Svæði

Ísland

Greinar

Festi segir N1 Rafmagn ekki hafa ofrukkað neytendur og endurgreiðir bara tvo mánuði
FréttirViðskiptin með Íslenska orkumiðlun

Festi seg­ir N1 Raf­magn ekki hafa of­rukk­að neyt­end­ur og end­ur­greið­ir bara tvo mán­uði

Al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Festi, sem með­al ann­ars á olíu­fé­lag­ið N1 og N1 Raf­magn, seg­ist ekki ætla að end­ur­greiða við­skipta­vin­um sín­um sem komu í gegn­um þrauta­vara­leið­ina nema fyr­ir tvo síð­ustu mán­uði. N1 Raf­magn baðst af­sök­un­ar á því í síð­ustu viku að hafa rukk­að þessa við­skipta­vini um hærra verð en lægsta birta verð fyr­ir­tæk­is­ins. N1 Raf­magn tel­ur sig hins veg­ar ekki hafa stund­að of­rukk­an­ir.
Yfirmenn hjá lögreglu segja að mannekla bitni á þolendum ofbeldis
Fréttir

Yf­ir­menn hjá lög­reglu segja að mann­ekla bitni á þo­lend­um of­beld­is

Yf­ir­menn hjá Lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu segja að ef rann­saka eigi kyn­ferð­is- og heim­il­isof­beldi af mynd­ar­skap þurfi fleiri rann­sak­end­ur og ákær­end­ur. Fjöldi þeirra hafi stað­ið í stað þrátt fyr­ir gríð­ar­lega aukn­ingu til­kynn­inga um brot í kjöl­far Met­oo. Álag­ið sé kom­ið yf­ir þol­mörk. Þá séu dæmi um að rann­sókn­ir tefj­ist vegna álags á Land­spít­ala því áverka­vott­orð skili sér seint til lög­reglu. Yf­ir­völd hvetji fólk til að kæra of­beldi en láti ógert að styrkja inn­við­ina nægj­an­lega.
N1 Rafmagn baðst loks afsökunar á ofrukkunum í þriðju atrennu
FréttirViðskiptin með Íslenska orkumiðlun

N1 Raf­magn baðst loks af­sök­un­ar á of­rukk­un­um í þriðju at­rennu

N1 Raf­magn rétt­lætti of­rukk­an­ir á raf­magni til við­skipta­vina sinna tví­veg­is áð­ur en fyr­ir­tæk­ið baðst af­sök­un­ar. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur ekki út­skýrt af hverju það ætl­ar ekki að end­ur­greiða við­skipta­vin­um sín­um mis­mun­inn á inn­heimtu verði raf­magns og aug­lýstu frá sumr­inu 2020 þeg­ar það varð sölu­að­ili til þrauta­vara.
Eigandi Arnarlax vill framleiða 150 þúsund tonn með aflandseldi fjarri landi
FréttirLaxeldi

Eig­andi Arn­ar­lax vill fram­leiða 150 þús­und tonn með af­l­and­seldi fjarri landi

Ný­stofn­að lax­eld­is­fyr­ir­tæki sem er að hluta til í eigu norska lax­eld­isris­ans Salm­ar AS, eig­anda Arn­ar­lax, hyggst fram­leiða 150 þús­und tonn af eld­islaxi í af­l­andskví­um fjarri strönd­um Nor­egs. Fyr­ir­tæk­ið seg­ir að fram­tíð lax­eld­is í heim­in­um liggi í slíkri „sjálf­bærri“ lausn. Sam­hliða fram­leið­ir Salm­ar AS eld­islax í fjörð­um Ís­lands og vill bæta í.
Björn Zoëga með tæpar 5 milljónir á mánuði í Svíþjóð og Íslandi
Fréttir

Björn Zoëga með tæp­ar 5 millj­ón­ir á mán­uði í Sví­þjóð og Ís­landi

Sænskt dag­blað fjall­ar um launa­mál Björns Zoëga, for­stjóra Karol­inska-sjúkra­húss­ins, og set­ur í sam­band við laun sænska for­sæt­is­ráð­herr­ans. Magda­lenu And­er­son. Björn er með helm­ingi hærri laun en hún. Sænska blað­ið set­ur laun­in í sam­hengi við aukastarf Björns fyr­ir heil­brigð­is­ráð­herra á Ís­landi sem Björn fær tæp­lega 1100 þús­und fyr­ir á mán­uði sam­hliða for­stjóra­laun­un­um. Björn seg­ist ekki hafa ver­ið bú­inn að kanna laun sín á Ís­landi.
„Sigurinn er barnabörnum mínum að þakka, þau reistu mig upp þegar ég bugaðist“
Fréttir

„Sig­ur­inn er barna­börn­um mín­um að þakka, þau reistu mig upp þeg­ar ég bug­að­ist“

„Barna­börn­in frels­uðu mig þeg­ar ég gafst upp eft­ir að end­urupp­töku­nefnd­in synj­aði því að mitt mál yrði tek­ið upp að nýju fyr­ir tæp­um fimm ár­um,“ seg­ir Erla Bolla­dótt­ir sem fagn­ar nú nið­ur­stöðu Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur frá því í morg­un þar sem ákvörð­un nefnd­ar­inn­ar um að hafna end­urupp­töku vegna dóms Erlu í Guð­mund­ar- og Geirfinns­mál­inu var felld úr gildi.

Mest lesið undanfarið ár