Flokkur

Kynferðislegt ofbeldi

Greinar

Viðtalið sem felldi prins
Erlent

Við­tal­ið sem felldi prins

Andrés Bretaprins hef­ur dreg­ið sig í hlé frá öll­um op­in­ber­um störf­um í fyr­ir­sjá­an­legri fram­tíð eft­ir að hann veitti um­deilt sjón­varps­við­tal um vin­skap sinn við banda­ríska barn­aníð­ing­inn Jef­frey Ep­stein. Ep­stein fannst lát­inn í fanga­klefa á dög­un­um og hafa tveir fanga­verð­ir ver­ið hand­tekn­ir vegna máls­ins. Stúlka, sem seg­ir Andrés og Ep­stein hafa brot­ið gegn sér ít­rek­að, hvet­ur prins­inn til að gefa sig fram við yf­ir­völd í Banda­ríkj­un­um.
Barnavernd skortir úrræði vegna forsjár dæmdra barnaníðinga
Fréttir

Barna­vernd skort­ir úr­ræði vegna for­sjár dæmdra barn­aníð­inga

Eng­ar sér­stak­ar regl­ur eða ferl­ar eru í gildi hjá Barna­vernd Reykja­vík­ur ef for­eldri er kært eða dæmt fyr­ir barn­aníð. For­stjóri Barna­vernd­ar­stofu seg­ir að brota­löm sé að finna í lagaum­hverf­inu og tel­ur mikla þörf á að bæta eft­ir­lit þeg­ar fólk er dæmt fyr­ir barn­aníð. Hreyf­ing­in Líf án of­beld­is krefst þess að börn séu vernd­uð gegn of­beldi.
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
Viðtal

„Það er eins og barn­ið mitt komi mér ekki við“

Barn­s­móð­ir manns­ins sem ný­ver­ið var dæmd­ur í sjö ára fang­elsi vegna al­var­legra kyn­ferð­is­brota gegn þá barn­ung­um syni sín­um hef­ur eng­ar upp­lýs­ing­ar feng­ið um hvar son­ur þeirra eigi að búa þeg­ar fað­ir­inn fer í fang­elsi. Son­ur­inn, sem er yngri bróð­ir þess sem brot­ið var á, er þrett­án ára og býr enn hjá dæmd­um föð­ur sín­um, sem fer einn með for­sjá hans.
Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
Úttekt

Dæmd­ur barn­aníð­ing­ur ekki álit­inn hættu­leg­ur barni sínu

Einn þyngsti dóm­ur sem fall­ið hef­ur, vegna kyn­ferð­is­brots for­eldr­is gegn barni sínu, féll í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur ný­ver­ið. Þá hlaut fað­ir sjö ára dóm fyr­ir ára­langa og grófa mis­notk­un á syni sín­um. Þrátt fyr­ir al­var­leika brot­anna sat mað­ur­inn ekki í gæslu­varð­haldi og hann fer enn einn með for­sjá yngri son­ar síns.
Játaði að hafa þuklað á þroskaskertri konu en var sýknaður
FréttirKynferðisbrot

Ját­aði að hafa þukl­að á þroska­skertri konu en var sýkn­að­ur

Mað­ur á sex­tugs­aldri olli þroska­skertri konu óþæg­ind­um þeg­ar hann, að eig­in sögn, þreif­aði ít­rek­að á henni og örv­að­ist við það kyn­ferð­is­lega. Geð­lækn­ir sagði mann­inn hafa „geng­ið lengra í nán­um sam­skipt­um en hún hafi ver­ið til­bú­in til, en hann hafi þó virt henn­ar mörk“ og dóm­ar­ar töldu ekki sann­að að ásetn­ing­ur hefði ver­ið fyr­ir hendi.
„Við erum ennþá meðvirk með spillingunni“
MenningUppreist æru

„Við er­um enn­þá með­virk með spill­ing­unni“

Karl Ág­úst Úlfs­son er einn ást­sæl­asti leik­ari og höf­und­ur þjóð­ar­inn­ar. Hann hef­ur lát­ið sig sam­fé­lags­mál varða í ára­tugi, fyrst á vett­vangi Spaug­stof­unn­ar, sem valda­menn töldu að væri á mála hjá óvin­veitt­um öfl­um. Hann seg­ir að sig svíði þeg­ar níðst er á lít­il­magn­an­um og hvernig feðra­veld­ið verji sig þeg­ar kyn­ferð­is­legt of­beldi kemst á dag­skrá. Ný bók hans, Átta ár á sam­visk­unni, er safn smá­sagna um fólk í sál­ar­háska.

Mest lesið undanfarið ár