Aðili

Bjarni Benediktsson

Greinar

Benedikt var leystur undan sjálfskuldarábyrgð skömmu fyrir þjóðnýtingu Glitnis
RannsóknViðskipti Bjarna Benediktssonar

Bene­dikt var leyst­ur und­an sjálf­skuld­arábyrgð skömmu fyr­ir þjóð­nýt­ingu Glitn­is

Slita­stjórn Glitn­is tók tvö mál tengd Bene­dikt Sveins­syni til skoð­un­ar eft­ir hrun. Hann seldi hluta­bréf sín í Glitni fyr­ir um 850 millj­ón­ir króna rétt eft­ir að­komu að Vafn­ings­flétt­unni sem tal­in var auka áhættu bank­ans. Hann inn­leysti svo 500 millj­ón­ir úr Sjóði 9 þrem­ur dög­um fyr­ir þjóð­nýt­ingu Glitn­is og milli­færði til Flórída.
Seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett
Rannsókn

Seldi í Sjóði 9 sama dag og neyð­ar­lög­in voru sett

Bjarni Bene­dikts­son, þá­ver­andi þing­mað­ur og nú­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, seldi all­ar eign­ir sín­ar í Sjóði 9 hjá Glitni dag­ana 2. til 6. októ­ber ár­ið 2008. Þann 6. októ­ber miðl­aði hann upp­lýs­ing­um um störf FME til fram­kvæmda­stjóra hjá Glitni. Ný gögn varpa ljósi á hluta­bréfa­sölu Bjarna í Glitni í fe­brú­ar 2008 en hann fund­aði með banka­stjóra Glitn­is tveim­ur dög­um áð­ur en hann byrj­aði að selja bréf­in.
Ummæli forsætisráðherra ekki í samræmi við mat Útlendingastofnunar
FréttirACD-ríkisstjórnin

Um­mæli for­sæt­is­ráð­herra ekki í sam­ræmi við mat Út­lend­inga­stofn­un­ar

„Það hef­ur aldrei ver­ið lát­ið standa á fjár­veit­ing­um til Út­lend­inga­stofn­un­ar eða kær­u­nefnd­ar­inn­ar til að ýta und­ir sem skjót­asta máls­með­ferð,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son í um­ræð­um um út­lend­inga­lög­gjöf­ina. Raun­in er sú að Út­lend­inga­stofn­un hef­ur ekki feng­ið þá fjár­muni og þann mannafla sem stofn­un­in hef­ur kall­að eft­ir til að geta hrað­að máls­með­ferð og hald­ið í við fjölg­un hæl­is­um­sókna.
Fyrningarfrestur barnaníðs var notaður sem pólitísk skiptimynt
FréttirUppreist æru

Fyrn­ing­ar­frest­ur barn­aníðs var not­að­ur sem póli­tísk skipti­mynt

Þeg­ar Bjarni Bene­dikts­son var formað­ur alls­herj­ar­nefnd­ar Al­þing­is hót­uðu sjálf­stæð­is­menn að hindra eða tempra rétt­ar­bæt­ur fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­is­brota ef stjórn­ar­and­stað­an félli ekki frá kröfu sinni um að kaup á vændi yrðu gerð refsi­verð. Þetta er að­eins eitt dæmi af mörg­um um hvernig flokk­ur­inn hef­ur dreg­ið lapp­irn­ar í mála­flokkn­um.

Mest lesið undanfarið ár