Flokkur

Geðheilbrigðismál

Greinar

Ætlar að raka af sér hárið
Viðtal

Ætl­ar að raka af sér hár­ið

Al­ex­andra Sif Her­leifs­dótt­ir hef­ur glímt við kvíða og þung­lyndi sem má kannski rekja að ein­hverju leyti til einelt­is í grunn­skóla. Nú safn­ar hún fyr­ir Út­meða, sem er sam­vinnu­verk­efni Geð­hjálp­ar og Rauða kross Ís­lands fyr­ir fólk sem upp­lif­ir sjálfsskaða- og sjálfs­vígs­hugs­an­ir. Ef hún safn­ar 300.000 krón­um fyr­ir 16. októ­ber þá ætl­ar hún að raka af sér hár­ið og gefa það til sam­taka sem gera hár­koll­ur fyr­ir börn með sjálfsof­næm­is­sjúk­dóm.
„Áfallið situr í líkamanum“
Viðtal

„Áfall­ið sit­ur í lík­am­an­um“

Al­var­leg­ar and­leg­ar, fé­lags­leg­ar og lík­am­leg­ar af­leið­ing­ar hljót­ast af kyn­ferð­isof­beldi í æsku. Kon­ur beina sárs­auk­an­um inn á við og verða lík­am­lega veik­ar, jafn­vel ör­yrkj­ar, á með­an karl­ar beina hon­um út sem brýst út með and­fé­lags­legri hegð­un og jafn­vel af­brot­um. Dr. Sigrún Sig­urð­ar­dótt­ir kall­ar á eft­ir þverfag­legu þjóðar­átaki gegn kyn­ferð­is­legu of­beldi.
Hrædd við skilningsleysi og kerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar
Rannsókn

Hrædd við skiln­ings­leysi og kerf­is­breyt­ing­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar

Rík­is­stjórn­in hef­ur boð­að stór­felld­ar kerf­is­breyt­ing­ar á mál­um ör­yrkja með inn­leið­ingu starfs­getumats sem á að liðka fyr­ir at­vinnu­þátt­töku ör­yrkja með já­kvæð­um hvöt­um í kerf­inu. Rann­sókn­ir benda til þess að upp­taka á slíku kerfi í ná­granna­ríkj­um hafi ekki leitt til auk­inn­ar at­vinnu ör­yrkja, held­ur leitt til auk­inna sjálfs­víga og fjölg­un­ar áskrifta á þung­lynd­is­lyf. Ör­yrkj­ar ótt­ast af­leið­ing­ar þess að þetta kerfi verði tek­ið upp. Fé­lags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra seg­ist vilja auka virkni ör­yrkja.
Það sem SÁÁ vill ekki tala um
Rannsókn

Það sem SÁÁ vill ekki tala um

Með­ferð SÁÁ snýst um að lækna „lífs­hættu­leg­an heila­sjúk­dóm,“ en kon­ur hafa upp­lif­að ógn­an­ir og áreitni frá dæmd­um brota­mönn­um í með­ferð­inni. Ung stúlka lýs­ir því hvernig hún hætti í með­ferð vegna ógn­ana og áreit­is. Vin­kona móð­ur henn­ar var vik­ið fyr­ir­vara­laust úr með­ferð án skýr­inga, eft­ir að hún til­kynnti um áreitni, og ekki vís­að í önn­ur úr­ræði þrátt fyr­ir al­var­leika sjúk­dóms­ins. For­svars­menn SÁÁ segja gagn­rýni ógna ör­yggi og heilsu annarra sjúk­linga og vísa henni á bug.
Á Íslandi sýndi sig að betra væri að halda fólki en óla það niður
Viðtal

Á Ís­landi sýndi sig að betra væri að halda fólki en óla það nið­ur

Páll Matth­ías­son, for­stjóri Land­spít­ala, seg­ir eng­in tíð­indi ef ein­stak­ling­ur grein­ist með geð­sjúk­dóm, enda glími meiri­hluti fólks við geð­ræn vanda­mál ein­hvern tíma á lífs­leið­inni. Hann seg­ir sér­stak­lega mik­il­vægt að styðja við fjöl­skyld­ur og ungt fólk og vill setja upp sér­staka þjón­ustu fyr­ir fólk á aldr­in­um 14 til 25 ára. Hann hef­ur bor­ið vitni fyr­ir danskri þing­nefnd og hald­ið er­indi fyr­ir franska heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið um hvers vegna fólk í sturlun­ar­ástandi er ekki ól­að nið­ur á Ís­landi, held­ur því hald­ið.

Mest lesið undanfarið ár