Íbúar krafðir um greiðslur: „Maður er aldrei öruggur“
Kaupendur íbúða við Gerplustræti í Mosfellsbæ fengu bréf frá Ásgeiri Kolbeinssyni um að borga lokagreiðslur svo þeir tapi ekki fé. Félag Sturlu Sighvatssonar ætlaði að afhenda íbúðirnar vorið 2018. „Ég held að það sé ekki hægt að henda mér út núna,“ segir einn kaupenda.
Úttekt
Auðmenn tengdir skattaskjólum eiga í 1.300 íbúðum gegnum GAMMA
Dagar fjárfestingarfélagsins GAMMA eru senn taldir í núverandi mynd. Einungis eru 9 starfsmenn eftir hjá fyrirtækinu en árið 2017 voru þeir 35. Félagið stýrir hins vegar enn meira en 100 milljarða króna eignum, meðal annars 50 milljarða króna leigufélagi sem leyndarmál er hverjir eiga.
FréttirHáskólamál
Björgólfur Thor á stórhýsi á svæði háskólans í gegnum Lúxemborg
Ekki liggur endanlega fyrir hvaða starfsemi verður í Grósku hugmyndahúsi annað en að tölvuleikjafyrirtækið CCP verður þar til húsa. Byggingin er í eigu félaga Björgólfs Thors Björgólfssonar og viðskiptafélaga hans sem eru í Lúxemborg. Vísindagarðar Háskóla Íslands eiga lóðina en ráða engu um hvað verður í húsinu.
FréttirTekjulistinn 2019
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
Bergþór Jónsson og Fritz Hendrik Berndsen seldu fasteignafélag til Reita á 5,9 milljarða króna í fyrra. Fjármagnstekjur þeirra námu samtals 4,4 milljörðum og greiddu þeir tæpan milljarð í fjármagnstekjuskatt. Félagið leigir að mestu til opinberra aðila á fjárlögum og greiddu Reitir sér í kjölfarið 149 milljónir í arð úr félaginu.
Fréttir
Tugir fjölskyldna bíða í óvissu eftir íbúðum
Afhending íbúða í Mosfellsbæ sem Sturla Sighvatsson fjárfestir seldi hefur tafist um allt að ár. Sturla vísar sjálfur allri ábyrgð á verktakann. Par með nýfætt barn hefur þurft að flakka á milli sófa vegna tafanna og kaupendur hyggjast leita réttar síns.
Fréttir
Eik fasteignafélag greiðir milljarð í arð
Stjórn Eikar fasteignafélags gerir tillögu um að greiða rúmlega einn milljarð króna í arð til hluthafa fyrir árið 2018. Meirihluti hluthafa eru lífeyrissjóðir.
FréttirSkuldaleiðréttingin
Séreignasparnaðarleið Sigmundar og Bjarna gagnaðist helst þeim tekjuhæstu
Húsnæðisúrræði um greiðslu séreignasparnaðar skattfrjálst inn á höfuðstól fasteignalána gagnast ekki tekjulágum. Kostnaður fyrir ríkissjóð nemur 2 milljörðum króna í ár. Sérfræðingahópur mælir einnig með breytingu á vaxtabótakerfinu eða aflagningu þess.
FréttirLeigumarkaðurinn
Spyr hvort „ofsinn á samfélagsmiðlum“ hafi þrýst upp leiguverði
Ásgeir Jónsson hagfræðidósent segir að Ísland þurfi á sterkum hagnaðardrifnum leigufélögum að halda. Segist grátt leikinn af netverjum sem hafi um sig ljót orð.
Fréttir
Framboð á fasteignum eykst verulega
24 þúsund fasteignir voru auglýstar til sölu í fyrra, nær 50% fleiri en árið á undan. Meðalsölutími þeirra helst óbreyttur.
Fréttir
Heimila byggingu „aukaíbúða“ um alla borg
Reykjavíkurborg hyggst breyta hverfisskipulagi í Ártúnsholti, Árbæ og Selási og leyfa aukaíbúðir í sérbýlum. Sömu breytingar verða gerðar um alla borg og byggð þannig þétt, segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir borgarfulltrúi.
Fréttir
Þingmaður keypti íbúð á undirverði
Helgi Hjörvar, þáverandi alþingismaður, keypti íbúð við Bergstaðastræti á 10 milljónir króna um mitt ár 2015, um þriðjung af markaðsvirði. Hann veðsetti íbúðina fyrir nær tvöfalt kaupverð hennar. Rekur íbúðina nú sem leiguíbúð í gegnum Airbnb.
FréttirAuðmenn
60 fyrirtæki styrktu Sjálfstæðisflokkinn í fyrra
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 15 milljónum í fyrra, en eigið fé flokksins er 361 milljón, samkvæmt ársreikningi. Framlög hins opinbera voru 120 milljónir króna á árinu.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
8
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Viðtal
6
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.