átti að veikja samn­ings­stöðu Lands­virkj­un­ar um raf­orku­verð. Eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins gekkst við þessu og baðst af­sök­un­ar áð­ur en samn­ing­ar náð­ust ár­ið 2016. Her­ferð­in hafði ásýnd grasrót­ar­hreyf­ing­ar en var í raun þaul­skipu­lögð og fjár­mögn­uð með milli­göngu lítt þekkts al­manna­tengils.
Óskattlagðar vaxtagreiðslur Norðuráls úr landi tvöfalt hærri en hagnaður fyrirtækisins
FréttirÁlver

Óskatt­lagð­ar vaxta­greiðsl­ur Norð­ur­áls úr landi tvö­falt hærri en hagn­að­ur fyr­ir­tæk­is­ins

Laga­setn­ing­in til að sporna við skatta­hag­ræð­ingu ál­fyr­ir­tækj­anna á Ís­landi mun ekki hafa mik­il áhrif á Norð­ur­ál og Alcoa. Vaxta­greiðsl­ur Norð­ur­áls frá Ís­landi til eig­in fyr­ir­tæk­is í Banda­ríkj­un­um nema rúm­lega 84 millj­ón­um, hærri upp­hæð en sam­bæri­leg­ar greiðsl­ur hjá Alcoa.
Stjórnendur álveranna væru lögbrjótar í Noregi
FréttirÁlver

Stjórn­end­ur ál­ver­anna væru lög­brjót­ar í Nor­egi

Norsk meng­un­ar­lög­gjöf er með tals­vert öðru sniði en sú ís­lenska. Í henni eru heim­ild­ir fyr­ir því að refsa stjórn­end­um fyr­ir­tækja sér­stak­lega, fremji þau ít­rek­að það sem kall­að er „meng­un­ar­glæpi“. Reglu­legt eft­ir­lit fag­að­ila með vökt­un ál­vera og hegn­ing fyr­ir brot á meng­un­ar­lög­um, sem er við­tek­inn sið­ur í Nor­egi, þekk­ist ekki á ís­landi.
Skattafléttur álfyrirtækjanna: Vaxtakjör Norðuráls hjá móðurfélagi sínu tekin út úr opinberum ársreikningi
FréttirÁlver

Skattaflétt­ur ál­fyr­ir­tækj­anna: Vaxta­kjör Norð­ur­áls hjá móð­ur­fé­lagi sínu tek­in út úr op­in­ber­um árs­reikn­ingi

Skýr­ing með lána­kjör­um Norð­ur­áls er ekki birt í árs­reikn­ingi fyr­ir­tæk­is­ins. Móð­ur­fé­lag Norð­ur­áls hef­ur lækk­að vexti Norð­ur­áls ehf. nið­ur 5 pró­sent­um. Indriði Þor­láks­son seg­ir að fyr­ir­tæk­ið noti flétt­ur til að kom­ast hjá skatt­greiðsl­um á Ís­landi en Norð­ur­ál seg­ir að vaxta­kjör fyr­ir­tæk­is­ins séu ákveð­in hjá „óháð­um“ að­ila.
Svona sleppa álfyrirtækin við að borga skatta á Íslandi
ÚttektÁlver

Svona sleppa ál­fyr­ir­tæk­in við að borga skatta á Ís­landi

Norð­ur­ál hef­ur greitt 74 millj­arða í fjár­magns­kostn­að, mest til eig­in móð­ur­fé­lags, á sama tíma og fyr­ir­tæk­ið hef­ur skil­að bók­færð­um hagn­aði upp á 45 millj­arða króna. Indriði Þor­láks­son, fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri, seg­ir fyr­ir­tæk­ið nota „fléttu“ til að kom­ast hjá skatt­greiðsl­um á Ís­landi. Öll ál­fyr­ir­tæk­in þrjú beita ýms­um að­ferð­um til að eiga í sem mest­um við­skipt­um við móð­ur­fé­lög sín og önn­ur tengd fyr­ir­tæki. Ál­fyr­ir­tæk­in segja að um eðli­leg lán vegna fjár­fest­inga sé að ræða. Unn­ið er að breyt­ing­um á skatta­lög­um í fjár­mála­ráðu­neyt­inu sem eiga að girða fyr­ir óeðli­leg við­skipti tengdra fyr­ir­tækja.
Grundartangi: Paradís þungaiðnaðarins
Rannsókn

Grund­ar­tangi: Para­dís þunga­iðn­að­ar­ins

Í starfs­leyf­um Norð­ur­áls kem­ur skýrt fram að fyr­ir­tæk­ið sér sjálft um vökt­un og rann­sókn­ir á um­hverf­isáhrif­um sín­um, og legg­ur til hvernig sú vinna fer fram. Af­leið­ing þess, að hags­muna­að­il­ar vakti sig sjálf­ir, virð­ist vera að stór hluti þeirra áhrifa sem ál­ver­ið hef­ur á um­hverfi sitt, koma aldrei fram í skýrsl­um þeirra. Norð­ur­ál sýn­ir svo einnig mik­inn metn­að í því að gera sem minnst úr þeim áhrif­um, sem þó sjást. Ekki er að undra, þeg­ar svo gríð­ar­leg­ir hags­mun­ir fel­ast í því að allt líti sem best út á papp­ír­um. En rétt er þó, eins og þau benda sjálf á, að far­ið er eft­ir lög­um í einu og öllu. En við hvern er þá að sak­ast? Ligg­ur ábyrgð­in hjá iðju­ver­un­um sjálf­um? Hjá Um­hverf­is- og Skipu­lags­stofn­un? Er reglu­verk­ið ekki nógu stíft? Og hvers vegna fær nátt­úr­an aldrei að njóta vaf­ans í stað iðn­að­ar­ins?
Draumurinn um verbúðina Ísland
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillRíkisstjórnin

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Draum­ur­inn um ver­búð­ina Ís­land

Ís­land fram­tíð­ar­inn­ar gæti lit­ið út eins og stækk­uð út­gáfa af Vest­manna­eyj­um ár­ið 2015. Ef út­gerð­irn­ar Ís­fé­lag­ið, Vinnslu­stöð­in, Berg­ur-Hug­inn, Hug­inn og aðr­ar minni væru ekki í Vest­manna­eyj­um væri grund­völl­ur áfram­hald­andi byggð­ar þar tæp­ur nema sem ein­hvers kon­ar þjón­ustumið­stöð fyr­ir ferða­menn. Þökk sé út­gerð­un­um er at­vinnu­leysi hjá á fimmta þús­und íbúa Vest­manna­eyja nán­ast ekk­ert og fast­eigna­verð hef­ur hækk­að um 70 pró­sent á...
Kosningastjóri Framsóknar prókúruhafi félags sem berst gegn sæstreng
Fréttir

Kosn­inga­stjóri Fram­sókn­ar prókúru­hafi fé­lags sem berst gegn sæ­streng

Svan­ur Guð­munds­son seg­ist ekki vera í Fram­sókn­ar­flokkn­um og að Face­book­síð­an „Auð­lind­irn­ar okk­ar“ teng­ist hvorki flokkn­um hags­mun­að­il­um. Einn af for­svars­mönn­um síð­unn­ar hef­ur unn­ið sem verktaki fyr­ir Norð­ur­ál í gegn­um ár­in. Sæ­streng­ur gæti kom­ið sér illa fyr­ir ál­fyr­ir­tæki eins og Alcoa og Norð­ur­ál því með hon­um gæti raf­magns­verð hækk­að.

Mest lesið undanfarið ár