Fréttamál

Flóttafólk frá Venesúela

Greinar

Haldið gegn vilja sínum: „Eins og við værum dæmdir glæpamenn“
FréttirFlóttafólk frá Venesúela

Hald­ið gegn vilja sín­um: „Eins og við vær­um dæmd­ir glæpa­menn“

„Þetta var of­boðs­lega nið­ur­lægj­andi, eins og refs­ing fyr­ir að hafa far­ið úr landi,“ seg­ir Ori­ana Agu­delo Pineda sem lenti ásamt 180 öðr­um Venesúela­bú­um í heima­land­inu í gær. Hún seg­ist ekki hafa feng­ið að hitta ætt­ingja á flug­vell­in­um og að hóp­ur­inn hafi ver­ið færð­ur í hús­næði þar sem þeim er hald­ið gegn vilja þess í tvo daga.
Martröð Venesúelabúa tekur engan enda
FréttirFlóttafólk frá Venesúela

Mar­tröð Venesúela­búa tek­ur eng­an enda

„Ef allt fer á versta veg finnst mér ég alla vega hafa reynt að segja mína sögu,“ seg­ir venesú­elski hæl­is­leit­and­inn Isaac Rodrígu­ez. Út­lend­inga­stofn­un flaug 180 sam­lönd­um hans úr landi í gær. Lög­regl­an tók á móti fólk­inu og færði það í hús­næði þar sem því hef­ur ver­ið gert að dvelja næstu tvo daga á með­an yf­ir­heyrsl­ur fara fram.
Móðir og systir Oriönu fengu vernd en hún send burt
Viðtal

Móð­ir og syst­ir Oriönu fengu vernd en hún send burt

Þrátt fyr­ir að móð­ir Oriönu Das­iru Agu­delo Pinedu og syst­ir henn­ar hafi feng­ið hæli hér á landi fljót­lega eft­ir að þær sóttu um það verð­ur Ori­ana send aft­ur til Venesúela í byrj­un nóv­em­ber, jafn­vel þó að Út­lend­inga­stofn­un telji að hún eigi á hættu að sæta þar illri með­ferð. Ástæð­an fyr­ir því að hún fékk ekki vernd er sú að hún er með tvö­fald­an rík­is­borg­ara­rétt – venesú­elsk­an og kól­umb­ísk­an. Í Kól­umb­íu seg­ist hún ekki eiga neitt bak­land og að rík­is­borg­ara­rétt­ur­inn sé til­kom­inn vegna kól­umb­ísks afa sem hún hitti aldrei.
Drógu stuðning við Guaidó til baka árið 2020
FréttirFlóttafólk frá Venesúela

Drógu stuðn­ing við Guaidó til baka ár­ið 2020

Ís­lensk stjórn­völd drógu stuðn­ing við Ju­an Guaidó, fyrr­ver­andi leið­toga venesú­elsku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar, til baka í des­em­ber ár­ið 2020 án þess að til­kynna það sér­stak­lega. Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son ut­an­rík­is­ráð­herra hafði tæp­um tveim­ur ár­um fyrr til­kynnt op­in­ber­lega að Ís­land styddi Guia­dó sem for­seta lands­ins. Stuttu áð­ur hafði Ís­land byrj­að að veita öll­um venesú­elsk­um rík­is­borg­ur­um sem hing­að komu vernd. Nú er Ís­land hætt því.
Færri venesúelskir komu eftir úrskurði Útlendingastofnunar
FréttirFlóttafólk frá Venesúela

Færri venesú­elsk­ir komu eft­ir úr­skurði Út­lend­inga­stofn­un­ar

Veru­lega hef­ur dreg­ið úr um­sókn­um frá venesú­elsk­um hæl­is­leit­end­um um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi síð­an Út­lend­inga­stofn­un hætti að veita öll­um venesú­elsk­um hæl­is­leit­end­um við­bót­ar­vernd. Um 200 um­sókn­ir bár­ust mán­að­ar­lega á fyrri hluta þessa árs en í sept­em­ber voru um­sókn­irn­ar ein­ung­is 76 tals­ins. „Það kæmi ekki á óvart ef um­sókn­um frá hópn­um myndi fækka í kjöl­far úr­skurð­ar kær­u­nefnd­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Hagalín, upp­lýs­inga­full­trúi Út­lend­inga­stofn­un­ar.
Loksins umkringdur öðru hinsegin fólki en er þá sagt að fara
FréttirFlóttafólk frá Venesúela

Loks­ins um­kringd­ur öðru hinseg­in fólki en er þá sagt að fara

Isaac Rodrígu­ez átti erfitt upp­drátt­ar í Venesúela. Hann er sam­kyn­hneigð­ur karl­mað­ur og seg­ir rétt­indi hinseg­in fólks gleymd í heima­land­inu. Út­lend­inga­stofn­un hef­ur hafn­að beiðni Isaacs um vernd hér á landi. Það hef­ur hún gert í 550 öðr­um mál­um sem flest bíða nú fyr­ir­töku kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu