Fréttamál

Flóttafólk frá Venesúela

Greinar

Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
„Ég sé enga von í landinu mínu“
FréttirFlóttafólk frá Venesúela

„Ég sé enga von í land­inu mínu“

Manu­el Al­ej­andro Palencia er einn af þeim 800 venesú­elsku hæl­is­leit­end­um sem bíð­ur nið­ur­stöðu kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála um hæl­is­um­sókn sína. Manu­el kveið nið­ur­stöð­um sögu­legra for­seta­kosn­inga í Venesúela sem voru kunn­gjörð­ar á mánu­dag: Nicolas Maduro, sem gjarn­an hef­ur ver­ið kall­að­ur ein­ræð­is­herra, hélt völd­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Hafa ekki fengið lendingarleyfi: „Bíðum enn með tilbúnar ferðatöskur”
FréttirFlóttafólk frá Venesúela

Hafa ekki feng­ið lend­ing­ar­leyfi: „Bíð­um enn með til­bún­ar ferða­tösk­ur”

Flug­vél sem átti að flytja venesú­elska hæl­is­leit­end­ur úr landi í lok fe­brú­ar er enn ekki far­in af stað. Sum­ir hæl­is­leit­end­anna voru þeg­ar bún­ir að pakka í tösk­ur og til­bún­ir að yf­ir­gefa land­ið þeg­ar í ljós kom að Út­lend­inga­stofn­un hefði ekki feng­ið lend­ing­ar­leyfi. Þeir lifa nú í bið­stöðu en í Venesúela gæti beð­ið þeirra sól­ar­hrings varð­hald.
„Ég er fórnarlamb pólitískra ofsókna“
Viðtal

„Ég er fórn­ar­lamb póli­tískra of­sókna“

Yuri Kar­ina Bouqu­ette De Al­vara­do frá Venesúela er um­sækj­andi um póli­tíska vernd á Ís­landi. Hún og eig­in­mað­ur henn­ar hafa feng­ið synj­un við um­sókn sinni. Hún lýs­ir því hvernig Venesúela er orð­ið að al­ræð­is­ríki og að hún hafi fund­ið það á eig­in skinni eft­ir að hafa ver­ið starf­andi í stjórn­ar­and­stöðu­flokkn­um Pri­mero Justicia þar sem hún fékk borg­ar­stjóra í land­inu upp á móti sér.
Flúðu frá Venesúela og Grindavík og eignuðust jólabarn
ViðtalFlóttafólk frá Venesúela

Flúðu frá Venesúela og Grinda­vík og eign­uð­ust jóla­barn

Par frá Venesúela, Roger Gu­erra og Rosim­ar Barrozi, flúði upp­lausn­ina í Venesúela í fyrra og sett­ist að í Grinda­vík. Þeg­ar ógn vegna jarð­skjálta og yf­ir­vof­andi eld­goss steðj­aði að voru þau flutt í hús­næði í Hafnar­firði. Þau voru að eign­ast litla dótt­ur sem heit­ir Roma Victoria Gu­erra. Í við­tali við Heim­ild­ina ræða þau um líf sitt í Venesúela og Grinda­vík og óviss­una sem fylg­ir því að vera hæl­is­leit­end­ur sem ís­lenska rík­ið hef­ur nú þeg­ar synj­að einu sinni um leyfi til að setj­ast að í ör­ygg­inu á Ís­landi.
„Ég er sagður vera klikkaður fyrir að halda í vonina að fá að búa á Íslandi“
Viðtal

„Ég er sagð­ur vera klikk­að­ur fyr­ir að halda í von­ina að fá að búa á Ís­landi“

25 ára gam­all flótta­mað­ur frá Venesúela, José Daniel, seg­ir að bú­set­an þar í landi hafi ver­ið erf­ið vegna mat­ar­skorts og glæpa. Hann hef­ur hjálp­að kon­unni sinni að flýja til Banda­ríkj­anna frá Venesúela með því að tína dós­ir og flösk­ur í Reykja­vík. Dótt­ir þeirra varð eft­ir hjá tengda­for­eldr­um hans í Venesúela.
„Trúnaðartraust“ á milli íslenskra og venesúelskra stjórnvalda
FréttirFlóttafólk frá Venesúela

„Trún­að­ar­traust“ á milli ís­lenskra og venesú­elskra stjórn­valda

Ís­lensk út­lend­inga­yf­ir­völd neita að op­in­bera sam­skipti sín og venesú­elskra stjórn­valda í að­drag­anda leiguflugs frá Ís­landi til Caracas sem end­aði með því að far­þeg­arn­ir voru flutt­ir í sól­ar­hrings varð­hald. „Trún­að­ar­traust“ á milli ríkj­anna myndi glat­ast við slíka op­in­ber­un, segja ís­lensku yf­ir­völd­in.

Mest lesið undanfarið ár