Aðili

Bjarni Benediktsson

Greinar

Forsætisráðherra skammaði 18 ára pilt: „Alveg ótrúlega ómerkilegt“
FréttirBorgunarmálið

For­sæt­is­ráð­herra skamm­aði 18 ára pilt: „Al­veg ótrú­lega ómerki­legt“

„Þetta er ekk­ert nema áróð­ur þetta Borg­un­ar­mál,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra um sölu á eign­ar­hlut Lands­bank­ans í Borg­un. Hlut­ur­inn var seld­ur í lok­uðu sölu­ferli og á und­ir­verði til frænda hans. Hann sak­aði verzl­un­ar­skóla­nema um „ótrú­lega ómerki­leg­an áróð­ur“ fyr­ir fram­an sam­nem­end­ur hans á kosn­inga­fundi í skól­an­um í dag.
Vitnisburður Bjarna Benediktssonar í Vafningsmálinu stangast á við gögn
Rannsókn

Vitn­is­burð­ur Bjarna Bene­dikts­son­ar í Vafn­ings­mál­inu stang­ast á við gögn

Bjarni Bene­dikts­son tók virk­an þátt í fjár­fest­ing­um fé­lags föð­ur síns Hafsilf­urs ehf. sem var stór hlut­hafi í Glitni á ár­un­um fyr­ir hrun. Í gögn­un­um sem Stund­in fékk í gegn­um breska blað­ið The Guar­di­an eru mörg skjöl sem sýna að bank­inn leit á Bjarna sem eig­anda fé­lags­ins. Þetta fé­lag var einn af þát­tak­end­un­um í Vafn­ings­mál­inu sem Bjarni hef­ur sagt að hann hafi ein­göngu kom­ið að sem um­boðs­að­ili föð­ur síns og föð­ur­bróð­ur.
Forsætisráðherra bregst harkalega við fréttaflutningi
FréttirACD-ríkisstjórnin

For­sæt­is­ráð­herra bregst harka­lega við frétta­flutn­ingi

Bjarni Bene­dikts­son skamm­aði frétta­konu á 365 miðl­um fyr­ir fram­an sam­starfs­menn henn­ar á laug­ar­dag og þrá­spurði hvað­an hún hefði upp­lýs­ing­ar um fundi efna­hags- og skatta­nefnd­ar Al­þing­is. Í morg­un sendi svo blaða­mað­ur á Guar­di­an frá sér yf­ir­lýs­ingu til að leið­rétta orð for­sæt­is­ráð­herra um sam­skipti þeirra.
Bjarni bað um „reglulegt samband“ við bankastjóra Glitnis í aðdraganda hrunsins
FréttirViðskipti Bjarna Benediktssonar

Bjarni bað um „reglu­legt sam­band“ við banka­stjóra Glitn­is í að­drag­anda hruns­ins

Bjarni Bene­dikts­son bað um reglu­leg sam­skipti við Lár­us Weld­ing, banka­stjóra Glitn­is, í að­drag­anda banka­hruns­ins á Ís­landi. Með­al ann­ars voru þeir sam­an fyr­ir „aust­an“ í ág­úst 2008. Bjarni er ósátt­ur við full­yrð­ing­ar Stund­ar­inn­ar um veru hans á fund­um um stöðu Glitn­is í að­drag­anda banka­hruns­ins.
Seldi tveimur dögum eftir fund um „með hvaða hætti ríkisstjórnin getur komið að lausn vanda bankanna“
FréttirViðskipti Bjarna Benediktssonar

Seldi tveim­ur dög­um eft­ir fund um „með hvaða hætti rík­is­stjórn­in get­ur kom­ið að lausn vanda bank­anna“

Bjarni Bene­dikts­son fund­aði með Lár­usi Weld­ing þann 19. fe­brú­ar 2008 og seldi hluta­bréf í Glitni upp á 119 millj­ón­ir dag­ana á eft­ir. Efni fund­ar­ins er lýst í tölvu­pósti milli Glitn­ismanna, en Bjarni hafn­ar því að þar hafi ver­ið fjall­að um stöðu Glitn­is.
Seldi 1200 milljónir í Sjóði 9 tveimur tímum fyrir lokun
RannsóknViðskipti Bjarna Benediktssonar

Seldi 1200 millj­ón­ir í Sjóði 9 tveim­ur tím­um fyr­ir lok­un

Ein­ar Sveins­son, fjár­fest­ir og föð­ur­bróð­ir Bjarna Bene­dikts­son­ar, seldi eign­ir í Sjóði sama dag og neyð­ar­lög­in voru sett þann 6. októ­ber 2008. Ein­ar hellti sér yf­ir starfs­mann Glitn­is eft­ir að hann fékk veðkall frá bank­an­um í að­drag­anda hruns­ins. Eign­ar­halds­fé­lag Ein­ars og hann sjálf­ur vörðu sig gegn 176 millj­óna tapi með við­skipt­un­um. Fé­lag Ein­ars fékk nið­ur­felld­ar skuld­ir eft­ir hrun.

Mest lesið undanfarið ár