Flokkur

Innlent

Greinar

Uppgjör umboðsmanns: Vildi alltaf verða málsvari litla mannsins
Viðtal

Upp­gjör um­boðs­manns: Vildi alltaf verða mál­svari litla manns­ins

Tryggvi Gunn­ars­son er hætt­ur sem um­boðs­mað­ur Al­þing­is eft­ir að hafa ver­ið við­loð­andi embætt­ið í 33 ár. Hann vildi ung­ur verða „mál­svari litla manns­ins“ og hef­ur þess ut­an starf­að við að veita vald­höf­um að­hald. Hann tók á skip­un­um dóm­ara, Lands­rétt­ar­mál­inu og leka­mál­inu og þurfti ít­rek­að að verj­ast ágangi valda­mesta fólks lands­ins. Eitt skipt­ið hringdi for­sæt­is­ráð­herr­ann í hann með slík­um yf­ir­gangi að breyta þurfti regl­um um sam­skipti ráða­manna við um­boðs­mann. „Í mínu starfi hef ég feng­ið fjölda ábend­inga vegna svona sím­tala,“ seg­ir hann.
Høgni um þrýstinginn innan úr Sjálfstæðisflokknum: „Ég segi bara follow the money“
Fréttir

Høgni um þrýst­ing­inn inn­an úr Sjálf­stæð­is­flokkn­um: „Ég segi bara follow the mo­ney“

Fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Fær­eyja, Høgni Hoy­dal, seg­ir að það sé óvenju­legt að póli­tísk­ur þrýst­ing­ur komi frá ís­lensk­um ráð­herr­um. Þetta gerð­ist hins veg­ar í að­drag­anda þess að sett voru lög sem tak­marka er­lent eign­ar­hald í fær­eysk­um sjáv­ar­út­vegi. Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra hef­ur ekki svar­að því hvort hann ræddi við Høgna um mál­ið en út­gerð­ar­fé­lag­ið Sam­herji, sem Kristján Þór hef­ur margs kon­ar tengsl við, er stór hags­mun­að­ili í fær­eysk­um sjáv­ar­út­vegi.

Mest lesið undanfarið ár