Svæði

Ísland

Greinar

Varað við glannaskap í ríkisfjármálum
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Var­að við glanna­skap í rík­is­fjár­mál­um

Fjár­magn­s­tekju­skatt­ur verð­ur hækk­að­ur og þannig sótt­ur millj­arð­ur í vasa rík­asta fólks­ins á Ís­landi. Hins veg­ar er að mestu leyti óljóst hvernig fjár­magna á stór­auk­in út­gjöld og upp­bygg­ingu inn­viða. Ný rík­is­stjórn virð­ist ætla að veikja stóra tekju­stofna og slaka á að­halds­stigi rík­is­fjár­mála þótt tals­verðr­ar spennu gæti í þjóð­ar­bú­skapn­um.
„Skelfilegar sögur“ úr Kvikmyndaskóla Íslands
RannsóknMetoo

„Skelfi­leg­ar sög­ur“ úr Kvik­mynda­skóla Ís­lands

Kvik­mynda­skóli Ís­lands hef­ur gjör­breytt lands­lag­inu í ís­lenskri kvik­mynda­gerð, enda hika nem­end­ur ekki við að greiða rán­dýr skóla­gjöld­in til að láta drauma sína ræt­ast. Ung­ar kon­ur sem hafa far­ið í gegn­um leik­list­ar­nám­ið segja hins veg­ar frá marka­leysi og óvið­eig­andi sam­skipt­um við kenn­ara, að­gerð­ar­leysi stjórn­enda og karllæg­um kúltúr þar sem nem­end­um var kennt að brjóst selja.
Pressan greiddi 350 þúsund á  mánuði fyrir jeppa undir Björn Inga
FréttirFjölmiðlamál

Press­an greiddi 350 þús­und á mán­uði fyr­ir jeppa und­ir Björn Inga

Þó Press­an ehf. hafi ver­ið ógjald­fær frá ár­inu 2014 að mati nýrr­ar stjórn­ar fyr­ir­tæk­is­ins hef­ur fyr­ir­tæk­ið greitt rúm­lega 4 millj­ón­ir króna á ári í leigu fyr­ir Landrover Disco­very jeppa Björns Inga Hrafns­son­ar. Björn Ingi seg­ist hafa yf­ir­tek­ið samn­ing­inn um bíl­inn. Deil­ur um eign­ar­hald á fjöl­miðl­um Press­unn­ar hafa stað­ið yf­ir og Björn Ingi ver­ið kærð­ur fyr­ir fjár­drátt.
Áralangar deilur innan fjölskyldu Ásmundar Einars hafa ratað til lögreglunnar
FréttirNý ríkisstjórn

Ára­lang­ar deil­ur inn­an fjöl­skyldu Ásmund­ar Ein­ars hafa rat­að til lög­regl­unn­ar

Margra ára deil­ur hafa geis­að í fjöl­skyldu fé­lags­mála­ráð­herra, Ásmund­ar Ein­ars Daða­son­ar, um jörð­ina Lamb­eyr­ar í Döl­um. Ásmund­ur Ein­ar bjó á jörð­inni áð­ur en hann sett­ist á þing. Fað­ir hans, Daði Ein­ars­son, rak bú á jörð­inni sem varð gjald­þrota og missti hann í kjöl­far­ið eign­ar­hlut sinn í jörð­inni yf­ir til systkina sinna sjö. Bróð­ir Daða væn­ir feðg­ana um inn­brot í íbúð­ar­hús á Lambeyr­um sem deilt er um.

Mest lesið undanfarið ár